Múrinn hans Trump engin fyrirstaða | Bandaríkin, Mexíkó og Kanada vilja halda HM saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2017 07:30 Forsetar knattspyrnusambandanna þriggja með framboðsgögnin. Victor Montagliani frá Kanada, Sunil Gulati, fraá Bandaríkjunum og Decio de Maria frá Mexíkó. Vísir/AP Það var vitað að það væri umfangsmikið að halda HM í fótbolta árið 2026 enda á ferðinni fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þjóðum. Nú virðist það þurfa næstum því heila heimsálfu til að halda þessa fyrstu risa heimsmeistarakeppni sögunnar. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó tilkynntu í nótt að knattspyrnusambönd þjóðanna vilji halda heimsmeistarakeppnina eftir níu ár en það verður fyrsta HM eftir að fjölgað verður úr 32 liðum upp í 48. Það vekur athygli að múrinn hans Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hann hefur lofað að byggja á milli Bandaríkjanna og Mexíkó er ekki mikið að trufla menn í þessu sameiginlega framboði. Það eru níu ár í þessa keppni og múrinn ætti því að vera kominn upp fyrir þann tíma. Heimsmeistarakeppnin hefur aldrei áður farið fram í þremur löndum. Það verður ákveðið árið 2020 hvar keppnin muni fara fram en með þessu framboði verður að teljast afar líklegt á HM 2016 fari fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Evrópsk og asísk knattspyrnusambönd mega ekki halda keppnina 2026 þar sem þau halda keppnirnar á undan. Næsta heimsmeistarakeppnin fer fram í Rússlandi á næsta ári og HM 2022 verður síðan í Katar. Knattspyrnusambönd Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó eru þegar búin að skipta með sér leikjum. 60 leikir alls og allir leikir frá og með átta liða úrslitunum fara fram í Bandaríkjunum en tíu leikir verða spilaðir bæði í Kanada og Mexíkó. Bandaríkin hélt HM 1994 og HM kvenna 2015 fór fram í Kanada. Mexíkó á aftur möguleika á því að verða fyrsta þjóðin til að halda þrjár heimsmeistarakeppnir en áður hefur HM verið í Mexíkó 1970 og 1986. Heimsmeistaramótið 2026 mun byrja með sextán þriggja liða riðlum þar sem tvær efstu þjóðirnar komast í 32 liða úrslitin.It's official! USA, Canada and Mexico declare intention to submit unified bid to host 2026 FIFA World Cup.Details: https://t.co/Ua6lVOMXl6 pic.twitter.com/ye10ll5ypR— U.S. Soccer (@ussoccer) April 10, 2017 A unified bid to welcome the world to in 2026!More: https://t.co/Ua6lVOvlWw pic.twitter.com/wlrjksDroC— U.S. Soccer (@ussoccer) April 10, 2017 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Sjá meira
Það var vitað að það væri umfangsmikið að halda HM í fótbolta árið 2026 enda á ferðinni fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þjóðum. Nú virðist það þurfa næstum því heila heimsálfu til að halda þessa fyrstu risa heimsmeistarakeppni sögunnar. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó tilkynntu í nótt að knattspyrnusambönd þjóðanna vilji halda heimsmeistarakeppnina eftir níu ár en það verður fyrsta HM eftir að fjölgað verður úr 32 liðum upp í 48. Það vekur athygli að múrinn hans Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hann hefur lofað að byggja á milli Bandaríkjanna og Mexíkó er ekki mikið að trufla menn í þessu sameiginlega framboði. Það eru níu ár í þessa keppni og múrinn ætti því að vera kominn upp fyrir þann tíma. Heimsmeistarakeppnin hefur aldrei áður farið fram í þremur löndum. Það verður ákveðið árið 2020 hvar keppnin muni fara fram en með þessu framboði verður að teljast afar líklegt á HM 2016 fari fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Evrópsk og asísk knattspyrnusambönd mega ekki halda keppnina 2026 þar sem þau halda keppnirnar á undan. Næsta heimsmeistarakeppnin fer fram í Rússlandi á næsta ári og HM 2022 verður síðan í Katar. Knattspyrnusambönd Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó eru þegar búin að skipta með sér leikjum. 60 leikir alls og allir leikir frá og með átta liða úrslitunum fara fram í Bandaríkjunum en tíu leikir verða spilaðir bæði í Kanada og Mexíkó. Bandaríkin hélt HM 1994 og HM kvenna 2015 fór fram í Kanada. Mexíkó á aftur möguleika á því að verða fyrsta þjóðin til að halda þrjár heimsmeistarakeppnir en áður hefur HM verið í Mexíkó 1970 og 1986. Heimsmeistaramótið 2026 mun byrja með sextán þriggja liða riðlum þar sem tvær efstu þjóðirnar komast í 32 liða úrslitin.It's official! USA, Canada and Mexico declare intention to submit unified bid to host 2026 FIFA World Cup.Details: https://t.co/Ua6lVOMXl6 pic.twitter.com/ye10ll5ypR— U.S. Soccer (@ussoccer) April 10, 2017 A unified bid to welcome the world to in 2026!More: https://t.co/Ua6lVOvlWw pic.twitter.com/wlrjksDroC— U.S. Soccer (@ussoccer) April 10, 2017
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Sjá meira