Geldfiskur er málið Bubbi Morthens skrifar 28. apríl 2017 07:00 Þá er talsmaður norsku aurgoðanna farinn að skrifa og svara gagnrýni sem fellur líkt og svört nóttin á iðnaðinn sem hann hefur verið keyptur til þess að verja. Gott og vel. Matvælastofnun (MAST) hefur úthlutað leyfum eins og enginn væri morgundagurinn þó að um borð í þeirri skútu hafi verið dýralæknir sem sat beggja megin borðsins. Þegar upp komst um kauða lofaði hann að hætta að selja eldismönnum bóluefni en situr áfram og lætur þá fá eldisleyfi. Hvað er þetta með Matvælastofnun? Að maðurinn skuli sitja áfram er einfaldlega skandall. Meira að segja sjávarútvegsráðherra sem fer með valdið segir að menn eigi að hægja á sér, of hratt hafi verið úthlutað. Það er óvissa um lögmæti leyfa sem Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi hf. og Löxum Fiskeldi ehf., það kemur skýrt fram í stefnu Náttúruverndar 1 og Náttúruverndar 2 á hendur MAST og umræddum félögum. Þar er farið fram á ógildingar á leyfum sem fyrirtækin fengu til laxeldis og meðal annars byggt á því að MAST hafi brotið gegn 40. grein stjórnarskrárinnar og brotið varúðarreglu 9. greinar laga um náttúruvernd vegna verulegrar hættu á óafturkræfum náttúruspjöllum. Eldismenn tala um ströngustu reglur um búnað til að ala laxinn í en allir sem nenna að kynna sér málið vita að það dugar ekki til. Fyrir þrjátíu árum hófu Norðmenn laxeldisævintýri sitt við ósa margra laxveiðiáa í landi sínu. Þá vissu menn ekki betur og allt fór fjandans til. Nú vita allir betur. Hafið við Ísland fer hlýnandi. Laxalúsin mun valda laxeldisfyrirtækjum hrikalegum vandræðum og í raun er það þegar byrjað. Hér höfum við storma sem æða inn firðina óhindrað en í Noregi eru firðirnir lygnari og í betra skjóli. Sem þýðir einfaldlega það að þegar hér geysa fárviðri með 45 metra vind á sekúndu þá er stór hætta á að laxinn sleppi. Og þegar talað er um að bannað sé að ala upp laxa nálægt náttúrulegum villtum laxastofnum og engin hætta sé á ferð þá er það hlálegt því það stefnir í að magnið verði svo yfirgengilegt að það muni einfaldlega ekki skipta máli þegar þeir byrja að sleppa. Stjórnvöld hafa verið sofandi en verða nú að taka af festu og öryggi á þessum málum. Það er grátlegt að þá fyrst skuli stjórnvöld vakna þegar MAST hefur mokað út leyfum og villta vestrið blómstrar. Það er sorglegt að sjá fyrrverandi forseta Alþingis, ráðherra og þingmann sem orðinn er talsmaður norsku aurgoðanna, hann situr nú í öðrum stól en undanfarin ár og þar er litla sem enga sæmd að finna. Forðast að tala um mengun Menn forðast að tala um þá mengun sem muni hljótast af þessu öllu saman. Hún er líka af þeirri stærðargráðu sem enginn hefur séð áður við strendur landsins. Stór hluti lífríkisins þar sem kvíarnar verða mun eyðileggjast að mestu. Botninn þar verður sem eyðimörk á að líta. Sýklalyf, bóluefni, litarefni, sterar – allt þetta verður og er í laxinum sem endar á diski fólksins. Geðfellt eða hvað? Til þess að sátt náist um þessa mengandi stóriðju er svarið geldfiskur. Hann er það eina sem kemur til greina og ætti í raun að vera búið að ganga frá því að svo verði. Það er eini möguleikinn til þess að sátt náist um þennan sorgarkafla í íslenskri náttúrusögu. Laxeldi er svo freklegt inngrip í lífríkið að það er með ólíkindum að ráðamenn stígi ekki fram og tjái sig um þetta. En hér er það aftur smæðin sem veldur. Pólitík, vinasambönd, tengslanet þvælast fyrir. Allir vita að kvótakerfið fór illa með Vestfirðinga, það er sorgarsaga. Laxeldið mun ekki bjarga neinu þó svo að einhverjir fái vinnu við það. Nú þegar er slatti af erlendu vinnuafli að vinna í laxeldinu. Hagnaður mun að mestu fara úr landi og seinustu fréttir gleðja öngvan. Þær segja að stærsta slysaslepping sögunnar hafi átt sér stað fyrir utan strönd Skotlands nýverið. Tugþúsundir laxa sluppu út. Það skiptir ekki máli hvernig þeir sluppu. Að þeir sluppu er staðreynd. Þetta mun gerast hér. Geldfiskur er eina lausnin til þess að verja íslenska náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bubbi Morthens Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Þá er talsmaður norsku aurgoðanna farinn að skrifa og svara gagnrýni sem fellur líkt og svört nóttin á iðnaðinn sem hann hefur verið keyptur til þess að verja. Gott og vel. Matvælastofnun (MAST) hefur úthlutað leyfum eins og enginn væri morgundagurinn þó að um borð í þeirri skútu hafi verið dýralæknir sem sat beggja megin borðsins. Þegar upp komst um kauða lofaði hann að hætta að selja eldismönnum bóluefni en situr áfram og lætur þá fá eldisleyfi. Hvað er þetta með Matvælastofnun? Að maðurinn skuli sitja áfram er einfaldlega skandall. Meira að segja sjávarútvegsráðherra sem fer með valdið segir að menn eigi að hægja á sér, of hratt hafi verið úthlutað. Það er óvissa um lögmæti leyfa sem Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi hf. og Löxum Fiskeldi ehf., það kemur skýrt fram í stefnu Náttúruverndar 1 og Náttúruverndar 2 á hendur MAST og umræddum félögum. Þar er farið fram á ógildingar á leyfum sem fyrirtækin fengu til laxeldis og meðal annars byggt á því að MAST hafi brotið gegn 40. grein stjórnarskrárinnar og brotið varúðarreglu 9. greinar laga um náttúruvernd vegna verulegrar hættu á óafturkræfum náttúruspjöllum. Eldismenn tala um ströngustu reglur um búnað til að ala laxinn í en allir sem nenna að kynna sér málið vita að það dugar ekki til. Fyrir þrjátíu árum hófu Norðmenn laxeldisævintýri sitt við ósa margra laxveiðiáa í landi sínu. Þá vissu menn ekki betur og allt fór fjandans til. Nú vita allir betur. Hafið við Ísland fer hlýnandi. Laxalúsin mun valda laxeldisfyrirtækjum hrikalegum vandræðum og í raun er það þegar byrjað. Hér höfum við storma sem æða inn firðina óhindrað en í Noregi eru firðirnir lygnari og í betra skjóli. Sem þýðir einfaldlega það að þegar hér geysa fárviðri með 45 metra vind á sekúndu þá er stór hætta á að laxinn sleppi. Og þegar talað er um að bannað sé að ala upp laxa nálægt náttúrulegum villtum laxastofnum og engin hætta sé á ferð þá er það hlálegt því það stefnir í að magnið verði svo yfirgengilegt að það muni einfaldlega ekki skipta máli þegar þeir byrja að sleppa. Stjórnvöld hafa verið sofandi en verða nú að taka af festu og öryggi á þessum málum. Það er grátlegt að þá fyrst skuli stjórnvöld vakna þegar MAST hefur mokað út leyfum og villta vestrið blómstrar. Það er sorglegt að sjá fyrrverandi forseta Alþingis, ráðherra og þingmann sem orðinn er talsmaður norsku aurgoðanna, hann situr nú í öðrum stól en undanfarin ár og þar er litla sem enga sæmd að finna. Forðast að tala um mengun Menn forðast að tala um þá mengun sem muni hljótast af þessu öllu saman. Hún er líka af þeirri stærðargráðu sem enginn hefur séð áður við strendur landsins. Stór hluti lífríkisins þar sem kvíarnar verða mun eyðileggjast að mestu. Botninn þar verður sem eyðimörk á að líta. Sýklalyf, bóluefni, litarefni, sterar – allt þetta verður og er í laxinum sem endar á diski fólksins. Geðfellt eða hvað? Til þess að sátt náist um þessa mengandi stóriðju er svarið geldfiskur. Hann er það eina sem kemur til greina og ætti í raun að vera búið að ganga frá því að svo verði. Það er eini möguleikinn til þess að sátt náist um þennan sorgarkafla í íslenskri náttúrusögu. Laxeldi er svo freklegt inngrip í lífríkið að það er með ólíkindum að ráðamenn stígi ekki fram og tjái sig um þetta. En hér er það aftur smæðin sem veldur. Pólitík, vinasambönd, tengslanet þvælast fyrir. Allir vita að kvótakerfið fór illa með Vestfirðinga, það er sorgarsaga. Laxeldið mun ekki bjarga neinu þó svo að einhverjir fái vinnu við það. Nú þegar er slatti af erlendu vinnuafli að vinna í laxeldinu. Hagnaður mun að mestu fara úr landi og seinustu fréttir gleðja öngvan. Þær segja að stærsta slysaslepping sögunnar hafi átt sér stað fyrir utan strönd Skotlands nýverið. Tugþúsundir laxa sluppu út. Það skiptir ekki máli hvernig þeir sluppu. Að þeir sluppu er staðreynd. Þetta mun gerast hér. Geldfiskur er eina lausnin til þess að verja íslenska náttúru.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar