Reyndi að lokka níu ára dreng upp í bíl Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. apríl 2017 13:45 "Allavega miðað við það sem maður hefur heyrt þá virðist þetta ekki alltaf vera sama ökutækið en hvort þetta sé sami aðilinn sem hefur aðgang að mismunandi ökutækjum, það getur vel verið." vísir/daníel Í gær reyndi karlmaður að lokka 9 ára dreng upp í bíl til sín á Völlunum í Hafnarfirði. Faðir drengs segir ástandið slæmt og að fleiri tilvik hafi komið upp að undanförnu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú nokkur slík mál. Drengurinn, sem er 9 ára gamall, var á leið heim til vinar síns þegar atvikið átti sér stað. Faðir drengsins, sem ekki vill koma fram undir nafni drengsins vegna, segir hann hafa brugðist hárrétt við. „Hann var að fara að hlaupa til vinar síns. Við búum á Völlunum í Hafnarfirði en vinur hans býr í Áslandinu. Þetta gerist neðst í götunni okkar. Það er maður á vinnubíl sem reynir að lokka hann til sín og segist vera með fullt af nammi í bílnum og fartölvur hvort hann vilji ekki koma til sín. Sem betur fer brást hann hárrétt við og hljóp eins og fætur toguðu upp í Ásland,“ segir faðir drengsins. Málið var tilkynnt til lögreglu skömmu síðar sem tók skýrslu af drengnum sem gat lýst manninum vel. Hann sé í kring um fimmtugt, þrekvaxinn og með skegg. Faðir drengsins segir atvikið ekki vera það fyrsta sem hafi komið upp í hverfinu. „Því miður. Það eru ekki nema tvær vikur síðan skólastjórinn sendi út tilkynningu til allra foreldra um að fólk skyldi vera á varðbergi út af þessari hættu af því það hefði verið reynt að lokka börn upp í bíl við skólann,“ segir faðirinn. Þá hafa skapast töluverðar umræður um mál af þessu tagi á Facebook- hópnum Vellirnir þar sem fram kemur að fleiri börn hafi að undanförnu lent í því að karlmaður reyni að tæla þau inn í bíl til sín. „Allavega miðað við það sem maður hefur heyrt þá virðist þetta ekki alltaf vera sama ökutækið en hvort þetta sé sami aðilinn sem hefur aðgang að mismunandi ökutækjum, það getur vel verið,“ segir faðir drengsins og bætir við að það sé mikið sjokk fyrir foreldra að barnið lendi í svona. Hann segir umræðu hafa skapast meðal foreldra í hverfinu að settar verði upp eftirlitsmyndavélar. Í samtali við fréttastofu segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að embættið sé með nokkur slík mál úr Hafnarfirði til rannsóknar. Málin séu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem um nokkur mál sé að ræða og þau varði ofbeldi gegn börnum. Hann segir að engin liggi undir grun eins og staðan er í dag en að lögreglan sé að reyna komast að því hvaða bíla um ræði. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Í gær reyndi karlmaður að lokka 9 ára dreng upp í bíl til sín á Völlunum í Hafnarfirði. Faðir drengs segir ástandið slæmt og að fleiri tilvik hafi komið upp að undanförnu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú nokkur slík mál. Drengurinn, sem er 9 ára gamall, var á leið heim til vinar síns þegar atvikið átti sér stað. Faðir drengsins, sem ekki vill koma fram undir nafni drengsins vegna, segir hann hafa brugðist hárrétt við. „Hann var að fara að hlaupa til vinar síns. Við búum á Völlunum í Hafnarfirði en vinur hans býr í Áslandinu. Þetta gerist neðst í götunni okkar. Það er maður á vinnubíl sem reynir að lokka hann til sín og segist vera með fullt af nammi í bílnum og fartölvur hvort hann vilji ekki koma til sín. Sem betur fer brást hann hárrétt við og hljóp eins og fætur toguðu upp í Ásland,“ segir faðir drengsins. Málið var tilkynnt til lögreglu skömmu síðar sem tók skýrslu af drengnum sem gat lýst manninum vel. Hann sé í kring um fimmtugt, þrekvaxinn og með skegg. Faðir drengsins segir atvikið ekki vera það fyrsta sem hafi komið upp í hverfinu. „Því miður. Það eru ekki nema tvær vikur síðan skólastjórinn sendi út tilkynningu til allra foreldra um að fólk skyldi vera á varðbergi út af þessari hættu af því það hefði verið reynt að lokka börn upp í bíl við skólann,“ segir faðirinn. Þá hafa skapast töluverðar umræður um mál af þessu tagi á Facebook- hópnum Vellirnir þar sem fram kemur að fleiri börn hafi að undanförnu lent í því að karlmaður reyni að tæla þau inn í bíl til sín. „Allavega miðað við það sem maður hefur heyrt þá virðist þetta ekki alltaf vera sama ökutækið en hvort þetta sé sami aðilinn sem hefur aðgang að mismunandi ökutækjum, það getur vel verið,“ segir faðir drengsins og bætir við að það sé mikið sjokk fyrir foreldra að barnið lendi í svona. Hann segir umræðu hafa skapast meðal foreldra í hverfinu að settar verði upp eftirlitsmyndavélar. Í samtali við fréttastofu segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að embættið sé með nokkur slík mál úr Hafnarfirði til rannsóknar. Málin séu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem um nokkur mál sé að ræða og þau varði ofbeldi gegn börnum. Hann segir að engin liggi undir grun eins og staðan er í dag en að lögreglan sé að reyna komast að því hvaða bíla um ræði.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira