Sérfræðingar segja stefnu Trump einungis til þess fallna að herða afstöðu Norður-Kóreu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. apríl 2017 11:30 Donald Trump reynir nú á að sýna Kim Jong-un herstyrk Bandaríkjanna og fá hann til að hætta við eldflaugavopnaþróun sína. Vísir/EPA Bandarísk stjórnvöld, með Donald Trump í broddi fylkingar, eru að gera alvarleg mistök með því að senda herskip að Kóreuflóa og þannig sýna Norður-Kóreumönnum tennurnar, ef marka má sérfræðinga í málefnum Norður-Kóreu. Guardian greinir frá. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur til dæmis ítrekað skrifað á Twitter, að Norður-Kóreumenn „séu að baka sér vandræði,“ með þróun sinni á eldflaugavopnatækni. En sérfræðingar segja að hervald muni ekki fá norður-kóresk yfirvöld til þess að skipta um skoðun, þeirra á meðal er John Delury, frá Yonsei háskólanum í Seoul.Það er miklum vandkvæðum bundið að ætla að nota herstyrk til þess að hóta Norður-Kóreumönnum, því þeir styrkjast bara í trú sinni. Ef þú ætlar að fá þá til að hætta að þróa eldflaugar, hjálpa hótanir ekki. Stuðningsmenn Trump segja að sú aðferð hans, að sýna herstyrk Bandaríkjanna, eigi eftir að hræða norður-kóreska einræðisherrann og sannfæra forseta Kína, Xi Jinping, um að þrýsta á Norður-Kóreumenn að hætta við eldflaugavopnaþróun sína. Þá segir Leonid Petrov, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu, frá Australian National háskólanum, að í ljósi misheppnaðra eldflaugaskota norður-kóreskra yfirvalda, sé ljóst að stefna ríkisstjórnar Trump sé ekki að virka.Skilaboðin frá Norður-Kóreu eru þau að þrátt fyrir herstyrk Bandaríkjanna, mun Norður-Kórea ekki falla frá eldflaugavopnaþróun sinni. Hann segir jafnframt að það muni fyrst reyna á hinn nýkjörna forseta Bandaríkjanna, þegar ákveða þarf hvernig skal bregðast við tilraunasprengingu Norður-Kóreumanna á kjarnorkusprengju. Þá muni koma í ljós hvort Bandaríkin muni hætta á að stefna öryggi Suður-Kóreu í hættu með því að sýna tennurnar, eða sitji aðgerðarlaus og sýni þar með fram á eigin veikleika. Vandamálið sé, að Kim Jong-un hefur engu að tapa. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47 Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld, með Donald Trump í broddi fylkingar, eru að gera alvarleg mistök með því að senda herskip að Kóreuflóa og þannig sýna Norður-Kóreumönnum tennurnar, ef marka má sérfræðinga í málefnum Norður-Kóreu. Guardian greinir frá. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur til dæmis ítrekað skrifað á Twitter, að Norður-Kóreumenn „séu að baka sér vandræði,“ með þróun sinni á eldflaugavopnatækni. En sérfræðingar segja að hervald muni ekki fá norður-kóresk yfirvöld til þess að skipta um skoðun, þeirra á meðal er John Delury, frá Yonsei háskólanum í Seoul.Það er miklum vandkvæðum bundið að ætla að nota herstyrk til þess að hóta Norður-Kóreumönnum, því þeir styrkjast bara í trú sinni. Ef þú ætlar að fá þá til að hætta að þróa eldflaugar, hjálpa hótanir ekki. Stuðningsmenn Trump segja að sú aðferð hans, að sýna herstyrk Bandaríkjanna, eigi eftir að hræða norður-kóreska einræðisherrann og sannfæra forseta Kína, Xi Jinping, um að þrýsta á Norður-Kóreumenn að hætta við eldflaugavopnaþróun sína. Þá segir Leonid Petrov, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu, frá Australian National háskólanum, að í ljósi misheppnaðra eldflaugaskota norður-kóreskra yfirvalda, sé ljóst að stefna ríkisstjórnar Trump sé ekki að virka.Skilaboðin frá Norður-Kóreu eru þau að þrátt fyrir herstyrk Bandaríkjanna, mun Norður-Kórea ekki falla frá eldflaugavopnaþróun sinni. Hann segir jafnframt að það muni fyrst reyna á hinn nýkjörna forseta Bandaríkjanna, þegar ákveða þarf hvernig skal bregðast við tilraunasprengingu Norður-Kóreumanna á kjarnorkusprengju. Þá muni koma í ljós hvort Bandaríkin muni hætta á að stefna öryggi Suður-Kóreu í hættu með því að sýna tennurnar, eða sitji aðgerðarlaus og sýni þar með fram á eigin veikleika. Vandamálið sé, að Kim Jong-un hefur engu að tapa.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47 Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47
Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00
Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00