Farþegum fjölgað um þúsund prósent á 30 árum Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2017 19:14 Farþegum sem fara um flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur fjölgað um þúsund prósent frá því fyrsti hluti hennar var reistur árið 1987. Í dag er haldið upp á þrjátíu ára afmæli flugstöðvarinnar sem er sífellt að stækka en á undanförnum árum hefur verið framkvæmt þar fyrir tugi milljarða króna án nokkurrar áhættu fyrir ríkissjóð þar sem lán eru tekin með veðum í tekjum flugstöðvarinnar. Í nýjasta hluta flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hafa bæst við sex ný farþegahlið og svo kölluðum „fjarstæðum“ hefur fjölgað einnig þar sem farþegum er ekið með rútum frá flugstöð til flugvéla. Framkvæmt hefur verið fyrir 45 milljarða frá árinu 2012 í og við flugstöðina og framkvæmdum er langt í frá lokið. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi ÍSAVÍA rifjar upp að flugstöðin var umdeilt mannvirki á sínum tíma og þótti mörgum hún allt of stór. En síðan hafa tímarnir breyst og enginn hefði sjálfsagt getað spáð fyrir um þróunina fram til okkar daga. „Það voru 900 þúsund farþegar sem fóru um flugstöðina árið 1987 þegar hún var reist, stórt og myndarlegt hús. Núna á þessu ári er gert ráð fyrir að þeir verði tæpar níu milljónir. Þannig að það hefur eitt núll bæst þarna aftan við. Þrjátíu árum áður en flugstöðin var reist voru farþegarnir níutíuþúsund þannig að ef við höldum svona áfram verður þetta ansi stórt eftir þrjátíu ár,“ segir Guðni. Lang flestir þeirra sem fara um flugstöðina eru ekki að koma í heimsókn til Íslands heldur stoppa stutt við á leið sinni milli Evrópu og Norður Ameríku. Það er aðstaða þessara farþega sem hefur verið bætt undanfarin misseri og á eftir að batna enn frekar. „Við erum búin að opna fyrsta fasa af nýjustu viðbyggingunni okkar. Svo verður hún opnuð í fösum núna næstu mánuði. Þá stækkar sérstaklega þetta svæði þar sem skiptifarþegarnir eru og yfir Schengen landamærin,“ segir Guðni.Stærsta bygging landsins opin almenningi Upprunalega bygging flugstöðvarinnar var 22 þúsund fermetrar og þótti mjög stór eins og áður sagði. Margir töldu að hún myndi duga óbreytt í áratugi. „Núna þegar yfirstandandi framkvæmdum verður lokið síðar á þessu ári verður hún kominn upp í tæpa 75 þúsund fermetra. Þannig að hún er búin að stækka mikið. Þá verður hún orðin að stærsta húsið sem er opið almenningi hér á landi,“ segir Guðni. Nú þegar er risin nýbygging á milli gömlu flugstöðvarinnar í norðurenda og þeirrar nýrri í suðurendanum. Þá hefur einn þriðji gangsins á milli bygginganna verið breikkaður töluvert til að skapa rými fyrir sæti handa farþegum við einstök hlið. Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri tækni- og framkvæmdasviðs flugstöðvarinnar segir að landamærahliðum inn og út af Schengen svæðinu muni fjölga. „Við erum hérna í nýbyggingunni sem við erum að klára núna. Hérna erum við að fara að bæta við landamærabásum. Svo munu koma hér sjálfvirk landamærahlið líka. Við erum að auka afköstin mikið yfir landamærin. Við erum að tvöfalda þau í heildina,“ segir Guðmundur Daði. Núna þegar maður lítur hér í kring um sig er þetta allt einhvern veginn hálfkarað. Hvenær ætlið þið að taka þetta í notkun? „Við ætlum að byrja að taka þennan hluta í notkun í júní. En það verða framkvæmdir hér á svæðinu fram í nóvember. Farþegafjöldinn er slíkur að við verðum að taka mannvirkið í notkun sem allra fyrst. Þannig að hér er lögð nótt við dag við að klára þetta og við erum með gríðarlega góða verktaka með okkur í því,“ segir Guðmundur Daði. En síðan liggur fyrir að stækka flugstöðina enn frekar á næstu árum. Nú liggja menn yfir hönnun mannvirkja sem munu rísa og gera flugstöðinni kleift að taka á móti allt að 25 milljónum farþega á ári í framtíðinni. Áætlanir um fjölgun farþega hafa úrelts hratt þannig að hraða hefur þurft öllum áformum um þróun flugstöðvarinnar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Farþegum sem fara um flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur fjölgað um þúsund prósent frá því fyrsti hluti hennar var reistur árið 1987. Í dag er haldið upp á þrjátíu ára afmæli flugstöðvarinnar sem er sífellt að stækka en á undanförnum árum hefur verið framkvæmt þar fyrir tugi milljarða króna án nokkurrar áhættu fyrir ríkissjóð þar sem lán eru tekin með veðum í tekjum flugstöðvarinnar. Í nýjasta hluta flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hafa bæst við sex ný farþegahlið og svo kölluðum „fjarstæðum“ hefur fjölgað einnig þar sem farþegum er ekið með rútum frá flugstöð til flugvéla. Framkvæmt hefur verið fyrir 45 milljarða frá árinu 2012 í og við flugstöðina og framkvæmdum er langt í frá lokið. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi ÍSAVÍA rifjar upp að flugstöðin var umdeilt mannvirki á sínum tíma og þótti mörgum hún allt of stór. En síðan hafa tímarnir breyst og enginn hefði sjálfsagt getað spáð fyrir um þróunina fram til okkar daga. „Það voru 900 þúsund farþegar sem fóru um flugstöðina árið 1987 þegar hún var reist, stórt og myndarlegt hús. Núna á þessu ári er gert ráð fyrir að þeir verði tæpar níu milljónir. Þannig að það hefur eitt núll bæst þarna aftan við. Þrjátíu árum áður en flugstöðin var reist voru farþegarnir níutíuþúsund þannig að ef við höldum svona áfram verður þetta ansi stórt eftir þrjátíu ár,“ segir Guðni. Lang flestir þeirra sem fara um flugstöðina eru ekki að koma í heimsókn til Íslands heldur stoppa stutt við á leið sinni milli Evrópu og Norður Ameríku. Það er aðstaða þessara farþega sem hefur verið bætt undanfarin misseri og á eftir að batna enn frekar. „Við erum búin að opna fyrsta fasa af nýjustu viðbyggingunni okkar. Svo verður hún opnuð í fösum núna næstu mánuði. Þá stækkar sérstaklega þetta svæði þar sem skiptifarþegarnir eru og yfir Schengen landamærin,“ segir Guðni.Stærsta bygging landsins opin almenningi Upprunalega bygging flugstöðvarinnar var 22 þúsund fermetrar og þótti mjög stór eins og áður sagði. Margir töldu að hún myndi duga óbreytt í áratugi. „Núna þegar yfirstandandi framkvæmdum verður lokið síðar á þessu ári verður hún kominn upp í tæpa 75 þúsund fermetra. Þannig að hún er búin að stækka mikið. Þá verður hún orðin að stærsta húsið sem er opið almenningi hér á landi,“ segir Guðni. Nú þegar er risin nýbygging á milli gömlu flugstöðvarinnar í norðurenda og þeirrar nýrri í suðurendanum. Þá hefur einn þriðji gangsins á milli bygginganna verið breikkaður töluvert til að skapa rými fyrir sæti handa farþegum við einstök hlið. Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri tækni- og framkvæmdasviðs flugstöðvarinnar segir að landamærahliðum inn og út af Schengen svæðinu muni fjölga. „Við erum hérna í nýbyggingunni sem við erum að klára núna. Hérna erum við að fara að bæta við landamærabásum. Svo munu koma hér sjálfvirk landamærahlið líka. Við erum að auka afköstin mikið yfir landamærin. Við erum að tvöfalda þau í heildina,“ segir Guðmundur Daði. Núna þegar maður lítur hér í kring um sig er þetta allt einhvern veginn hálfkarað. Hvenær ætlið þið að taka þetta í notkun? „Við ætlum að byrja að taka þennan hluta í notkun í júní. En það verða framkvæmdir hér á svæðinu fram í nóvember. Farþegafjöldinn er slíkur að við verðum að taka mannvirkið í notkun sem allra fyrst. Þannig að hér er lögð nótt við dag við að klára þetta og við erum með gríðarlega góða verktaka með okkur í því,“ segir Guðmundur Daði. En síðan liggur fyrir að stækka flugstöðina enn frekar á næstu árum. Nú liggja menn yfir hönnun mannvirkja sem munu rísa og gera flugstöðinni kleift að taka á móti allt að 25 milljónum farþega á ári í framtíðinni. Áætlanir um fjölgun farþega hafa úrelts hratt þannig að hraða hefur þurft öllum áformum um þróun flugstöðvarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira