Skotsilfur Markaðarins: Rak og réð Sigrúnu Rögnu Ritstjórn Markaðarins skrifar 13. apríl 2017 15:00 Það vakti athygli þegar tilkynnt var á dögunum að Sigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri VÍS, hefði tekið sæti í stjórn Creditinfo Group. Reynir Grétarsson, forstjóri og eigandi Creditinfo, sat í stjórn VÍS þegar ákveðið var að skipta um forstjóra í ágúst 2016 og ráða Jakob Sigurðsson, sem þá var stjórnarformaður Creditinfo, í stað Sigrúnar Rögnu. Vitað er að Reynir var á meðal þeirra í stjórnarmanna VÍS sem töluðu hvað helst fyrir því að ráða þyrfti nýjan forstjóra og lagði fram þá tillögu að fá Jakob í starfið.Reynir Grétarsson, framkvæmdastjóri CreditinfoFækkar í röðum Kaupþings Starfsmönnum Kaupþings hefur fækkað mjög að undanförnu samhliða því að félagið hefur verið að selja eignir í stórum stíl og hraða þannig útgreiðslum til hluthafa. Á meðal þeirra sem hafa nýlega látið af störfum er Marinó Guðmundsson sem hafði verið um árabil hjá Kaupþingi og var í hópi lykilstarfsmanna í eignastýringu. Starfsmenn munu fá greiddan bónus, eigi síðar en í apríl 2018, sem getur að hámarki verið 1.300 milljónir. Markmið bónuskerfisins, eins og kom fram í máli Pauls Copley, forstjóra Kaupþings, var einkum að „umbuna fólki til að leggja niður starf sitt hraðar en það annars gerði“. Það virðist vera að ganga eftir.Marinó Guðmundsson.Lán og nýtt met Ríkissjóður mun lána Vaðlaheiðargöngum 4,7 milljarða króna til viðbótar við 8,7 milljarða lánið til verkefnisins sem var samþykkt í júní 2012. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í mars að hann myndi beita sér fyrir því að ríkið lánaði meira fé í framkvæmdina. Það var svo samþykkt í síðustu viku en þá gerðust einnig önnur undur og stórmerki. Verktakar í göngunum náðu þá vikuna að bora alls 96,5 metra og var um nýtt met að ræða. Mánuðina og jafnvel síðustu árin á undan taldist það gott þegar þeir náðu yfir 30 metrum á viku. Skotsilfur Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Það vakti athygli þegar tilkynnt var á dögunum að Sigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri VÍS, hefði tekið sæti í stjórn Creditinfo Group. Reynir Grétarsson, forstjóri og eigandi Creditinfo, sat í stjórn VÍS þegar ákveðið var að skipta um forstjóra í ágúst 2016 og ráða Jakob Sigurðsson, sem þá var stjórnarformaður Creditinfo, í stað Sigrúnar Rögnu. Vitað er að Reynir var á meðal þeirra í stjórnarmanna VÍS sem töluðu hvað helst fyrir því að ráða þyrfti nýjan forstjóra og lagði fram þá tillögu að fá Jakob í starfið.Reynir Grétarsson, framkvæmdastjóri CreditinfoFækkar í röðum Kaupþings Starfsmönnum Kaupþings hefur fækkað mjög að undanförnu samhliða því að félagið hefur verið að selja eignir í stórum stíl og hraða þannig útgreiðslum til hluthafa. Á meðal þeirra sem hafa nýlega látið af störfum er Marinó Guðmundsson sem hafði verið um árabil hjá Kaupþingi og var í hópi lykilstarfsmanna í eignastýringu. Starfsmenn munu fá greiddan bónus, eigi síðar en í apríl 2018, sem getur að hámarki verið 1.300 milljónir. Markmið bónuskerfisins, eins og kom fram í máli Pauls Copley, forstjóra Kaupþings, var einkum að „umbuna fólki til að leggja niður starf sitt hraðar en það annars gerði“. Það virðist vera að ganga eftir.Marinó Guðmundsson.Lán og nýtt met Ríkissjóður mun lána Vaðlaheiðargöngum 4,7 milljarða króna til viðbótar við 8,7 milljarða lánið til verkefnisins sem var samþykkt í júní 2012. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í mars að hann myndi beita sér fyrir því að ríkið lánaði meira fé í framkvæmdina. Það var svo samþykkt í síðustu viku en þá gerðust einnig önnur undur og stórmerki. Verktakar í göngunum náðu þá vikuna að bora alls 96,5 metra og var um nýtt met að ræða. Mánuðina og jafnvel síðustu árin á undan taldist það gott þegar þeir náðu yfir 30 metrum á viku.
Skotsilfur Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira