Nýir hluthafar í Pressunni: Björn Ingi hættir sem stjórnarformaður Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2017 15:20 Þetta eru mikil tímamót og ég fagna þessum tíðindum mjög, enda höfum við unnið að þessu um margra mánaða skeið, segir Björn Ingi í tilkynningu. Björn Ingi Hrafnsson mun láta af störfum sem stjórnarformaður og útgefandi Pressunnar og hverfa til annarra verkefna innan samstæðunnar. Gunnlaugur Árnason mun taka við starfi stjórnarformanns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pressunni, sem er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Birtíngs. Þar segir að breytingar hafi verið gerðar á stjórn félagsins ásamt því sem hlutafé í félaginu verði aukið um 300 milljónir króna. Formlega verður gengið frá skráningu hlutafjár á næstu dögum.Róbert Wessmann og Skúli í Subway meðal nýju hluthafanna Alls koma sex nýir hluthafar að hlutafjáraukningu í Pressunni. Fjárfestingafélagið Dalurinn mun koma inn með 155 milljónir króna en um er að ræða félag í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Halldórs Kristmannssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar. Þá kemur Kringluturninn, í eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, inn með 50 milljónir króna. OP ehf (Birtíngur) með 47 milljónir króna, FÓ eignarhald ehf (KEA), í eigu Fannars Ólafssonar, fyrrum körfuknattleiksmanns, Andra Gunnarssonar og Gests Breiðfjörð Gestssonar með 20 milljónir króna, Eykt ehf með 15 milljónir króna og Gufupressan með 10 milljónir en það er félag í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oftast er kenndur við Subway. Að lokum kemur Venediktsson samsteypan inn með tvær milljónir króna og Viel ehf með eina milljón króna. Gert er ráð fyrir að sameiginleg velta Pressunnar og tengdra félaga árið 2017 verði um 1,3 milljarðar króna. Meðstjórnendur í nýrri stjórn, sem kosin var á hluthafafundi í dag, eru Þorvarður Gunnarsson, fyrrum forstjóri Deloitte á Íslandi, Sesselja Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins TagPlay og Halldór Kristmannsson, yfirmaður samskipta- og markaðssviðs lyfjafyrirtækisins Alvogen. Gunnlaugur Árnason, nýr stjórnarformaður, mun leiða stefnumótun samstæðunnar fyrir hönd hluthafa. Hann er eigandi bresku fjölmiðlafyrirtækjanna M2 Communications og M2 Bespoke. Núverandi framkvæmdastjóri Birtíngs, Karl Steinar Óskarsson, mun sinna því hlutverki á samstæðugrundvelli. Þá mun Matthías Björnsson, sem verið hefur fjármálastjóri Birtíngs, verða fjármálastjóri samstæðunnar. Sigurvin Ólafsson verður áfram framkvæmdastjóri DV. Björn Ingi, sem hefur verið stjórnarformaður og útgefandi Pressunar frá stofnun fyrirtækisins, mun hafa umsjón með sjónvarpsþættinum Eyjunni á ÍNN. Sem fyrr segir tekur hann þátt í hlutafjáraukningunni en hann og Arnar Ægisson eiga jafnframt kauprétt í félaginu. Fjölmiðlar Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson mun láta af störfum sem stjórnarformaður og útgefandi Pressunnar og hverfa til annarra verkefna innan samstæðunnar. Gunnlaugur Árnason mun taka við starfi stjórnarformanns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pressunni, sem er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Birtíngs. Þar segir að breytingar hafi verið gerðar á stjórn félagsins ásamt því sem hlutafé í félaginu verði aukið um 300 milljónir króna. Formlega verður gengið frá skráningu hlutafjár á næstu dögum.Róbert Wessmann og Skúli í Subway meðal nýju hluthafanna Alls koma sex nýir hluthafar að hlutafjáraukningu í Pressunni. Fjárfestingafélagið Dalurinn mun koma inn með 155 milljónir króna en um er að ræða félag í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Halldórs Kristmannssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar. Þá kemur Kringluturninn, í eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, inn með 50 milljónir króna. OP ehf (Birtíngur) með 47 milljónir króna, FÓ eignarhald ehf (KEA), í eigu Fannars Ólafssonar, fyrrum körfuknattleiksmanns, Andra Gunnarssonar og Gests Breiðfjörð Gestssonar með 20 milljónir króna, Eykt ehf með 15 milljónir króna og Gufupressan með 10 milljónir en það er félag í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oftast er kenndur við Subway. Að lokum kemur Venediktsson samsteypan inn með tvær milljónir króna og Viel ehf með eina milljón króna. Gert er ráð fyrir að sameiginleg velta Pressunnar og tengdra félaga árið 2017 verði um 1,3 milljarðar króna. Meðstjórnendur í nýrri stjórn, sem kosin var á hluthafafundi í dag, eru Þorvarður Gunnarsson, fyrrum forstjóri Deloitte á Íslandi, Sesselja Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins TagPlay og Halldór Kristmannsson, yfirmaður samskipta- og markaðssviðs lyfjafyrirtækisins Alvogen. Gunnlaugur Árnason, nýr stjórnarformaður, mun leiða stefnumótun samstæðunnar fyrir hönd hluthafa. Hann er eigandi bresku fjölmiðlafyrirtækjanna M2 Communications og M2 Bespoke. Núverandi framkvæmdastjóri Birtíngs, Karl Steinar Óskarsson, mun sinna því hlutverki á samstæðugrundvelli. Þá mun Matthías Björnsson, sem verið hefur fjármálastjóri Birtíngs, verða fjármálastjóri samstæðunnar. Sigurvin Ólafsson verður áfram framkvæmdastjóri DV. Björn Ingi, sem hefur verið stjórnarformaður og útgefandi Pressunar frá stofnun fyrirtækisins, mun hafa umsjón með sjónvarpsþættinum Eyjunni á ÍNN. Sem fyrr segir tekur hann þátt í hlutafjáraukningunni en hann og Arnar Ægisson eiga jafnframt kauprétt í félaginu.
Fjölmiðlar Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira