Hvernig er gætt að sparifé landsmanna? Katrín Júlíusdóttir skrifar 11. apríl 2017 07:00 Í opinberri umræðu undanfarið hafa margir lýst áhyggjum af öryggi sparifjár okkar Íslendinga og hættu á því að bankar og sparisjóðir (innlánsstofnanir) taki of mikla áhættu. Séu jafnvel að „gambla“ með sparnað landsmanna. Sem betur fer er það ekki raunin enda taka fjármálafyrirtæki alvarlega það traust sem innistæðueigendur sýna þeim og búa einnig við regluverk sem tryggir innstæður. Umræðan um þetta er mikilvæg því ekkert okkar vill sjá fólk tapa fé vegna ógætilegra ákvarðana. Þannig eru það sameiginlegir hagsmunir fólks, fyrirtækja og innlánsstofnana að innlánin séu örugg í vörslu fjármálafyrirtækja.Ráðstöfun innlána Innlán í eigu innlendra aðila í bönkum og sparisjóðum hér á landi voru um síðustu áramót röskir 1.600 milljarðar króna. Aðrar innlendar skuldir námu um 470 milljörðum og erlendar skuldir um 500 milljörðum króna. Heildarskuldir banka á sama tíma voru 3.200 milljarðar króna en þar er meðtalið eigið fé banka og sparisjóða sem nam um 630 milljörðum króna í árslok 2016. Innlán og eigið fé eru þannig samtals um 2.200 milljarðar króna eða 70% af skuldum banka og sparisjóða. Hlutur heimila (einstaklinga) í innlánum var um 733 milljarðar króna, hlutur fyrirtækja 348 milljarðar króna, hlutur opinberra aðila 47 milljarðar króna og hlutur annarra fjármálafyrirtækja um 430 milljarðar. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu er fjármögnun íslenskra banka og sparisjóða að langstærstum hluta notuð til að fjármagna útlán til íslenskra heimila og fyrirtækja. Innlend útlán og eignarleigusamningar innlánsstofnana námu þannig í árslok 2016 um 2.263 milljörðum króna. Innlend hlutabréf í eigu innlánsstofnana námu um 61 milljarði. Á sama tíma námu erlendar eignir innlánsstofnana um 251 milljarði króna. Sú eign er að langstærstum hluta bundin í skráðum skuldabréfum og útlánum en eign bankanna í hlutabréfum nemur aðeins tveimur milljörðum. Áhættan í þessu eignasafni telst ekki mikil. Þannig er eign innlánsstofnana í innlendum og erlendum hlutabréfum og heildareign innlánsstofnana í hlutabréfum innan við 2% af heildareignum. Langstærstu hlutar eignasafnsins, eða um 70% eru í útlánum. Um 12% eru bundin í sjóðum og innstæðum í Seðlabankanum. Samtals er hlutfall þessara eigna um 82% af heildareignum. Íslensk ríkisskuldabréf og önnur skuldabréf eru 6% en sú eign er í raun hluti af lausafjárforða innlánsstofnana. Sá forði er um 18% sem verður að teljast afar traust. Hlutabréfaeign innlánsstofnana og erlendar eignir nema samtals um 10% efnahagsins en bókfært eigið fé nemur um 20% af efnahagnum. Hvort tveggja lausafjárstaða og hlutur bókfærðs eiginfjár hljóta að teljast vel viðunandi í ljósi samsetningar eigna og alþjóðlegs samanburðar.Barið í brestinaÍ kjölfar fjármálakreppunnar haustið 2008 var gripið til margvíslegra aðgerða til þess að tryggja að leikurinn endurtaki sig ekki og skattgreiðendur þurfi ekki bera kostnað af fjármálaáföllum. Margar af þessum breytingum hafa þegar tekið gildi hér á landi svo sem nýjar reglur um eigið fé fjármálafyrirtækja þar sem kröfur um eigið fé hafa verið hertar og auknar. Ný innstæðutryggingatilskipun ESB bíður innleiðingar hér á landi. Sömuleiðis ný tilskipun um skilameðferð fjármálafyrirtækja. Saman auka þessar tilskipanir vernd innstæðueigenda. Settar hafa verið reglur um lausafé lánastofnana og hámark á gírun þeirra og heimildir FME til þess að grípa inn í rekstur fjármálafyrirtækja hafa verið styrktar.Varúð og öflugt eftirlitEins og sjá má hér að framan eru innlán landsmanna vel varin í tryggum útlánum og fjárfestingum. Ekkert bendir til þess að innlánsstofnanir séu nú að stofna til rekstrar sem skapar sérstaka áhættu fyrir innstæðueigendur. Ef svo væri hefur Fjármálaeftirlitið öflug verkfæri til að grípa inn í enda hefur eftirlit á íslenskum fjármálamarkaði verið eflt verulega og mun eflast enn með nýju evrópsku regluverki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í opinberri umræðu undanfarið hafa margir lýst áhyggjum af öryggi sparifjár okkar Íslendinga og hættu á því að bankar og sparisjóðir (innlánsstofnanir) taki of mikla áhættu. Séu jafnvel að „gambla“ með sparnað landsmanna. Sem betur fer er það ekki raunin enda taka fjármálafyrirtæki alvarlega það traust sem innistæðueigendur sýna þeim og búa einnig við regluverk sem tryggir innstæður. Umræðan um þetta er mikilvæg því ekkert okkar vill sjá fólk tapa fé vegna ógætilegra ákvarðana. Þannig eru það sameiginlegir hagsmunir fólks, fyrirtækja og innlánsstofnana að innlánin séu örugg í vörslu fjármálafyrirtækja.Ráðstöfun innlána Innlán í eigu innlendra aðila í bönkum og sparisjóðum hér á landi voru um síðustu áramót röskir 1.600 milljarðar króna. Aðrar innlendar skuldir námu um 470 milljörðum og erlendar skuldir um 500 milljörðum króna. Heildarskuldir banka á sama tíma voru 3.200 milljarðar króna en þar er meðtalið eigið fé banka og sparisjóða sem nam um 630 milljörðum króna í árslok 2016. Innlán og eigið fé eru þannig samtals um 2.200 milljarðar króna eða 70% af skuldum banka og sparisjóða. Hlutur heimila (einstaklinga) í innlánum var um 733 milljarðar króna, hlutur fyrirtækja 348 milljarðar króna, hlutur opinberra aðila 47 milljarðar króna og hlutur annarra fjármálafyrirtækja um 430 milljarðar. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu er fjármögnun íslenskra banka og sparisjóða að langstærstum hluta notuð til að fjármagna útlán til íslenskra heimila og fyrirtækja. Innlend útlán og eignarleigusamningar innlánsstofnana námu þannig í árslok 2016 um 2.263 milljörðum króna. Innlend hlutabréf í eigu innlánsstofnana námu um 61 milljarði. Á sama tíma námu erlendar eignir innlánsstofnana um 251 milljarði króna. Sú eign er að langstærstum hluta bundin í skráðum skuldabréfum og útlánum en eign bankanna í hlutabréfum nemur aðeins tveimur milljörðum. Áhættan í þessu eignasafni telst ekki mikil. Þannig er eign innlánsstofnana í innlendum og erlendum hlutabréfum og heildareign innlánsstofnana í hlutabréfum innan við 2% af heildareignum. Langstærstu hlutar eignasafnsins, eða um 70% eru í útlánum. Um 12% eru bundin í sjóðum og innstæðum í Seðlabankanum. Samtals er hlutfall þessara eigna um 82% af heildareignum. Íslensk ríkisskuldabréf og önnur skuldabréf eru 6% en sú eign er í raun hluti af lausafjárforða innlánsstofnana. Sá forði er um 18% sem verður að teljast afar traust. Hlutabréfaeign innlánsstofnana og erlendar eignir nema samtals um 10% efnahagsins en bókfært eigið fé nemur um 20% af efnahagnum. Hvort tveggja lausafjárstaða og hlutur bókfærðs eiginfjár hljóta að teljast vel viðunandi í ljósi samsetningar eigna og alþjóðlegs samanburðar.Barið í brestinaÍ kjölfar fjármálakreppunnar haustið 2008 var gripið til margvíslegra aðgerða til þess að tryggja að leikurinn endurtaki sig ekki og skattgreiðendur þurfi ekki bera kostnað af fjármálaáföllum. Margar af þessum breytingum hafa þegar tekið gildi hér á landi svo sem nýjar reglur um eigið fé fjármálafyrirtækja þar sem kröfur um eigið fé hafa verið hertar og auknar. Ný innstæðutryggingatilskipun ESB bíður innleiðingar hér á landi. Sömuleiðis ný tilskipun um skilameðferð fjármálafyrirtækja. Saman auka þessar tilskipanir vernd innstæðueigenda. Settar hafa verið reglur um lausafé lánastofnana og hámark á gírun þeirra og heimildir FME til þess að grípa inn í rekstur fjármálafyrirtækja hafa verið styrktar.Varúð og öflugt eftirlitEins og sjá má hér að framan eru innlán landsmanna vel varin í tryggum útlánum og fjárfestingum. Ekkert bendir til þess að innlánsstofnanir séu nú að stofna til rekstrar sem skapar sérstaka áhættu fyrir innstæðueigendur. Ef svo væri hefur Fjármálaeftirlitið öflug verkfæri til að grípa inn í enda hefur eftirlit á íslenskum fjármálamarkaði verið eflt verulega og mun eflast enn með nýju evrópsku regluverki.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun