Innlent

Öll spjót standa að heilbrigðisráðherra sem mætir í Víglínuna

Heimir Már Pétursson skrifar
Það standa öll spjót að Óttarri Proppé heilbrigðisráðherra þessa dagana vegna framlaga til Landsspítalans, einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu, frumvarps um rafsígarettur og svo tekur nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustunni gildi hinn 1. maí.

Óttarr kemur í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns á Stöð 2 og Vísi kl 12:20 ásamt þingmönnunum Hildi Sverrisdóttur Sjálfstæðisflokki og Steingrími J. Sigfússyni Vinstri grænum.

Farið verður yfir helstu átakamálin í heilbrigðiskerfinu en forráðamenn Landsspítalans komu til að mynda fyrir velferðarnefnd Alþingis í gær og sögðu að það vantað 10 milljarða í rekstur spítalans á næsta ári. Þá reiknaði ríkið vitlaust í samanburði sínum við hin Norðurlöndin.

Ekki missa af Víglínunni í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi kl 12:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×