Trump undirritar tilskipun sem heitir því að „kaupa og ráða bandarískt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2017 21:17 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sýnir blaðamönnum nýundirritaða tilskipunina í verksmiðju Snap-On Tools í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum í dag. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði í dag undir tilskipun sem endurskoðar tímabundnar vegabréfsáritanir þess til gerðar að ráða erlenda starfsmenn til faglegra starfa í Bandaríkjunum. CNN greinir frá. Tilskipunin uppáleggur einnig bandarískum ríkisstofnunum að ráða ekki erlenda verktaka. Trump skrifaði undir tilskipunina í heimsókn sinni í verkfæraverksmiðju í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum í dag. Tilskipunin hefur hlotið hið óformlega heiti „Kaupum bandarískt, ráðum bandarískt“ eða „Buy American, Hire American“ en hún er liður í því að uppfylla kosningaloforð forsetans um að setja „Bandaríkin í fyrsta sæti“. „Tilskipunin sem ég er í þann mund að undirrita mun vernda verkafólk og nema á borð við ykkur,“ sagði Trump er hann ávarpaði samkomu fólks í verksmiðjunni Snap-On Tools í Wisconsin.Ætlað að herða reglur Tilskipuninni er ætlað að vernda framleiðslu á varningi í Bandaríkjunum og einnig að herða hin svokölluðu H-1B-lög um vegabréfsáritanir í Bandaríkjunum. Lögin fela í sér ráðningar á faglærðum erlendum starfsmönnum í bandarísk störf. Umsækjendum H-1B-vegabréfsáritana hefur þó fækkað umtalsvert síðan árið 2016 segir í frétt BBC um málið en með hinni nýundirrituðu tilskipun heitir ríkisstjórn Trumps því að koma í veg fyrir að kerfið verði misnotað. Fyrirtæki í tæknigeiranum segja þó að H-1B-vegabréfsáritanir séu notaðar til að ráða hæfileikafólk í hæsta gæðaflokki. Þá hefur kerfið þó einnig verið gagnrýnt fyrir að gera bandarískjum fyrirtækjum kleift að ráða til sín ódýrt, erlent vinnuafl. Donald Trump Erlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði í dag undir tilskipun sem endurskoðar tímabundnar vegabréfsáritanir þess til gerðar að ráða erlenda starfsmenn til faglegra starfa í Bandaríkjunum. CNN greinir frá. Tilskipunin uppáleggur einnig bandarískum ríkisstofnunum að ráða ekki erlenda verktaka. Trump skrifaði undir tilskipunina í heimsókn sinni í verkfæraverksmiðju í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum í dag. Tilskipunin hefur hlotið hið óformlega heiti „Kaupum bandarískt, ráðum bandarískt“ eða „Buy American, Hire American“ en hún er liður í því að uppfylla kosningaloforð forsetans um að setja „Bandaríkin í fyrsta sæti“. „Tilskipunin sem ég er í þann mund að undirrita mun vernda verkafólk og nema á borð við ykkur,“ sagði Trump er hann ávarpaði samkomu fólks í verksmiðjunni Snap-On Tools í Wisconsin.Ætlað að herða reglur Tilskipuninni er ætlað að vernda framleiðslu á varningi í Bandaríkjunum og einnig að herða hin svokölluðu H-1B-lög um vegabréfsáritanir í Bandaríkjunum. Lögin fela í sér ráðningar á faglærðum erlendum starfsmönnum í bandarísk störf. Umsækjendum H-1B-vegabréfsáritana hefur þó fækkað umtalsvert síðan árið 2016 segir í frétt BBC um málið en með hinni nýundirrituðu tilskipun heitir ríkisstjórn Trumps því að koma í veg fyrir að kerfið verði misnotað. Fyrirtæki í tæknigeiranum segja þó að H-1B-vegabréfsáritanir séu notaðar til að ráða hæfileikafólk í hæsta gæðaflokki. Þá hefur kerfið þó einnig verið gagnrýnt fyrir að gera bandarískjum fyrirtækjum kleift að ráða til sín ódýrt, erlent vinnuafl.
Donald Trump Erlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira