Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 31-27 | Valsmenn náðu í oddaleik Stefán Árni Pálsson skrifar 12. apríl 2017 22:45 Úr leiknum í kvöld. vísir/anton brink Valur náði að knýja fram oddaleik eftir sigur á ÍBV, 31-27, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla en liðin mættust í Valsheimilinu í kvöld. Vignir Stefánsson var frábær í liði Vals og gerði átta mörk og mörg hver mjög svo mikilvæg. Sigurbergur Sveinsson gerði einnig átta mörk fyrir ÍBV. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en staðan eftir 30 mínútur var 15-13 fyrir Valsmenn og Eyjamenn heldur betur inn í leiknum. Umdeilt atvik átti sér stað í byrjun leiksins þegar staðan var 5-2 fyrir Val og það var þegar Alexander Örn Júlíusson fékk beint rautt spjald fyrir brot á Agnari Smára Jónssyni og allt varð vitlaust í höllinni. Eyjamenn byrjuðu seinni hálfleikinn strax á því að jafna leikinn í 15-15 og þá héldu margir að þeir væru að fara taka yfir. Svo var ekki og Komst Valur fljótlega í 21-16 og með fín tök á leiknum þegar korter var eftir. Eyjamenn náðu að jafna metin í 25-25 þegar fimm mínútur voru eftir en Valsmenn voru ótrúlega serkir á lokakaflanum og unnu að lokum frábæran karaktersigur 31-27. Það verður því oddaleikur út í Vestmannaeyjum um laust sæti í undanúrslitunum. Sá leikur fer fram á laugardaginn klukkan 16:00. Guðlaugur: Ýmir hljóp ítrekað af velli til að æla„Þetta var frábær sigur hjá okkur og það skein í gegn allan tímann að liðið er með rosalega mikinn karakter,“ segir Guðlaugur Arnarson, annar þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Það sem vantaði upp á í leiknum út í Eyjum á sunnudaginn kom fram í dag.“ Anton Rúnarsson gat ekki leikið með liðinu í kvöld vegna veikinda. Sveinn Aron Sveinsson kom ekkert við sögu í kvöld og sat allan tímann á bekknum en hann var að glíma við pest og það sama má segja um Ýmir Örn Gíslason sem var reyndar frábær í vörninni hjá Val. „Það stakk sér niður pest hjá liðinu og það voru nokkrir leikmenn ælandi í gær. Ýmir hljóp til að mynda reglulega af bekknum í kvöld til að æla og spilaði engu að síður vörnina mjög vel. Anton var bara rúmliggjandi og gat með engu móti spilað í kvöld. Þessi karakter í strákurinn vinnur leiki.“ Guðlaugur segir að hann verði nauðsynlega að fá alla leikmenn inn í liðið fyrir laugardaginn. „Við erum bara á leiðinni í stríð á erfiðasta útvöll landsins.“ Róbert Aron: Þurfum að laga allt fyrir næsta leik„Við vorum bara virkilega lélegir í kvöld og skelfilegir varnalega,“ segir Róbert Aron Hostert, leikmaður ÍBV, eftir tapið í kvöld. „Við vorum líka að láta henda okkur mikið útaf og það kostaði sitt. Mér fannst við ekkert vera vanmeta þá þrátt fyrir einhvern veikindi en kannski var það alltaf í hausnum á okkur að staðan væri 1-0 fyrir okkur. Róbert segir að liðið hafi einfaldlega spilað illa í kvöld og ekki haldið sig við planið. „Fyrir næsta leik þurfum við bara að bæta allt, bæði sóknarleik og varnarleik,“ segir Róbert. ÍBV jafnaði metin í 25-25 en síðan skoraði liðið bara tvö mörk. „Við vorum ekkert bensínlausir og við eigum að klára svona leiki. Ég vil bara sjá fullan kofa á laugardaginn og við förum alltaf áfram.“ Bein textalýsing frá leiknum í kvöldLeik lokið 31-27: Það verður oddaleikur á laugardaginn. 29-25 (59.mín): Vignir Stefánsson setur boltann í netið eftir hraðaupphlaup. Þessi leikur er búinn. Það er oddaleikur. 27-25 (58.mín): Theodór setur boltann framhjá úr víti. Þetta sést ekki oft á ári. Á rosalegum tímapunkti. Orri Freyr var að fá sína þriðju brottvísun hjá Val og því rautt. 27-25 (57.mín): Gric skorar í autt markið yfir allan völlinn. 26-25 (56.min): Atli Karl með sitt þriðja mark í leiknum.25-25 (55.mín): Róbert Aron Hostert skorar og það annað mark Eyjamanna í röð. Þær jafna metin. 25-23 (54.mín): Ólafur Ægir fer bara einn í gegnum vörn ÍBV og skorar. 24-23 (53. mín): Theodór Sigurbjörnsson skorar úr víti sem Róbert Aron fiskar. 24-21 (51.mín): Gric með alveg svakalega mikilvægt mark fyrir Valsmenn. Þetta varð að koma fyrir þá. 23-21 (50.mín): Stephen Nielsen með tvær stórkostlegar vörslur og Eyjamenn fara í sókn og skora. Þar var að verki Sigurbergur Sveinsson.23-20 (49.mín): Nú munar aðeins þremur mörkum á liðunum og Valsmenn með boltann. Eyjamenn verða setja í fimmta gír núna. 23-19 (48.mín): Ólafur Ægir Ólafsson með flott mark fyrir Val og heldur betur mikilvægt. 22-18 (48.mín): Róbert Aron Hostert fær svo mikið dauðafæri að það verður ekkert betra. Alveg einn á línunni en Hlynur Morthens ver þetta stórkostlega. 22-18 (47): Vignir Stefánsson skorar úr víti. 21-17 (43.mín): Magnús Stefánsson, leikmaður ÍBV, liggur sárþjáður inni á vellinum. Hann hefur meiðst mjög illa á kálfa og það kæmi manni mjög á óvart ef hann kemur aftur inn á völlinn.21-16 (42.mín): Atli Karl skorar annað markið í röð og kemur Val fimm mörkum yfir.20-16 (40.mín): Atli Karl Bachmann að fara inn úr horninu og skora fyrir Val. ÍBV tveimur mönnum færri.19-16 (37.mín): Heimamenn virtust ætla hleypa Eyjamönnum inn í þennan leik en svo virðist ekki vera. Bubbi kominn í markið og farinn að verja. 16-15 (35.mín): Valsmenn halda forystu sinni. 15-14 (32.mín): Eyjamenn með fyrsta markið í síðari hálfleik og er það enginn annar en Magnús Stefánsson frá Fagraskógi.Hálfleikur 15-13: Valsmenn tveimur mörkum yfir í hálfleik. Þetta verður spennandi til loka. 13-11 (29.mín): Enginn í markinu hjá Vals og Teddi setur boltann í autt netið. 13-9 (27.mín): Orri Freyr Gíslason skorar inni á línunni eftir frábæra sendingu frá Ólafi Ægi. 12-9 (26.mín): Róbert Aron Hostert fer upp allan völlinn, stekkur upp fyrir framan vörn Vals og skorar frábært mark. Munar núna bara þremur mörkum.12-7 (25.mín): Sigurður Ingiberg Ólafsson er að verja mjög vel hjá Val.12-7 (23.mín): Vignir Stefánsson með þriðja mark sitt í leiknum. Hann nýtir færin rosalega vel. 11-6 (20.mín): Atli Már Báruson með flott mark eftir virkilega gott samspil. 10-5 (19.mín): Eyjamenn er bara alls ekki að spila vel í kvöld. 9-5 (18. mín): Lítið að ganga hjá liðinum núna en Vignir Stefánsson með frábært mark úr þröngu færi. 8-5 (15.mín): Valsmenn hirða hér boltann af Eyjamönnum og bruna og skora. 5-4 (13.mín): Sigurbergur Sveinsson með fínt mark fyrir ÍBV. Valsmenn virðast frekar slegnir eftir þetta atvik. Rautt eftir 10 mínútna leik. 5-2 (11.mín): Alexander Örn Júlíusson fær rautt spjald!! Fer í andlitið á Agnari Smár en þetta var mjög harður dómur, það verður að segjast. 5-2 (10.mín): Róbert Aron er kominn úr skónum og verið er að teipa hann. Valsmenn byrja hrikalega vel.4-2 (8.mín): Laglegt spil og Orri Freyr með fínt mark af línunni.3-2 (6.mín): Gric með annað frábært mark. Róbert Aron Hostert lendir eitthvað illa og er að drepast í ökklanum. Hann þarf að fara af velli. Vonandi ekki alvarlegt. 2-2 (4.mín): Josip Gric með fínt mark fyrir Valsmenn. Fín byrjun á þessum leik. 1-1 (2.mín): Róbert Aron Hostert jafnar metin fyrir ÍBV og bæði lið skora í sinni fyrstu sókn.0-0 (1.mín): Þá er leikurinn hafinn.Fyrir leik: Stuðningsmenn Eyjamanna kalla Óskar Bjarna, þjálfara Vals, til sín og biðja hann afsökunar að hafa sagt "fokkaðu þér Óskar" í síðasta leik. Óskar fær blómvönd og páskaegg og þeir syngja síðan "fyrirgefðu Óskar". Snillingar. Fyrir leik: Anton Rúnarsson, leikmaður Vals, er veikur heima með streptó og er ekki með Val í kvöld. Einn besti leikmaður liðsins og þetta er skelfilegar fréttir fyrir heimamenn. Fyrir leik: Eyjamenn mæta mjög snemma og eru fleiri í húsinu núna. Fyrir leik: Þessi lið mættust hér í Valsheimilinu fyrir nokkrum dögum og þá í lokaumferðinni í Olís-deildinni. Þá vann ÍBV eins marks sigur og allt fór í háa loft. Menn létu orð eins og "fokkaðu þér" falla og mikið fjör. Þetta verður án efa svakalegur leikur í kvöld. Fyrir leik: Leikmenn komnir út á gólf og farnir að hita upp. Það verða fjölmargir í stúkunni í kvöld. Áhorfendur eru farnir að láta sjá sig hálftíma leik. Fyrir leik: Heilir og sælir áhorfendur góðir og verið velkomnir til leiks með Boltavakt Vísis í Valsheimilið. Framundan er leikur Vals og ÍBV í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. ÍBV leiðir einvígið 1-0 og fer áfram með sigri hér í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Sjá meira
Valur náði að knýja fram oddaleik eftir sigur á ÍBV, 31-27, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla en liðin mættust í Valsheimilinu í kvöld. Vignir Stefánsson var frábær í liði Vals og gerði átta mörk og mörg hver mjög svo mikilvæg. Sigurbergur Sveinsson gerði einnig átta mörk fyrir ÍBV. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en staðan eftir 30 mínútur var 15-13 fyrir Valsmenn og Eyjamenn heldur betur inn í leiknum. Umdeilt atvik átti sér stað í byrjun leiksins þegar staðan var 5-2 fyrir Val og það var þegar Alexander Örn Júlíusson fékk beint rautt spjald fyrir brot á Agnari Smára Jónssyni og allt varð vitlaust í höllinni. Eyjamenn byrjuðu seinni hálfleikinn strax á því að jafna leikinn í 15-15 og þá héldu margir að þeir væru að fara taka yfir. Svo var ekki og Komst Valur fljótlega í 21-16 og með fín tök á leiknum þegar korter var eftir. Eyjamenn náðu að jafna metin í 25-25 þegar fimm mínútur voru eftir en Valsmenn voru ótrúlega serkir á lokakaflanum og unnu að lokum frábæran karaktersigur 31-27. Það verður því oddaleikur út í Vestmannaeyjum um laust sæti í undanúrslitunum. Sá leikur fer fram á laugardaginn klukkan 16:00. Guðlaugur: Ýmir hljóp ítrekað af velli til að æla„Þetta var frábær sigur hjá okkur og það skein í gegn allan tímann að liðið er með rosalega mikinn karakter,“ segir Guðlaugur Arnarson, annar þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Það sem vantaði upp á í leiknum út í Eyjum á sunnudaginn kom fram í dag.