Fjárfestum í framtíðinni Jón Atli Benediktsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Það er óumdeilt meðal framsýnna ríkja í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu að opinber fjárfesting í menntun, rannsóknum og nýsköpun hefur bein áhrif á framleiðni, hagvöxt og ný störf. Þannig er í nýrri skýrslu Evrópusambandsins[1] fullyrt að rekja megi 2/3 hagvaxtar í Evrópu á tímabilinu 1995-2003 til þekkingarsköpunar, en áhrifin voru mest í Bretlandi (50%) og Finnlandi (40%) og minnst (innan við 10%) í löndum á borð við Ungverjaland, Grikkland og Slóveníu. Tölurnar tala skýru máli: Opinber fjárfesting í menntun og rannsóknum er fjárfesting í samkeppnishæfni og farsæld til framtíðar. Fyrir liggur að háskólastigið á Íslandi hefur sætt verulegum niðurskurði opinberra framlaga í tæpan áratug. Er nú svo komið að Háskóli Íslands er alvarlega undirfjármagnaður og gæði skólastarfsins í raunverulegri hættu. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnar Íslands er í orði kveðnu gert ráð fyrir nokkurri hækkun framlaga til háskólastigsins á tímabilinu 2018-2022. Þessir fjármunir eru þó fjarri því allir til að mæta brýnum rekstrarvanda háskólanna því ráðgerð aukning fyrstu árin er að miklu leyti vegna byggingar Húss íslenskra fræða, auk framlags til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og uppbyggingar nýs fagháskólastigs. Háskólarnir þurfa því enn að bíða, nú til ársins 2019 eftir löngu tímabærri innspýtingu vegna kennslu og rannsókna sem þó er mjög hógvær eftir langvarandi niðurskurð. Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti einróma 6. apríl sl. ályktun þar sem lýst var miklum vonbrigðum með fjármálaáætlunina. Í hverju felast vonbrigðin og hverjar eru afleiðingar óbreyttrar fjármálaáætlunar? Stjórnvöld hafa ítrekað sett fram áform og gefið fyrirheit um að fjármögnun háskóla á Íslandi verði í takt við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Í aðdraganda alþingiskosninga sl. haust ríkti pólitísk samstaða meðal núverandi stjórnarflokka um að opinber framlög á hvern háskólanema skyldu ná meðaltali OECD-ríkjanna á kjörtímabilinu. Þá er í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá janúar sl. lögð rík áhersla á að treysta samkeppnishæfni Íslands og þróa hér þekkingarsamfélag með því að styðja háskólana í að halda uppi gæðum og standast alþjóðlega samkeppni, m.a. með endurskoðun á reiknilíkönum sem notuð eru til að meta fjárþörf menntakerfisins.Ekki að sjá að efna eigi fyrirheitin Í áætlun stjórnvalda er ekki að sjá að efna eigi þessi fyrirheit. Þvert á móti virðist lagt upp með að nálgast markmið um sambærilega fjármögnun og í nágrannalöndum okkar með því að fækka verulega háskólanemum á Íslandi. Samanburðurinn við fjármögnun háskóla í nágrannalöndum okkar er ekki stærðfræðiæfing. Hann er raunverulegur mælikvarði á getu háskólanna til að sinna mikilvægu hlutverki sínu. Fækkun háskólanema til að auka hlutfallslegt framlag á hvern þeirra hefði neikvæð áhrif á menntunarstig þjóðarinnar og myndi draga úr samkeppnishæfni hennar og getu til að tryggja komandi kynslóðum fjölbreytt atvinnulíf og blómlegt samfélag. Á sama tíma liggur fyrir að brýnt er að fjölga verulega háskólamenntuðu starfsfólki víða í atvinnulífinu, s.s. í heilbrigðisgreinum, menntakerfinu og í tæknigreinum. Verði ekki að gert blasir við alvarlegur skortur á sérhæfðu starfsfólki víða í þjóðfélaginu. Þá myndi áframhaldandi fjársvelti Háskóla Íslands og fækkun nemenda draga úr námsframboði og nauðsynlegri þróun kennsluhátta, auk þess sem ekki yrði unnt að ráðast í bráðnauðsynlega uppbyggingu innviða rannsókna og nýsköpunar sem létu verulega á sjá í hruninu. Nái fjármálaáætlunin óbreytt fram að ganga getur Háskóli Íslands og þar með íslenska þjóðin misst sterka alþjóðlega stöðu sína. Hér er ekki aðeins orðspor í húfi heldur möguleikar okkar til alþjóðlegs samstarfs og miðlunar nýjustu þekkingar á milli landa. Það þarf langan tíma, metnað og skýra sýn til að byggja upp sterkan rannsóknaháskóla sem þjónar öllu samfélaginu en það tekur aðeins skamman tíma að tefla því uppbyggingarstarfi í voða. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíðinni. Í áætlun stjórnvalda er lögð áhersla á aðhaldssemi og langtímahugsun og er það vel. Opinberum fjármunum í þágu samfélagsins og innviða þess til lengri tíma verður varla betur varið en með fjárfestingu í öflugum háskóla sem er samkeppnisfær á alþjóðlegum vettvangi. Hækkunin til háskólastigsins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er hins vegar of lítil og kemur of seint. Það þarf að spýta í strax. [1] https://ri-links2ua.eu/object/document/326 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Mest lesið Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Það er óumdeilt meðal framsýnna ríkja í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu að opinber fjárfesting í menntun, rannsóknum og nýsköpun hefur bein áhrif á framleiðni, hagvöxt og ný störf. Þannig er í nýrri skýrslu Evrópusambandsins[1] fullyrt að rekja megi 2/3 hagvaxtar í Evrópu á tímabilinu 1995-2003 til þekkingarsköpunar, en áhrifin voru mest í Bretlandi (50%) og Finnlandi (40%) og minnst (innan við 10%) í löndum á borð við Ungverjaland, Grikkland og Slóveníu. Tölurnar tala skýru máli: Opinber fjárfesting í menntun og rannsóknum er fjárfesting í samkeppnishæfni og farsæld til framtíðar. Fyrir liggur að háskólastigið á Íslandi hefur sætt verulegum niðurskurði opinberra framlaga í tæpan áratug. Er nú svo komið að Háskóli Íslands er alvarlega undirfjármagnaður og gæði skólastarfsins í raunverulegri hættu. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnar Íslands er í orði kveðnu gert ráð fyrir nokkurri hækkun framlaga til háskólastigsins á tímabilinu 2018-2022. Þessir fjármunir eru þó fjarri því allir til að mæta brýnum rekstrarvanda háskólanna því ráðgerð aukning fyrstu árin er að miklu leyti vegna byggingar Húss íslenskra fræða, auk framlags til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og uppbyggingar nýs fagháskólastigs. Háskólarnir þurfa því enn að bíða, nú til ársins 2019 eftir löngu tímabærri innspýtingu vegna kennslu og rannsókna sem þó er mjög hógvær eftir langvarandi niðurskurð. Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti einróma 6. apríl sl. ályktun þar sem lýst var miklum vonbrigðum með fjármálaáætlunina. Í hverju felast vonbrigðin og hverjar eru afleiðingar óbreyttrar fjármálaáætlunar? Stjórnvöld hafa ítrekað sett fram áform og gefið fyrirheit um að fjármögnun háskóla á Íslandi verði í takt við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Í aðdraganda alþingiskosninga sl. haust ríkti pólitísk samstaða meðal núverandi stjórnarflokka um að opinber framlög á hvern háskólanema skyldu ná meðaltali OECD-ríkjanna á kjörtímabilinu. Þá er í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá janúar sl. lögð rík áhersla á að treysta samkeppnishæfni Íslands og þróa hér þekkingarsamfélag með því að styðja háskólana í að halda uppi gæðum og standast alþjóðlega samkeppni, m.a. með endurskoðun á reiknilíkönum sem notuð eru til að meta fjárþörf menntakerfisins.Ekki að sjá að efna eigi fyrirheitin Í áætlun stjórnvalda er ekki að sjá að efna eigi þessi fyrirheit. Þvert á móti virðist lagt upp með að nálgast markmið um sambærilega fjármögnun og í nágrannalöndum okkar með því að fækka verulega háskólanemum á Íslandi. Samanburðurinn við fjármögnun háskóla í nágrannalöndum okkar er ekki stærðfræðiæfing. Hann er raunverulegur mælikvarði á getu háskólanna til að sinna mikilvægu hlutverki sínu. Fækkun háskólanema til að auka hlutfallslegt framlag á hvern þeirra hefði neikvæð áhrif á menntunarstig þjóðarinnar og myndi draga úr samkeppnishæfni hennar og getu til að tryggja komandi kynslóðum fjölbreytt atvinnulíf og blómlegt samfélag. Á sama tíma liggur fyrir að brýnt er að fjölga verulega háskólamenntuðu starfsfólki víða í atvinnulífinu, s.s. í heilbrigðisgreinum, menntakerfinu og í tæknigreinum. Verði ekki að gert blasir við alvarlegur skortur á sérhæfðu starfsfólki víða í þjóðfélaginu. Þá myndi áframhaldandi fjársvelti Háskóla Íslands og fækkun nemenda draga úr námsframboði og nauðsynlegri þróun kennsluhátta, auk þess sem ekki yrði unnt að ráðast í bráðnauðsynlega uppbyggingu innviða rannsókna og nýsköpunar sem létu verulega á sjá í hruninu. Nái fjármálaáætlunin óbreytt fram að ganga getur Háskóli Íslands og þar með íslenska þjóðin misst sterka alþjóðlega stöðu sína. Hér er ekki aðeins orðspor í húfi heldur möguleikar okkar til alþjóðlegs samstarfs og miðlunar nýjustu þekkingar á milli landa. Það þarf langan tíma, metnað og skýra sýn til að byggja upp sterkan rannsóknaháskóla sem þjónar öllu samfélaginu en það tekur aðeins skamman tíma að tefla því uppbyggingarstarfi í voða. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíðinni. Í áætlun stjórnvalda er lögð áhersla á aðhaldssemi og langtímahugsun og er það vel. Opinberum fjármunum í þágu samfélagsins og innviða þess til lengri tíma verður varla betur varið en með fjárfestingu í öflugum háskóla sem er samkeppnisfær á alþjóðlegum vettvangi. Hækkunin til háskólastigsins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er hins vegar of lítil og kemur of seint. Það þarf að spýta í strax. [1] https://ri-links2ua.eu/object/document/326
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun