Stjarnan og Fram eru sterkustu liðin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. apríl 2017 06:00 Fram og Stjarnan tókust fast á er þau mættust í lokaumferð deildarinnar. Það munu þau gera aftur í úrslitaeinvígi deildarinnar að því er markahæsti leikmaður deildarinnar spáir. vísir/andri marinó Úrslitakeppnin í Olís-deild kvenna hefst í kvöld. Fjögur efstu lið deildarinnar komust í hana og von er á hörkurimmum. Deildarmeistarar Stjörnunnar koma sjóðheitar inn í úrslitakeppnina gegn liðinu sem hefur staðið í vegi fyrir þeim síðustu tvö ár, Gróttu. „Mér líst mjög vel á þessa rimmu en Stjarnan kemur sterkari inn í þessa rimmu eftir að hafa unnið deildarmeistaratitilinn með stæl. Mér finnst þær vera líklegri til þess að taka þessa rimmu,“ segir Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður Selfoss og markahæsti leikmaður deildarinnar í vetur.Grótta með tak á Stjörnunni „Þær hafa oft átt í vandræðum með Gróttu og ef Gróttustúlkur mæta vel stemmdar geta þær hæglega gert Stjörnuliðinu erfitt fyrir í þessum leikjum. Stjarnan er aftur á móti með mjög flottan og breiðan hóp þannig að þær ættu að taka þessa rimmu að mínu mati.“ Stjarnan hefur lent í öðru sæti fjögur ár í röð og tapað fyrir Gróttu í úrslitunum síðustu tvö ár. Stjörnustúlkur eru því líklega komnar með upp í kok af silfri og ætla að ryðja sínum helsta andstæðingi síðustu ár úr vegi til þess að komast í gullið. „Sú tölfræði er til að krydda þetta og ég trúi ekki öðru en að Stjörnustúlkur séu virkilega vel stemmdar til að klára loksins einvígi gegn Gróttu. Stjarnan er með betri hóp en síðustu ár á meðan Grótta er ekki jafn sterk. Svo er engin Íris Björk í markinu hjá Gróttu en hún var mikilvæg í fyrra. Þær eru með efnilega stelpu í markinu en það munar um leikmann eins og Írisi. Ég hallast að því að Stjarnan vinni 2-0 en þori samt ekki alveg að fullyrða það. Þetta verða hörkuleikir.“Haukar geta stolið þessu Hin rimma kvöldsins er viðureign Fram og Hauka. Fram varð í öðru sæti í deildinni en Haukar því þriðja. Fram stóð vel að vígi fyrir lokaumferð deildarinnar en tapaði stórt gegn Stjörnunni og missti af deildarmeistaratitlinum. „Ég hugsa að Fram taki þessa rimmu. Mér finnst þær vera með sterkari hóp. Fram og Stjarnan eru með sterkustu hópana eins og staðan á töflunni sýndi,“ segir Hrafnhildur Hanna en segir að Haukarnir séu samt klárlega með lið til þess að stríða Frömurum. „Haukarnir gætu alveg stolið þessu ef þær detta í gang. Þær hafa verið vaxandi í vetur og gætu verið að toppa á réttum tíma. Það verður áhugavert að sjá hvernig Fram mætir til leiks eftir svekkjandi tap fyrir Stjörnunni í síðasta leik. Ég held að þær mæti mjög grimmar.“Fimm leikja einvígi Gangi þessi spá stórskyttunnar eftir þá fáum við rimmu Stjörnunnar og Fram í úrslitum. Þar á Hrafnhildur Hanna von á veislu. „Það verður fimm leikja rimma sem ræðst undir lok síðasta leiks. Mér finnst þessi lið vera það jöfn. Það verður einvígi sem áhorfendur ættu að hafa mjög gaman af. Svo höfum við séð í karlaboltanum að það getur allt gerst í þessu og litla liðið getur alveg unnið.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Úrslitakeppnin í Olís-deild kvenna hefst í kvöld. Fjögur efstu lið deildarinnar komust í hana og von er á hörkurimmum. Deildarmeistarar Stjörnunnar koma sjóðheitar inn í úrslitakeppnina gegn liðinu sem hefur staðið í vegi fyrir þeim síðustu tvö ár, Gróttu. „Mér líst mjög vel á þessa rimmu en Stjarnan kemur sterkari inn í þessa rimmu eftir að hafa unnið deildarmeistaratitilinn með stæl. Mér finnst þær vera líklegri til þess að taka þessa rimmu,“ segir Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður Selfoss og markahæsti leikmaður deildarinnar í vetur.Grótta með tak á Stjörnunni „Þær hafa oft átt í vandræðum með Gróttu og ef Gróttustúlkur mæta vel stemmdar geta þær hæglega gert Stjörnuliðinu erfitt fyrir í þessum leikjum. Stjarnan er aftur á móti með mjög flottan og breiðan hóp þannig að þær ættu að taka þessa rimmu að mínu mati.“ Stjarnan hefur lent í öðru sæti fjögur ár í röð og tapað fyrir Gróttu í úrslitunum síðustu tvö ár. Stjörnustúlkur eru því líklega komnar með upp í kok af silfri og ætla að ryðja sínum helsta andstæðingi síðustu ár úr vegi til þess að komast í gullið. „Sú tölfræði er til að krydda þetta og ég trúi ekki öðru en að Stjörnustúlkur séu virkilega vel stemmdar til að klára loksins einvígi gegn Gróttu. Stjarnan er með betri hóp en síðustu ár á meðan Grótta er ekki jafn sterk. Svo er engin Íris Björk í markinu hjá Gróttu en hún var mikilvæg í fyrra. Þær eru með efnilega stelpu í markinu en það munar um leikmann eins og Írisi. Ég hallast að því að Stjarnan vinni 2-0 en þori samt ekki alveg að fullyrða það. Þetta verða hörkuleikir.“Haukar geta stolið þessu Hin rimma kvöldsins er viðureign Fram og Hauka. Fram varð í öðru sæti í deildinni en Haukar því þriðja. Fram stóð vel að vígi fyrir lokaumferð deildarinnar en tapaði stórt gegn Stjörnunni og missti af deildarmeistaratitlinum. „Ég hugsa að Fram taki þessa rimmu. Mér finnst þær vera með sterkari hóp. Fram og Stjarnan eru með sterkustu hópana eins og staðan á töflunni sýndi,“ segir Hrafnhildur Hanna en segir að Haukarnir séu samt klárlega með lið til þess að stríða Frömurum. „Haukarnir gætu alveg stolið þessu ef þær detta í gang. Þær hafa verið vaxandi í vetur og gætu verið að toppa á réttum tíma. Það verður áhugavert að sjá hvernig Fram mætir til leiks eftir svekkjandi tap fyrir Stjörnunni í síðasta leik. Ég held að þær mæti mjög grimmar.“Fimm leikja einvígi Gangi þessi spá stórskyttunnar eftir þá fáum við rimmu Stjörnunnar og Fram í úrslitum. Þar á Hrafnhildur Hanna von á veislu. „Það verður fimm leikja rimma sem ræðst undir lok síðasta leiks. Mér finnst þessi lið vera það jöfn. Það verður einvígi sem áhorfendur ættu að hafa mjög gaman af. Svo höfum við séð í karlaboltanum að það getur allt gerst í þessu og litla liðið getur alveg unnið.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira