Viðskipti innlent

Hannes Árdal hættur störfum hjá Fossum mörkuðum

Hörður Ægisson skrifar
Hannes Árdal á tæplega 4 prósenta hlut í A-bréfum Fossa markaða.
Hannes Árdal á tæplega 4 prósenta hlut í A-bréfum Fossa markaða.
Hannes Árdal, sem hefur starfað í teymi markaðsviðskipta hjá Fossum mörkuðum undanfarin tvö ár, er hættur hjá verðbréfafyrirtækinu. Lét hann af störfum síðastliðinn fimmtudag, samkvæmt upplýsingum Vísis.

Hannes á tæplega 4 prósenta hlut í Fossum en fyrirtækið var stofnað vorið 2015 af Sigurbirni Þorkelssyni, fjárfesti og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Lehman Brothers, og fyrrverandi starfsmönnum í markaðsviðskiptum Straums fjárfestingabanka sem höfðu skömmu áður allir sagt upp störfum hjá bankanum.

Sigurbjörn er stærsti hluthafi Fossa með 55 prósent af A-bréfum félagsins en Haraldur I. Þórðarson, sem er framkvæmdastjóri Fossa, á hins vegar um 20 prósenta hlut. Steingrímur Arnar Finnsson, forstöðumaður Markaða, á liðlega 11,6 prósenta hlut en aðrir starfsmenn Fossa eiga umtalsvert minni hlut í félaginu.

Hannes hefur verið helsti skuldabréfamiðlari Fossa en verðbréfafyrirtækið var leiðandi í tilkynntum viðskiptum í Kauphöllinni á fyrsta ársfjórðungi með 15,8 prósenta hlutdeild í skuldabréfum og 18,6 prósent í hlutabréfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×