Nýjum samfélagsmiðli Ólafs Ragnars ætlað að bjarga heiminum Birgir Olgeirsson skrifar 28. apríl 2017 16:16 Ólafur Ragnar Grímsson vinnur að The Roadmap ásamt ýmsum aðilum, þar á meðal Laureen Powell Jobs, ekkju Steve Jobs stofnanda Apple. Vísir/Getty Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hefur kynnt til sögunnar nýjan samfélagsmiðil sem á að gefa almenningi færi á að taka loftlagsmálin í eigin hendur. Fjallað er um málið á vef Smithsonian Mag en þar segir að Ólafur sé einn af aðal hvatamönnum þessa verkefnis sem miðast af því að fara framhjá ríkisstjórnum og alþjóðastofnunum. Ólafur var staddur í Washington í Bandaríkjunum í fyrra, rétt fyrir loftlagsráðstefnuna í Marrakesh, þar sem hann ræddi við nokkra aðra, sem sóttu einnig loftslagsráðstefnuna í París árið 2015, um næstu skref. Haft er eftir Ólafi Ragnari í Smithsonian Mag að samræðurnar hefðu tekið nýja og áhugaverða stefnu, „Væri hægt að ná markmiðum Parísar-samkomulagsins án þess að ríkisstjórnir réðu för?“ Á meðal þeirra sem Ólafur ræddi við voru Peter Seligmann stjórnarformaður bandarísku umhverfisverndarsamtakanna Consvervation International, Laurene Powell Jobs formaður góðgerðasamtakanna The Emerson Collective, og Andy Karsner sem vann að orkumálum undir Bandaríkjastjórn George W. Bush. Niðurstaðan var sú að skapa þennan miðil sem á að hjálpa til við að ná markmiðum Parísar-samkomulagsins.Ólafur Ragnar sagði að hann hefði upplifað það í kringum hrunið á Íslandi hve mikil áhrif hinn almenni borgari getur haft með samfélagsmiðlum.Vísir/GettyErfitt að eiga við óvinveittar ríkisstjórnir Ólafur Ragnar hélt erindi á Earth Optimism-ráðstefnunni á vegum bandarísku vísinda- og safnastofnunin um liðna helgi en þar sagði hann sumar ríkisstjórnir á móti baráttu gegn loftslagsbreytingum og jafnvel virkilega harðar í afstöðunni sinni gegn þeim. Ólafur Ragnar segir hópinn sem stendur að þessu verkefni hafa ákveðið að koma saman hugsuðum, vísindamönnum og frumkvöðlum frá ýmsum löndum til að ræða nýjar leiðir til að tryggja framtíð þeirra sem vilja berjast fyrir betri jörð. Hann sagði að með nýrri tækni og samfélagsmiðlum væri ekki lengur þörf fyrir stór samtök eða stofnanir í baráttunni við loftslagsbreytingar. Þannig varð Roadmap að veruleika. Það er aðgengilegt öllum sem vilja leggja sitt af mörkum í þessari baráttu. Eins og Ólafur orðaði það geta allir notað tólið, vísindamenn, stjórnmálamenn, bændur og sjómenn. Með tólinu er hægt að deila þekkingu, hugmyndum, aðferðum og tækni. „Þetta nýja pólitíska módel er mögulegt, þar sem allir geta lagt sitt af mörkum, þar sem ekki er lengur þörf á framtaki öflugra landa eða fyrirtækja til að ná árangri.Hljómar skringilega komandi frá honum Ólafur viðurkenndi að það gæti komið mönnum skringilega fyrir sjónir að maður eins og hann væri að hvetja hinn almenna borgara til að taka völdin af ríkisstjórnum og alþjóðastofnunum. Hann vill þó meina að núverandi valdastrúktúr sé að einhverju leyti úreltur. Og það komi frá honum sem var eitt stjórnmálafræðiprófessor, þingmaður, ráðherra og forseti í tuttugu ár. Hann sagðist hafa fundið fyrir þessum samfélagsbreytingum þegar Ísland gekk í gegnum efnahagshrunið. „Sem leiddi til mikillar efnahagslegrar uppreisnar. Því var hrundið af stað af óþekktu fólki sem tilheyrði ekki stórum stofnunum, sem notaði Facebook og aðra miðla til að koma þúsundum saman á einum degi. Enn sem komið er, er Roadmap heimasíða sem inniheldur háleita stefnuyfirlýsingu en undir hana ritar Ólafur Ragnar sjálfur. Fyrstu orðin eru eftirfarandi: Þetta er einungis upphafið. Textinn er stuttur. Verkefnið er stórt. Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hefur kynnt til sögunnar nýjan samfélagsmiðil sem á að gefa almenningi færi á að taka loftlagsmálin í eigin hendur. Fjallað er um málið á vef Smithsonian Mag en þar segir að Ólafur sé einn af aðal hvatamönnum þessa verkefnis sem miðast af því að fara framhjá ríkisstjórnum og alþjóðastofnunum. Ólafur var staddur í Washington í Bandaríkjunum í fyrra, rétt fyrir loftlagsráðstefnuna í Marrakesh, þar sem hann ræddi við nokkra aðra, sem sóttu einnig loftslagsráðstefnuna í París árið 2015, um næstu skref. Haft er eftir Ólafi Ragnari í Smithsonian Mag að samræðurnar hefðu tekið nýja og áhugaverða stefnu, „Væri hægt að ná markmiðum Parísar-samkomulagsins án þess að ríkisstjórnir réðu för?“ Á meðal þeirra sem Ólafur ræddi við voru Peter Seligmann stjórnarformaður bandarísku umhverfisverndarsamtakanna Consvervation International, Laurene Powell Jobs formaður góðgerðasamtakanna The Emerson Collective, og Andy Karsner sem vann að orkumálum undir Bandaríkjastjórn George W. Bush. Niðurstaðan var sú að skapa þennan miðil sem á að hjálpa til við að ná markmiðum Parísar-samkomulagsins.Ólafur Ragnar sagði að hann hefði upplifað það í kringum hrunið á Íslandi hve mikil áhrif hinn almenni borgari getur haft með samfélagsmiðlum.Vísir/GettyErfitt að eiga við óvinveittar ríkisstjórnir Ólafur Ragnar hélt erindi á Earth Optimism-ráðstefnunni á vegum bandarísku vísinda- og safnastofnunin um liðna helgi en þar sagði hann sumar ríkisstjórnir á móti baráttu gegn loftslagsbreytingum og jafnvel virkilega harðar í afstöðunni sinni gegn þeim. Ólafur Ragnar segir hópinn sem stendur að þessu verkefni hafa ákveðið að koma saman hugsuðum, vísindamönnum og frumkvöðlum frá ýmsum löndum til að ræða nýjar leiðir til að tryggja framtíð þeirra sem vilja berjast fyrir betri jörð. Hann sagði að með nýrri tækni og samfélagsmiðlum væri ekki lengur þörf fyrir stór samtök eða stofnanir í baráttunni við loftslagsbreytingar. Þannig varð Roadmap að veruleika. Það er aðgengilegt öllum sem vilja leggja sitt af mörkum í þessari baráttu. Eins og Ólafur orðaði það geta allir notað tólið, vísindamenn, stjórnmálamenn, bændur og sjómenn. Með tólinu er hægt að deila þekkingu, hugmyndum, aðferðum og tækni. „Þetta nýja pólitíska módel er mögulegt, þar sem allir geta lagt sitt af mörkum, þar sem ekki er lengur þörf á framtaki öflugra landa eða fyrirtækja til að ná árangri.Hljómar skringilega komandi frá honum Ólafur viðurkenndi að það gæti komið mönnum skringilega fyrir sjónir að maður eins og hann væri að hvetja hinn almenna borgara til að taka völdin af ríkisstjórnum og alþjóðastofnunum. Hann vill þó meina að núverandi valdastrúktúr sé að einhverju leyti úreltur. Og það komi frá honum sem var eitt stjórnmálafræðiprófessor, þingmaður, ráðherra og forseti í tuttugu ár. Hann sagðist hafa fundið fyrir þessum samfélagsbreytingum þegar Ísland gekk í gegnum efnahagshrunið. „Sem leiddi til mikillar efnahagslegrar uppreisnar. Því var hrundið af stað af óþekktu fólki sem tilheyrði ekki stórum stofnunum, sem notaði Facebook og aðra miðla til að koma þúsundum saman á einum degi. Enn sem komið er, er Roadmap heimasíða sem inniheldur háleita stefnuyfirlýsingu en undir hana ritar Ólafur Ragnar sjálfur. Fyrstu orðin eru eftirfarandi: Þetta er einungis upphafið. Textinn er stuttur. Verkefnið er stórt.
Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira