Framburður fjársvikaranna ótrúverðugur: Átta milljónir telst há þóknun fyrir úttekt á löglega fengnu fé Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. apríl 2017 06:00 Steingrímur Þór Ólafsson var handtekinn í Venesúela árið 2010 og framseldur til Íslands vegna málsins. Hann skipulagði úttektir á fénu og kom, að eigin sögn, hinum ólögmæta ávinningi til ónefnd manns. Ekkert er vitað um hvað varð um 240 milljónir króna sem sviknar voru út úr endurgreiðslukerfi skattsins á tímabilinu september 2009 til júní 2010. Átta manns voru sakfelld í Héraðsdómi Reykjaness vegna málsins í gær en sannað þótti að þau hefðu notið allt að 38 milljóna króna ávinnings af brotinu. Þyngstan dóm hlaut Halldór Jörgen Gunnarsson, fjögurra ára fangelsi, fyrir brot í opinberu starfi og peningaþvætti. Halldór nýtti aðstöðu sína í starfi hjá Ríkisskattstjóra til að taka á móti tilhæfulausum skráningum tveggja félaga á virðisaukaskattskrá. Félögin fengu síðan endurgreiddan virðisaukaskatt, alls tæpar 278 milljónir króna, vegna byggingaframkvæmda. Eignirnar sem um ræðir voru ekki í eigu félaganna og framkvæmdirnar uppspuni frá rótum. Þá var hann sakfelldur fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við reiðufé, um 9 milljónum króna, sem var hluti af hinu illa fengna fé. Fyrir dómi sagði Halldór að hann hefði fundið peningana í grænum plastpoka við framdekk bíls síns eftir vinnu. Það hefði verið „slæm ákvörðun“ að hirða féð en hann nýtti það til að kaupa gjaldeyri. Það var síðan lagt inn á reikning á Spáni. Dómurinn taldi að skýringar hans á skráningu félaganna tveggja og uppruna reiðufjárins „væru ótrúverðugar og að engu hafandi“. Síðar í dómnum var orðið „fjarstæðukennt“ notað um plastpokann við bílinn. Þetta var ekki eini vitnisburður Halldórs sem metinn var ótrúverðugur af dómnum. Sérstakri skráningu á virðisaukaskattskrá skulu fylgja ýmis skjöl. Þegar lögregla leitaði að gögnunum á starfstöð Halldórs var gögnin hvergi að finna. Fyrir dómi bar hann svo að gögnin hefðu horfið úr vörslu skrifstofunnar „án þess að gefa trúverðugar skýringar á ástæðu þess að mati dómsins og verður ekki hjá því komist að álykta á þann veg að gögn þessi hafi aldrei verið til.“ Steingrímur Þór Ólafsson hlaut næstþyngstan dóm, 30 mánaða fangelsi, fyrir peningaþvætti. Steingrímur skipulagði hvernig staðið skyldi að úttekt peninganna af reikningum félaganna tveggja. Fékk hann fólk til verksins sem síðan afhenti honum reiðuféð. Steingrímur lýsti yfir sakleysi sínu. Hann hefði verið fenginn til þess, af ónafngreindum aðila, að ná peningum föstum erlendis úr kerfinu. Hann hefði ekki haft neinn grun um að féð hefði verið tilkomið vegna brotastarfsemi. Um þetta sagði í niðurstöðu fjölskipaðs dómsins að fyrir þá þjónustu hefði hann fengið átta milljónir króna í þóknun „sem telst há þóknun fyrir úttekt á löglega fengnu fé“. Þá voru bæði hann og Halldór tvísaga um ýmsa atburði málsins. Aðrir hinna sakfelldu hlutu styttri dóma fyrir peningaþvætti. Höfðu þau ýmist tekið við ólögmætum ávinningi brotsins eða tekið féð út af reikningum félaganna tveggja. Í framburði allra fyrir dómi kom fram að Steingrímur hefði fengið þau til verksins. Sumum útvegaði hann farsíma til að nota í tengslum við málið og mæltist til þess að fólkið stillti úttektum í hóf hverju sinni, það er að úttektir færu ekki yfir tvær milljónir. Dómarnir hinna voru frá þriggja mánaða fangelsi upp í átján mánaða fangelsi. Vissu ekki að féð var illa fengið Flest báru þau við að þau hefðu ekki haft hugmynd um að féð væri illa fengið. Í sumum tilfellum þótti dómnum það ósannað en sakfelldi fyrir gáleysisbrot þar sem þau hefðu nú getað gert sér það í hugarlund að peningarnir hefðu ekki orðið til með lögmætum hætti. Í framburði Guðrúnar Höllu Sigurðardóttur, en hún hlaut átján mánaða fangelsisdóm fyrir peningaþvætti, kom meðal annars fram að Steingrímur hefði bent henni á að taka féð út í mismunandi bankaútibúum. Alls tók hún út 133 milljónir króna, í 83 úttektum í mismunandi bankaútibúum, fyrir Steingrím á tímabilinu. „Að mati dómsins sýna þessi ráð að fyrir ákærðu vakti að vekja ekki of mikla athygli þegar hún var að taka út peninga í bankaútibúum.“ Var það mat dómaranna þriggja að það væri í meira lagi ótrúverðugt að hún hefði ekki vitað um vafasaman uppruna peninganna. Sannað þótti að ákærðu hefðu notið allt að 38 milljóna króna ávinnings vegna brotanna. Hins vegar er óljóst hvað varð um hinar 240 milljónirnar. Steingrímur kveðst hafa afhent þær ónafngreindum aðila en vildi ekki gefa upp hver það var. Hin sakfelldu voru ekki dæmd til endurgreiðslu hins ólögmæta ávinnings. Þau þurfa hins vegar að greiða allan sakarkostnað og laun verjenda sinna, alls 32,5 milljónir króna.Sérstakur stal starfsmönnum Allar refsingarnar eru bundnar skilorði til þriggja ára. Það þýðir að fólkið mun ekki þurfa að sitja dómana af sér haldi það sig réttum megin við lögin næstu þrjú ár. Ástæða þess er stórfelldur dráttur á rekstri málsins. Málið er umfangsmesta fjársvikamál sem borist hefur á borð lögreglu. Í vitnisburði lögreglumanns, sem kom að rannsókninni, fyrir dómi kom fram að þessa töf megi meðal annars rekja til manneklu fjársvikadeildar lögreglunnar og ýmissa utanaðkomandi aðstæðna. Meðal annars var réttarbeiðni send til Spánar sem tók eitt ár að afgreiða. Þá hefði fjársvikadeild tapað mannafla þegar embætti Sérstaks saksóknara var komið á fót. Önnur verkefni töfðu málið einnig. Brotin áttu sér stað á árunum 2009 og 2010. Rannsókn lauk 2014 en ákæra var ekki gefin út fyrr en 2016. Í dómsorði kemur fram að ákærðu verði ekki á nokkurn hátt kennt um þennan drátt á málinu. Birtist í Fréttablaðinu VSK-málið Tengdar fréttir Þungir fangelsisdómar fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli hérlendis Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra, hlaut fjögurra ára dóm og Steingrímur Þór Ólafsson tvö og hálft ár. Fjársvikin numu um 300 milljónum króna. 11. apríl 2017 14:12 Fjársvikamálið: Dómarnir skilorðsbundnir vegna „stórfellds og ámælisverðs dráttar“ við meðferð málsins Dómar yfir átta einstaklingum sem ákærðir voru fyrir aðild að einu umfangsmesta fársvikamáli sem komið hefur upp hér á landi voru allir skilorðsbundnir vegna "stórfellds og ámælisverðs dráttar“ við meðferð málsins, eins og það er orðað í dómi Héraðsdóms Reykjaness. 11. apríl 2017 20:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Ekkert er vitað um hvað varð um 240 milljónir króna sem sviknar voru út úr endurgreiðslukerfi skattsins á tímabilinu september 2009 til júní 2010. Átta manns voru sakfelld í Héraðsdómi Reykjaness vegna málsins í gær en sannað þótti að þau hefðu notið allt að 38 milljóna króna ávinnings af brotinu. Þyngstan dóm hlaut Halldór Jörgen Gunnarsson, fjögurra ára fangelsi, fyrir brot í opinberu starfi og peningaþvætti. Halldór nýtti aðstöðu sína í starfi hjá Ríkisskattstjóra til að taka á móti tilhæfulausum skráningum tveggja félaga á virðisaukaskattskrá. Félögin fengu síðan endurgreiddan virðisaukaskatt, alls tæpar 278 milljónir króna, vegna byggingaframkvæmda. Eignirnar sem um ræðir voru ekki í eigu félaganna og framkvæmdirnar uppspuni frá rótum. Þá var hann sakfelldur fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við reiðufé, um 9 milljónum króna, sem var hluti af hinu illa fengna fé. Fyrir dómi sagði Halldór að hann hefði fundið peningana í grænum plastpoka við framdekk bíls síns eftir vinnu. Það hefði verið „slæm ákvörðun“ að hirða féð en hann nýtti það til að kaupa gjaldeyri. Það var síðan lagt inn á reikning á Spáni. Dómurinn taldi að skýringar hans á skráningu félaganna tveggja og uppruna reiðufjárins „væru ótrúverðugar og að engu hafandi“. Síðar í dómnum var orðið „fjarstæðukennt“ notað um plastpokann við bílinn. Þetta var ekki eini vitnisburður Halldórs sem metinn var ótrúverðugur af dómnum. Sérstakri skráningu á virðisaukaskattskrá skulu fylgja ýmis skjöl. Þegar lögregla leitaði að gögnunum á starfstöð Halldórs var gögnin hvergi að finna. Fyrir dómi bar hann svo að gögnin hefðu horfið úr vörslu skrifstofunnar „án þess að gefa trúverðugar skýringar á ástæðu þess að mati dómsins og verður ekki hjá því komist að álykta á þann veg að gögn þessi hafi aldrei verið til.“ Steingrímur Þór Ólafsson hlaut næstþyngstan dóm, 30 mánaða fangelsi, fyrir peningaþvætti. Steingrímur skipulagði hvernig staðið skyldi að úttekt peninganna af reikningum félaganna tveggja. Fékk hann fólk til verksins sem síðan afhenti honum reiðuféð. Steingrímur lýsti yfir sakleysi sínu. Hann hefði verið fenginn til þess, af ónafngreindum aðila, að ná peningum föstum erlendis úr kerfinu. Hann hefði ekki haft neinn grun um að féð hefði verið tilkomið vegna brotastarfsemi. Um þetta sagði í niðurstöðu fjölskipaðs dómsins að fyrir þá þjónustu hefði hann fengið átta milljónir króna í þóknun „sem telst há þóknun fyrir úttekt á löglega fengnu fé“. Þá voru bæði hann og Halldór tvísaga um ýmsa atburði málsins. Aðrir hinna sakfelldu hlutu styttri dóma fyrir peningaþvætti. Höfðu þau ýmist tekið við ólögmætum ávinningi brotsins eða tekið féð út af reikningum félaganna tveggja. Í framburði allra fyrir dómi kom fram að Steingrímur hefði fengið þau til verksins. Sumum útvegaði hann farsíma til að nota í tengslum við málið og mæltist til þess að fólkið stillti úttektum í hóf hverju sinni, það er að úttektir færu ekki yfir tvær milljónir. Dómarnir hinna voru frá þriggja mánaða fangelsi upp í átján mánaða fangelsi. Vissu ekki að féð var illa fengið Flest báru þau við að þau hefðu ekki haft hugmynd um að féð væri illa fengið. Í sumum tilfellum þótti dómnum það ósannað en sakfelldi fyrir gáleysisbrot þar sem þau hefðu nú getað gert sér það í hugarlund að peningarnir hefðu ekki orðið til með lögmætum hætti. Í framburði Guðrúnar Höllu Sigurðardóttur, en hún hlaut átján mánaða fangelsisdóm fyrir peningaþvætti, kom meðal annars fram að Steingrímur hefði bent henni á að taka féð út í mismunandi bankaútibúum. Alls tók hún út 133 milljónir króna, í 83 úttektum í mismunandi bankaútibúum, fyrir Steingrím á tímabilinu. „Að mati dómsins sýna þessi ráð að fyrir ákærðu vakti að vekja ekki of mikla athygli þegar hún var að taka út peninga í bankaútibúum.“ Var það mat dómaranna þriggja að það væri í meira lagi ótrúverðugt að hún hefði ekki vitað um vafasaman uppruna peninganna. Sannað þótti að ákærðu hefðu notið allt að 38 milljóna króna ávinnings vegna brotanna. Hins vegar er óljóst hvað varð um hinar 240 milljónirnar. Steingrímur kveðst hafa afhent þær ónafngreindum aðila en vildi ekki gefa upp hver það var. Hin sakfelldu voru ekki dæmd til endurgreiðslu hins ólögmæta ávinnings. Þau þurfa hins vegar að greiða allan sakarkostnað og laun verjenda sinna, alls 32,5 milljónir króna.Sérstakur stal starfsmönnum Allar refsingarnar eru bundnar skilorði til þriggja ára. Það þýðir að fólkið mun ekki þurfa að sitja dómana af sér haldi það sig réttum megin við lögin næstu þrjú ár. Ástæða þess er stórfelldur dráttur á rekstri málsins. Málið er umfangsmesta fjársvikamál sem borist hefur á borð lögreglu. Í vitnisburði lögreglumanns, sem kom að rannsókninni, fyrir dómi kom fram að þessa töf megi meðal annars rekja til manneklu fjársvikadeildar lögreglunnar og ýmissa utanaðkomandi aðstæðna. Meðal annars var réttarbeiðni send til Spánar sem tók eitt ár að afgreiða. Þá hefði fjársvikadeild tapað mannafla þegar embætti Sérstaks saksóknara var komið á fót. Önnur verkefni töfðu málið einnig. Brotin áttu sér stað á árunum 2009 og 2010. Rannsókn lauk 2014 en ákæra var ekki gefin út fyrr en 2016. Í dómsorði kemur fram að ákærðu verði ekki á nokkurn hátt kennt um þennan drátt á málinu.
Birtist í Fréttablaðinu VSK-málið Tengdar fréttir Þungir fangelsisdómar fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli hérlendis Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra, hlaut fjögurra ára dóm og Steingrímur Þór Ólafsson tvö og hálft ár. Fjársvikin numu um 300 milljónum króna. 11. apríl 2017 14:12 Fjársvikamálið: Dómarnir skilorðsbundnir vegna „stórfellds og ámælisverðs dráttar“ við meðferð málsins Dómar yfir átta einstaklingum sem ákærðir voru fyrir aðild að einu umfangsmesta fársvikamáli sem komið hefur upp hér á landi voru allir skilorðsbundnir vegna "stórfellds og ámælisverðs dráttar“ við meðferð málsins, eins og það er orðað í dómi Héraðsdóms Reykjaness. 11. apríl 2017 20:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þungir fangelsisdómar fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli hérlendis Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra, hlaut fjögurra ára dóm og Steingrímur Þór Ólafsson tvö og hálft ár. Fjársvikin numu um 300 milljónum króna. 11. apríl 2017 14:12
Fjársvikamálið: Dómarnir skilorðsbundnir vegna „stórfellds og ámælisverðs dráttar“ við meðferð málsins Dómar yfir átta einstaklingum sem ákærðir voru fyrir aðild að einu umfangsmesta fársvikamáli sem komið hefur upp hér á landi voru allir skilorðsbundnir vegna "stórfellds og ámælisverðs dráttar“ við meðferð málsins, eins og það er orðað í dómi Héraðsdóms Reykjaness. 11. apríl 2017 20:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent