Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. apríl 2017 15:00 Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. Vísir/Getty Skrif Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á Twitter gera lítið annað en að auka spennuna á Kóreuskaga. Þetta segir varautanríkisráðherra Norður Kóreu í viðtali við AP-fréttaveituna. Ráðherrann segir jafnframt í þessu viðtali að ef Bandaríkin muni sýna einhver merki um hernaðarlegan yfirgang verði Norður Kórea viðbúin því. Ráðherrann heitir Han Song Ryol en hann segir yfirvöld í Norður Kóreu vera þeirrar skoðunar að Trump sé mun grimmari en forveri hans í starfi, Barack Obama. Hann bætti við að Norður Kóreu muni halda áfram framleiðslu hágæða kjarnavopna í miklu magni og að Norður Kóreu sé tilbúin að fara í stríð við Bandaríkin. Spennan á Kóreuskaga er mikil en Bandaríkin sneru flugmóðurskipinu Carl Vinson frá Ástralíu í vikunni og var stefnan tekin á Kóreuskaga. Gervitunglamyndir sem Bandaríkjamenn hafa náð gefa til kynna að Norður Kóreumenn muni gera tilraun með kjarnorkuvopni á næstunni, sem yrði sú sjötta í röðinni. Norður Kóreumenn gerðu tilraun með skotflaug fyrir skömmu og gáfu það út skömmu síðar að þeir væru nærri því að fullkomna flaug og kjarnaodd sem þeir geta skotið á milli heimsálfa og þannig gert Bandaríkin að skotmarki sínu. AP segir sérfræðinga telja Norður Kóreumenn vera nokkrum árum frá því að fullkomna þessa tækni. Þrátt fyrir að bandarísk yfirvöld hafi hótað hernaðaraðgerðum ef Norður Kóreumenn gera aðra kjarnaorkuvopnatilraun þá segist Han Song Ryol ekki útiloka slíka tilraun í náinni framtíð. Á þriðjudag ritaði Donald Trump á Twitter að Norður Kórea væri að leita að vandræðum og kallaði eftir auknum þrýstingi frá Kínverjum um að leggja meiri þunga í viðskiptaþvinganir á Norður Kóreumenn, í þeirri von að þeir láti af þróun kjarnorkuvopna. Hótaði Trump því að ef Kínverjar leggi ekki sitt af mörkum þá muni Bandaríkjamenn sjá um málið sjálfir. „Trump ögrar með svona árásargjörnu tali. Það er ekki Norður Kórea sem er vandamálið, heldur Bandaríkin og Trump,“ segir Han Song Ryol. „Við förum í stríð ef þeir vilja það.“ Donald Trump Tengdar fréttir Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55 N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Skrif Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á Twitter gera lítið annað en að auka spennuna á Kóreuskaga. Þetta segir varautanríkisráðherra Norður Kóreu í viðtali við AP-fréttaveituna. Ráðherrann segir jafnframt í þessu viðtali að ef Bandaríkin muni sýna einhver merki um hernaðarlegan yfirgang verði Norður Kórea viðbúin því. Ráðherrann heitir Han Song Ryol en hann segir yfirvöld í Norður Kóreu vera þeirrar skoðunar að Trump sé mun grimmari en forveri hans í starfi, Barack Obama. Hann bætti við að Norður Kóreu muni halda áfram framleiðslu hágæða kjarnavopna í miklu magni og að Norður Kóreu sé tilbúin að fara í stríð við Bandaríkin. Spennan á Kóreuskaga er mikil en Bandaríkin sneru flugmóðurskipinu Carl Vinson frá Ástralíu í vikunni og var stefnan tekin á Kóreuskaga. Gervitunglamyndir sem Bandaríkjamenn hafa náð gefa til kynna að Norður Kóreumenn muni gera tilraun með kjarnorkuvopni á næstunni, sem yrði sú sjötta í röðinni. Norður Kóreumenn gerðu tilraun með skotflaug fyrir skömmu og gáfu það út skömmu síðar að þeir væru nærri því að fullkomna flaug og kjarnaodd sem þeir geta skotið á milli heimsálfa og þannig gert Bandaríkin að skotmarki sínu. AP segir sérfræðinga telja Norður Kóreumenn vera nokkrum árum frá því að fullkomna þessa tækni. Þrátt fyrir að bandarísk yfirvöld hafi hótað hernaðaraðgerðum ef Norður Kóreumenn gera aðra kjarnaorkuvopnatilraun þá segist Han Song Ryol ekki útiloka slíka tilraun í náinni framtíð. Á þriðjudag ritaði Donald Trump á Twitter að Norður Kórea væri að leita að vandræðum og kallaði eftir auknum þrýstingi frá Kínverjum um að leggja meiri þunga í viðskiptaþvinganir á Norður Kóreumenn, í þeirri von að þeir láti af þróun kjarnorkuvopna. Hótaði Trump því að ef Kínverjar leggi ekki sitt af mörkum þá muni Bandaríkjamenn sjá um málið sjálfir. „Trump ögrar með svona árásargjörnu tali. Það er ekki Norður Kórea sem er vandamálið, heldur Bandaríkin og Trump,“ segir Han Song Ryol. „Við förum í stríð ef þeir vilja það.“
Donald Trump Tengdar fréttir Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55 N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55
N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57
Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00
Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00