Aðgerðir lögreglu í nauðgunarmáli: Hlerun nauðsynleg til að upplýsa alvarlegt brot Snærós Sindradóttir skrifar 13. apríl 2017 07:00 Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar. vísir/eyþór Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir að ástæða þess að ráðist sé í umfangsmiklar lögregluaðgerðir sem beinast að þolanda í kynferðisbrotamáli, sé sú trú lögreglu að um alvarlegt brot sé að ræða sem beri að upplýsa. Fréttablaðið greindi frá því í gær að þolandi í nauðgunarmáli upplifði sig sem glæpamann eftir samskipti við lögreglu en lögregla heldur áfram að rannsaka ætlaða nauðgun gegn vilja konunnar. Konan var hleruð á meðan á rannsókn stóð og þá lagði lögregla hald á tölvu í eigu sonar hennar og síma á heimilinu. Konan leitaði á Neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana eftir kynni sín af manni þann 10. desember síðastliðinn. Þá voru myndaðir miklir áverkar á konunni og tekin af henni skýrsla. Nokkrum dögum síðar dró konan framburð sinn til baka og bar við að menn vopnaðir skotvopnum hefðu mætt heim til hennar vegna málsins. Maðurinn sem grunaður er um að nauðga konunni hefur áður hlotið dóm fyrir nauðgun og var gert að sitja eftirstöðvar dóms síns, samtals 630 daga, en maðurinn var á reynslulausn þegar atvikið átti sér stað.Nokkur vitni voru samtímis leidd til yfirheyrslu á þriðjudag svo þau hefðu ekki tækifæri til að samræma framburð sinn.vísir/anton brink„Það er alltaf hægt að teygja það í allar áttir hvort [aðgerðirnar] eru miklar eða ekki. Við erum að rannsaka mjög alvarlegt brot sem við lítum alvarlegum augum og notum þau úrræði sem við þurfum til þess að upplýsa þannig mál,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. „Allt það sem við gerum í þágu rannsóknar eru úrræði sem eru studd dómsákvörðun,“ tekur Árni fram varðandi þá fordæmalausu ákvörðun að hlera þolandann í málinu. Konunni var greint frá hleruninni á þriðjudag en hún stóð yfir í um það bil einn mánuð, frá miðjum desember og fram í miðjan janúar. Konan var eitt nokkurra vitna sem leidd voru til yfirheyrslu samtímis á þriðjudag, aðgerð sem var ráðist í svo vitnin gætu ekki samræmt framburð sinn í málinu. Konan hefur neitað að tjá sig frekar við lögreglu um málið. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í yfirheyrslum hafi hún sagt atvikið hafa átt sér stað með hennar vilja. „Við rannsökum málin í samræmi við þau gögn sem liggja fyrir hverju sinni. Ef við höfum gögn til að styðjast við þá förum við eins langt og við getum í öllum málum. Rannsókn í þessu máli miðar vel. Við erum að rannsaka mjög alvarlegt brot og gerum það sem við getum til að upplýsa hvað átti sér þarna stað í samræmi við þau gögn sem við höfum,“ segir Árni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hrottalegt nauðgunarmál: Konan nýtur verndar en réttargæslumaður fullyrðir að hún sé unnusta hins grunaða Stefán Þór Guðgeirsson hlaut fimm ára dóm fyrir nauðgun árið 2012. Hann var á reynslulausn í desember þegar hann var handtekinn grunaður um hrottalega nauðgun. 28. desember 2016 13:07 Segir einkennilegt að nafn sitt sé dregið inn í greinargerð lögreglu Sveinn Andri Sveinsson segir mikilvægt að réttargæslumenn geti unnið sín störf án „þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.“ 27. desember 2016 22:30 Lögregla hleraði síma brotaþola í nauðgunarmáli Kona sem hefur stöðu brotaþola í nauðgunarmáli segist upplifa sig sem glæpamann vegna þess að hún neitar að tjá sig við lögreglu um málið. Lögreglan hefur haldlagt tölvu og síma í hennar eigu. 12. apríl 2017 05:00 Lögreglan heldur rannsókn á kynferðisofbeldi og frelsissviptingu til streitu Lögregla telur að frásögn konunnar á neyðarmóttöku og áverkar á henni bendi til þess að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. 31. janúar 2017 17:49 Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir að ástæða þess að ráðist sé í umfangsmiklar lögregluaðgerðir sem beinast að þolanda í kynferðisbrotamáli, sé sú trú lögreglu að um alvarlegt brot sé að ræða sem beri að upplýsa. Fréttablaðið greindi frá því í gær að þolandi í nauðgunarmáli upplifði sig sem glæpamann eftir samskipti við lögreglu en lögregla heldur áfram að rannsaka ætlaða nauðgun gegn vilja konunnar. Konan var hleruð á meðan á rannsókn stóð og þá lagði lögregla hald á tölvu í eigu sonar hennar og síma á heimilinu. Konan leitaði á Neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana eftir kynni sín af manni þann 10. desember síðastliðinn. Þá voru myndaðir miklir áverkar á konunni og tekin af henni skýrsla. Nokkrum dögum síðar dró konan framburð sinn til baka og bar við að menn vopnaðir skotvopnum hefðu mætt heim til hennar vegna málsins. Maðurinn sem grunaður er um að nauðga konunni hefur áður hlotið dóm fyrir nauðgun og var gert að sitja eftirstöðvar dóms síns, samtals 630 daga, en maðurinn var á reynslulausn þegar atvikið átti sér stað.Nokkur vitni voru samtímis leidd til yfirheyrslu á þriðjudag svo þau hefðu ekki tækifæri til að samræma framburð sinn.vísir/anton brink„Það er alltaf hægt að teygja það í allar áttir hvort [aðgerðirnar] eru miklar eða ekki. Við erum að rannsaka mjög alvarlegt brot sem við lítum alvarlegum augum og notum þau úrræði sem við þurfum til þess að upplýsa þannig mál,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. „Allt það sem við gerum í þágu rannsóknar eru úrræði sem eru studd dómsákvörðun,“ tekur Árni fram varðandi þá fordæmalausu ákvörðun að hlera þolandann í málinu. Konunni var greint frá hleruninni á þriðjudag en hún stóð yfir í um það bil einn mánuð, frá miðjum desember og fram í miðjan janúar. Konan var eitt nokkurra vitna sem leidd voru til yfirheyrslu samtímis á þriðjudag, aðgerð sem var ráðist í svo vitnin gætu ekki samræmt framburð sinn í málinu. Konan hefur neitað að tjá sig frekar við lögreglu um málið. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í yfirheyrslum hafi hún sagt atvikið hafa átt sér stað með hennar vilja. „Við rannsökum málin í samræmi við þau gögn sem liggja fyrir hverju sinni. Ef við höfum gögn til að styðjast við þá förum við eins langt og við getum í öllum málum. Rannsókn í þessu máli miðar vel. Við erum að rannsaka mjög alvarlegt brot og gerum það sem við getum til að upplýsa hvað átti sér þarna stað í samræmi við þau gögn sem við höfum,“ segir Árni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hrottalegt nauðgunarmál: Konan nýtur verndar en réttargæslumaður fullyrðir að hún sé unnusta hins grunaða Stefán Þór Guðgeirsson hlaut fimm ára dóm fyrir nauðgun árið 2012. Hann var á reynslulausn í desember þegar hann var handtekinn grunaður um hrottalega nauðgun. 28. desember 2016 13:07 Segir einkennilegt að nafn sitt sé dregið inn í greinargerð lögreglu Sveinn Andri Sveinsson segir mikilvægt að réttargæslumenn geti unnið sín störf án „þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.“ 27. desember 2016 22:30 Lögregla hleraði síma brotaþola í nauðgunarmáli Kona sem hefur stöðu brotaþola í nauðgunarmáli segist upplifa sig sem glæpamann vegna þess að hún neitar að tjá sig við lögreglu um málið. Lögreglan hefur haldlagt tölvu og síma í hennar eigu. 12. apríl 2017 05:00 Lögreglan heldur rannsókn á kynferðisofbeldi og frelsissviptingu til streitu Lögregla telur að frásögn konunnar á neyðarmóttöku og áverkar á henni bendi til þess að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. 31. janúar 2017 17:49 Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
Hrottalegt nauðgunarmál: Konan nýtur verndar en réttargæslumaður fullyrðir að hún sé unnusta hins grunaða Stefán Þór Guðgeirsson hlaut fimm ára dóm fyrir nauðgun árið 2012. Hann var á reynslulausn í desember þegar hann var handtekinn grunaður um hrottalega nauðgun. 28. desember 2016 13:07
Segir einkennilegt að nafn sitt sé dregið inn í greinargerð lögreglu Sveinn Andri Sveinsson segir mikilvægt að réttargæslumenn geti unnið sín störf án „þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.“ 27. desember 2016 22:30
Lögregla hleraði síma brotaþola í nauðgunarmáli Kona sem hefur stöðu brotaþola í nauðgunarmáli segist upplifa sig sem glæpamann vegna þess að hún neitar að tjá sig við lögreglu um málið. Lögreglan hefur haldlagt tölvu og síma í hennar eigu. 12. apríl 2017 05:00
Lögreglan heldur rannsókn á kynferðisofbeldi og frelsissviptingu til streitu Lögregla telur að frásögn konunnar á neyðarmóttöku og áverkar á henni bendi til þess að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. 31. janúar 2017 17:49
Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30