“ Anton Rúnarsson gat ekki leikið með liðinu í kvöld vegna veikinda. Sveinn Aron Sveinsson kom ekkert við sögu í kvöld og sat allan tímann á bekknum en hann var að glíma við pest og það sama má segja um Ýmir Örn Gíslason sem var reyndar frábær í vörninni hjá Val. „Það stakk sér niður pest hjá liðinu og það voru nokkrir leikmenn ælandi í gær. Ýmir hljóp til að mynda reglulega af bekknum í kvöld til að æla og spilaði engu að síður vörnina mjög vel. Anton var bara rúmliggjandi og gat með engu móti spilað í kvöld. Þessi karakter í strákurinn vinnur leiki.“ Guðlaugur segir að hann verði nauðsynlega að fá alla leikmenn inn í liðið fyrir laugardaginn. „Við erum bara á leiðinni í stríð á erfiðasta útvöll landsins.“ Róbert Aron: Þurfum að laga allt fyrir næsta leik„Við vorum bara virkilega lélegir í kvöld og skelfilegir varnalega,“ segir Róbert Aron Hostert, leikmaður ÍBV, eftir tapið í kvöld. „Við vorum líka að láta henda okkur mikið útaf og það kostaði sitt. Mér fannst við ekkert vera vanmeta þá þrátt fyrir einhvern veikindi en kannski var það alltaf í hausnum á okkur að staðan væri 1-0 fyrir okkur. Róbert segir að liðið hafi einfaldlega spilað illa í kvöld og ekki haldið sig við planið. „Fyrir næsta leik þurfum við bara að bæta allt, bæði sóknarleik og varnarleik,“ segir Róbert. ÍBV jafnaði metin í 25-25 en síðan skoraði liðið bara tvö mörk. „Við vorum ekkert bensínlausir og við eigum að klára svona leiki. Ég vil bara sjá fullan kofa á laugardaginn og við förum alltaf áfram.“ Bein textalýsing frá leiknum í kvöldLeik lokið 31-27: Það verður oddaleikur á laugardaginn. 29-25 (59.mín): Vignir Stefánsson setur boltann í netið eftir hraðaupphlaup. Þessi leikur er búinn. Það er oddaleikur. 27-25 (58.mín): Theodór setur boltann framhjá úr víti. Þetta sést ekki oft á ári. Á rosalegum tímapunkti. Orri Freyr var að fá sína þriðju brottvísun hjá Val og því rautt. 27-25 (57.mín): Gric skorar í autt markið yfir allan völlinn. 26-25 (56.min): Atli Karl með sitt þriðja mark í leiknum.25-25 (55.mín): Róbert Aron Hostert skorar og það annað mark Eyjamanna í röð. Þær jafna metin. 25-23 (54.mín): Ólafur Ægir fer bara einn í gegnum vörn ÍBV og skorar. 24-23 (53. mín): Theodór Sigurbjörnsson skorar úr víti sem Róbert Aron fiskar. 24-21 (51.mín): Gric með alveg svakalega mikilvægt mark fyrir Valsmenn. Þetta varð að koma fyrir þá. 23-21 (50.mín): Stephen Nielsen með tvær stórkostlegar vörslur og Eyjamenn fara í sókn og skora. Þar var að verki Sigurbergur Sveinsson.23-20 (49.mín): Nú munar aðeins þremur mörkum á liðunum og Valsmenn með boltann. Eyjamenn verða setja í fimmta gír núna. 23-19 (48.mín): Ólafur Ægir Ólafsson með flott mark fyrir Val og heldur betur mikilvægt. 22-18 (48.mín): Róbert Aron Hostert fær svo mikið dauðafæri að það verður ekkert betra. Alveg einn á línunni en Hlynur Morthens ver þetta stórkostlega. 22-18 (47): Vignir Stefánsson skorar úr víti. 21-17 (43.mín): Magnús Stefánsson, leikmaður ÍBV, liggur sárþjáður inni á vellinum. Hann hefur meiðst mjög illa á kálfa og það kæmi manni mjög á óvart ef hann kemur aftur inn á völlinn.21-16 (42.mín): Atli Karl skorar annað markið í röð og kemur Val fimm mörkum yfir.20-16 (40.mín): Atli Karl Bachmann að fara inn úr horninu og skora fyrir Val. ÍBV tveimur mönnum færri.19-16 (37.mín): Heimamenn virtust ætla hleypa Eyjamönnum inn í þennan leik en svo virðist ekki vera. Bubbi kominn í markið og farinn að verja. 16-15 (35.mín): Valsmenn halda forystu sinni. 15-14 (32.mín): Eyjamenn með fyrsta markið í síðari hálfleik og er það enginn annar en Magnús Stefánsson frá Fagraskógi.Hálfleikur 15-13: Valsmenn tveimur mörkum yfir í hálfleik. Þetta verður spennandi til loka. 13-11 (29.mín): Enginn í markinu hjá Vals og Teddi setur boltann í autt netið. 13-9 (27.mín): Orri Freyr Gíslason skorar inni á línunni eftir frábæra sendingu frá Ólafi Ægi. 12-9 (26.mín): Róbert Aron Hostert fer upp allan völlinn, stekkur upp fyrir framan vörn Vals og skorar frábært mark. Munar núna bara þremur mörkum.12-7 (25.mín): Sigurður Ingiberg Ólafsson er að verja mjög vel hjá Val.12-7 (23.mín): Vignir Stefánsson með þriðja mark sitt í leiknum. Hann nýtir færin rosalega vel. 11-6 (20.mín): Atli Már Báruson með flott mark eftir virkilega gott samspil. 10-5 (19.mín): Eyjamenn er bara alls ekki að spila vel í kvöld. 9-5 (18. mín): Lítið að ganga hjá liðinum núna en Vignir Stefánsson með frábært mark úr þröngu færi. 8-5 (15.mín): Valsmenn hirða hér boltann af Eyjamönnum og bruna og skora. 5-4 (13.mín): Sigurbergur Sveinsson með fínt mark fyrir ÍBV. Valsmenn virðast frekar slegnir eftir þetta atvik. Rautt eftir 10 mínútna leik. 5-2 (11.mín): Alexander Örn Júlíusson fær rautt spjald!! Fer í andlitið á Agnari Smár en þetta var mjög harður dómur, það verður að segjast. 5-2 (10.mín): Róbert Aron er kominn úr skónum og verið er að teipa hann. Valsmenn byrja hrikalega vel.4-2 (8.mín): Laglegt spil og Orri Freyr með fínt mark af línunni.3-2 (6.mín): Gric með annað frábært mark. Róbert Aron Hostert lendir eitthvað illa og er að drepast í ökklanum. Hann þarf að fara af velli. Vonandi ekki alvarlegt. 2-2 (4.mín): Josip Gric með fínt mark fyrir Valsmenn. Fín byrjun á þessum leik. 1-1 (2.mín): Róbert Aron Hostert jafnar metin fyrir ÍBV og bæði lið skora í sinni fyrstu sókn.0-0 (1.mín): Þá er leikurinn hafinn.Fyrir leik: Stuðningsmenn Eyjamanna kalla Óskar Bjarna, þjálfara Vals, til sín og biðja hann afsökunar að hafa sagt "fokkaðu þér Óskar" í síðasta leik. Óskar fær blómvönd og páskaegg og þeir syngja síðan "fyrirgefðu Óskar". Snillingar. Fyrir leik: Anton Rúnarsson, leikmaður Vals, er veikur heima með streptó og er ekki með Val í kvöld. Einn besti leikmaður liðsins og þetta er skelfilegar fréttir fyrir heimamenn. Fyrir leik: Eyjamenn mæta mjög snemma og eru fleiri í húsinu núna. Fyrir leik: Þessi lið mættust hér í Valsheimilinu fyrir nokkrum dögum og þá í lokaumferðinni í Olís-deildinni. Þá vann ÍBV eins marks sigur og allt fór í háa loft. Menn létu orð eins og "fokkaðu þér" falla og mikið fjör. Þetta verður án efa svakalegur leikur í kvöld. Fyrir leik: Leikmenn komnir út á gólf og farnir að hita upp. Það verða fjölmargir í stúkunni í kvöld. Áhorfendur eru farnir að láta sjá sig hálftíma leik. Fyrir leik: Heilir og sælir áhorfendur góðir og verið velkomnir til leiks með Boltavakt Vísis í Valsheimilið. Framundan er leikur Vals og ÍBV í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. ÍBV leiðir einvígið 1-0 og fer áfram með sigri hér í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti