Holur hljómur Stjórnarmaðurinn skrifar 16. apríl 2017 15:46 Í síðastliðinni viku bárust tíðindin af rekstrarvanda dagblaðsins Fréttatímans. Hlé varð að gera á útgáfu blaðsins og starfsfólk fékk ekki greidd laun eins og það hafði gert ráð fyrir og átti rétt á. Ritstjóri blaðsins og aðaleigandi, Gunnar Smári Egilsson, dró á meðan sængina upp fyrir haus og lét ekki í sér heyra meðan starfsfólk tróð marvaðann fyrir framtíð blaðsins. Og það án þess að þiggja laun fyrir. Þegar þetta er ritað er alls óvíst um framtíð Fréttatímans. Gefið hefur verið í skyn að nýir eigendur hyggist koma að útgáfunni, en enn liggur ekkert fyrir í þeim efnum. Vonandi tekst að rétta Fréttatímann við en útséð virðist um að Gunnar Smári komi að þeim leiðangri. Eins og margir vita er þetta ekki í fyrsta sinn sem Gunnar Smári gengur frá fjölmiðlarekstri með öngulinn í rassinum. Hann átti ekki farsæla daga sem forstjóri fjölmiðlarisans Dagsbrúnar á sínum tíma þar sem sinnuleysi um annarra manna fé var sem rauður þráður. Hver man annars ekki eftir hinni íslensku CNN - NFS sem flytja átti fréttir úr örsamfélaginu allan liðlangan daginn? Þekktasta dæmið var þó sennilega fríblaðið Nyhedsavisen sem sigra átti Danmörku á mettíma. Þar sátu fjárfestar enn á ný eftir með sárt ennið. Margir hafa kannski dregið þá ályktun nú eftir Fréttatímafarsann að Gunnari Smára ætti sennilega ekki að treysta fyrir annarra manna fé. Almenningur í landinu virtist að minnsta kosti á þeirri skoðun miðað við hrapallega misheppnaða landssöfnun sem Gunnar Smári efndi til á lokametrunum svo bjarga mætti miðlinum. Sjálfur virðist hann þó hafa dregið aðra ályktun en hann hefur nú stofnað Sósíalistaflokk Íslands. Lokamarkmiðið í þeim efnum hlýtur að verða kjörinn fulltrúi og komast í ráðherrastöðu þar sem hann getur sýslað með almannafé og forgangsraðað eftir eigin höfði. Guð hjálpi okkur öllum. Það er nefnilega ekkert í langri rekstrarsögu Gunnars Smára sem bendir til þess að fólkið í landinu eigi að treysta honum fyrir almannafé. Um það geta fjölmargir einkafjárfestar vottað. Atburðarás liðinnar viku gefur heldur ekki fögur fyrirheit um að launafólk geti treyst sósíalistanum Gunnari Smára fyrir sínum hagsmunum. Auðvelt er fyrir klárt fjölmiðlafólk að básúna skoðanir sínar þannig að allir heyri. Í þetta skiptið er hljómurinn bara heldur holur.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Í síðastliðinni viku bárust tíðindin af rekstrarvanda dagblaðsins Fréttatímans. Hlé varð að gera á útgáfu blaðsins og starfsfólk fékk ekki greidd laun eins og það hafði gert ráð fyrir og átti rétt á. Ritstjóri blaðsins og aðaleigandi, Gunnar Smári Egilsson, dró á meðan sængina upp fyrir haus og lét ekki í sér heyra meðan starfsfólk tróð marvaðann fyrir framtíð blaðsins. Og það án þess að þiggja laun fyrir. Þegar þetta er ritað er alls óvíst um framtíð Fréttatímans. Gefið hefur verið í skyn að nýir eigendur hyggist koma að útgáfunni, en enn liggur ekkert fyrir í þeim efnum. Vonandi tekst að rétta Fréttatímann við en útséð virðist um að Gunnar Smári komi að þeim leiðangri. Eins og margir vita er þetta ekki í fyrsta sinn sem Gunnar Smári gengur frá fjölmiðlarekstri með öngulinn í rassinum. Hann átti ekki farsæla daga sem forstjóri fjölmiðlarisans Dagsbrúnar á sínum tíma þar sem sinnuleysi um annarra manna fé var sem rauður þráður. Hver man annars ekki eftir hinni íslensku CNN - NFS sem flytja átti fréttir úr örsamfélaginu allan liðlangan daginn? Þekktasta dæmið var þó sennilega fríblaðið Nyhedsavisen sem sigra átti Danmörku á mettíma. Þar sátu fjárfestar enn á ný eftir með sárt ennið. Margir hafa kannski dregið þá ályktun nú eftir Fréttatímafarsann að Gunnari Smára ætti sennilega ekki að treysta fyrir annarra manna fé. Almenningur í landinu virtist að minnsta kosti á þeirri skoðun miðað við hrapallega misheppnaða landssöfnun sem Gunnar Smári efndi til á lokametrunum svo bjarga mætti miðlinum. Sjálfur virðist hann þó hafa dregið aðra ályktun en hann hefur nú stofnað Sósíalistaflokk Íslands. Lokamarkmiðið í þeim efnum hlýtur að verða kjörinn fulltrúi og komast í ráðherrastöðu þar sem hann getur sýslað með almannafé og forgangsraðað eftir eigin höfði. Guð hjálpi okkur öllum. Það er nefnilega ekkert í langri rekstrarsögu Gunnars Smára sem bendir til þess að fólkið í landinu eigi að treysta honum fyrir almannafé. Um það geta fjölmargir einkafjárfestar vottað. Atburðarás liðinnar viku gefur heldur ekki fögur fyrirheit um að launafólk geti treyst sósíalistanum Gunnari Smára fyrir sínum hagsmunum. Auðvelt er fyrir klárt fjölmiðlafólk að básúna skoðanir sínar þannig að allir heyri. Í þetta skiptið er hljómurinn bara heldur holur.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira