Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2017 17:33 ÓlafurÓlafssn. visir/vilhelm Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans sem gerð var fyrir tæpum 15 árum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ólafur hefur sent fjölmiðlum en í seinasta mánuði kom út skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska banka Hauck & Aufhäuser að sölu Búnaðarbankans. Var það niðurstaða nefndarinnar að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar hafi verið blekkt þar sem þýski bankinn hafi í raun aldrei verið raunverulegur kaupandi að hlutum í Búnaðarbankanum. Var það jafnframt niðurstaða nefndarinnar hafi stýrt fléttunni um aðkomu Hauck & Aufhäuser frá A til Ö. Í tilkynningu Ólafs segir hann að sé borinn þungum sökum í skýrslu rannsóknarnefndarinnar en hún kynnti niðurstöðu sína fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd daginn sem skýrslan kom út, það er þann 29. mars síðastliðinn. Þá segir Ólafur í tilkynningu sinni: „Í kjölfarið hófst mikil fjölmiðlaumfjöllun sem byggði á skýrslu nefndarinnar. Við slíkar aðstæður er ógerningur að halda uppi vörnum og nauðsynlegt að gefa sér ráðrúm til að rýna í ásakanir sem þar koma fram. Ég gaf samdægurs út yfirlýsingu þar sem ég áréttaði að ríkið hefði fengið greitt að fullu fyrir Búnaðarbankann og að staðið hefði verið við alla samninga. Enn fremur skýrði ég frá því að ég myndi ekki tjá mig um efni skýrslunnar fyrr en ég hefði kynnt mér hana. Það er ekki hlaupið að því að rifja upp tæplega fimmtán ára gamalt mál. Síðan skýrsla rannsóknarnefndarinnar kom út hef ég farið yfir öll aðgengileg gögn er tengjast málinu. Ég tel mikilvægt að kasta ljósi á þær nýju upplýsingar sem ég hafði ekki fengið aðgang að áður og niðurstöður eru dregnar af í rannsóknarskýrslunni. Réttur vettvangur til að bregðast við er að mínu mati fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, enda var niðurstaða rannsóknarnefndarinnar kynnt þar. Ég geri mér vonir um að varpa þar ljósi á atburðarrásina og svara spurningum sem nefndin kann að beina til mín.“ Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Segir orðspor Þýskalands í hættu eftir lundafléttuna Süddeutsche Zeitung fjallar ítarlega um söluna á Búnaðarbankanum og aðild Hauck & Aufhauser í dag. 6. apríl 2017 10:30 Grunur vaknaði þremur árum eftir einkavæðingu Búnaðarbankans Ólafur Davíðsson, sem var formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu þegar Búnaðarbankinn og Landsbankinn var seldur, segir niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis um sölu á Búnaðarbankanum koma sér í opna skjöldu. 31. mars 2017 06:00 Þræðirnir liggja til Sambandsins Endalok og uppgjör SÍS leiddu til þess að Ólafur Ólafsson var ráðinn forstjóri Samskipa. Fyrirtæki Sambandsins eru nú enn og aftur í sviðsljósinu í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 8. apríl 2017 09:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans sem gerð var fyrir tæpum 15 árum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ólafur hefur sent fjölmiðlum en í seinasta mánuði kom út skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska banka Hauck & Aufhäuser að sölu Búnaðarbankans. Var það niðurstaða nefndarinnar að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar hafi verið blekkt þar sem þýski bankinn hafi í raun aldrei verið raunverulegur kaupandi að hlutum í Búnaðarbankanum. Var það jafnframt niðurstaða nefndarinnar hafi stýrt fléttunni um aðkomu Hauck & Aufhäuser frá A til Ö. Í tilkynningu Ólafs segir hann að sé borinn þungum sökum í skýrslu rannsóknarnefndarinnar en hún kynnti niðurstöðu sína fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd daginn sem skýrslan kom út, það er þann 29. mars síðastliðinn. Þá segir Ólafur í tilkynningu sinni: „Í kjölfarið hófst mikil fjölmiðlaumfjöllun sem byggði á skýrslu nefndarinnar. Við slíkar aðstæður er ógerningur að halda uppi vörnum og nauðsynlegt að gefa sér ráðrúm til að rýna í ásakanir sem þar koma fram. Ég gaf samdægurs út yfirlýsingu þar sem ég áréttaði að ríkið hefði fengið greitt að fullu fyrir Búnaðarbankann og að staðið hefði verið við alla samninga. Enn fremur skýrði ég frá því að ég myndi ekki tjá mig um efni skýrslunnar fyrr en ég hefði kynnt mér hana. Það er ekki hlaupið að því að rifja upp tæplega fimmtán ára gamalt mál. Síðan skýrsla rannsóknarnefndarinnar kom út hef ég farið yfir öll aðgengileg gögn er tengjast málinu. Ég tel mikilvægt að kasta ljósi á þær nýju upplýsingar sem ég hafði ekki fengið aðgang að áður og niðurstöður eru dregnar af í rannsóknarskýrslunni. Réttur vettvangur til að bregðast við er að mínu mati fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, enda var niðurstaða rannsóknarnefndarinnar kynnt þar. Ég geri mér vonir um að varpa þar ljósi á atburðarrásina og svara spurningum sem nefndin kann að beina til mín.“
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Segir orðspor Þýskalands í hættu eftir lundafléttuna Süddeutsche Zeitung fjallar ítarlega um söluna á Búnaðarbankanum og aðild Hauck & Aufhauser í dag. 6. apríl 2017 10:30 Grunur vaknaði þremur árum eftir einkavæðingu Búnaðarbankans Ólafur Davíðsson, sem var formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu þegar Búnaðarbankinn og Landsbankinn var seldur, segir niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis um sölu á Búnaðarbankanum koma sér í opna skjöldu. 31. mars 2017 06:00 Þræðirnir liggja til Sambandsins Endalok og uppgjör SÍS leiddu til þess að Ólafur Ólafsson var ráðinn forstjóri Samskipa. Fyrirtæki Sambandsins eru nú enn og aftur í sviðsljósinu í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 8. apríl 2017 09:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Segir orðspor Þýskalands í hættu eftir lundafléttuna Süddeutsche Zeitung fjallar ítarlega um söluna á Búnaðarbankanum og aðild Hauck & Aufhauser í dag. 6. apríl 2017 10:30
Grunur vaknaði þremur árum eftir einkavæðingu Búnaðarbankans Ólafur Davíðsson, sem var formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu þegar Búnaðarbankinn og Landsbankinn var seldur, segir niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis um sölu á Búnaðarbankanum koma sér í opna skjöldu. 31. mars 2017 06:00
Þræðirnir liggja til Sambandsins Endalok og uppgjör SÍS leiddu til þess að Ólafur Ólafsson var ráðinn forstjóri Samskipa. Fyrirtæki Sambandsins eru nú enn og aftur í sviðsljósinu í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 8. apríl 2017 09:00