Áfram snúast hjólin í Bretlandi Stjórnarmaðurinn skrifar 2. apríl 2017 11:00 Í dag stendur til að Bretar virki formlega 50. gr. Lissabonsáttmálans, en það er samningsákvæði sem markar upphaf tveggja ára útgönguferlis úr Evrópusambandinu. Hlutabréfamarkaðir í Bretlandi hafa í upphafi viku verið óvissir í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, og pundið veiktist lítillega í gær eftir stutta styrkingarhrinu. Pundið hefur veikst um 10 til 20% gagnvart helstu viðmiðunarmyntum frá Brexit síðastliðið sumar. Fasteignamarkaðurinn hefur sömuleiðis legið í nokkrum dvala. Varla þarf að fjölyrða um þá staðreynd að útganga Breta hefur haft fremur neikvæð áhrif á breskt efnahagslíf til skemmri tíma. Hvað áhrif til lengri tíma varðar á hins vegar eftir að koma í ljós. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar heyrðust ýmsar bölsýnis- og dómsdagsspár. Við Íslendingar þekkjum það hins vegar að hið alþjóðlega fjármálakerfi þjáist af gullfiskaminni á hæsta stigi. Íslendingar áttu að verða holdsveikisjúklingar í fjármálalegu tilliti eftir hrunið og síðan aftur þegar Icesave-samningunum var hafnað. Sumir, og sá sem þetta ritar þar með talinn, voru þá ef til vill helst til svartsýnir á íslenskar framtíðarhorfur. Aðeins örfáum árum síðar eru útlendingar ekki bara farnir að fjárfesta í íslenskum skuldabréfum, heldur einnig orðnir fyrirferðarmeiri en áður á hlutabréfamarkaði og kjölfestueigendur stærsta banka landsins. Hvern hefði grunað það fyrir örfáum árum? Alþjóðlegir fjárfestar vilja einfaldlega ávaxta sitt pund og leita í þeim efnum þangað sem ávöxtun er að finna hverju sinni. Bretar hafa nú þegar dregið í land með sínar stórkarlalegustu yfirlýsingar um Brexit-ferlið. Þannig herma fregnir að ólíklegt sé að þeir sleppi alveg hendinni af ESB-aðild án þess að fá í staðinn einhvers konar fríverslunarsamning við sambandið. Bölsýnisspár um að bankar og fjármálafyrirtæki myndu yfirgefa London í stórum stíl hafa heldur ekki alveg gengið eftir. Hvernig sem því verður háttað er líklegt að Bretar muni að endingu ná vopnum sínum. London er heimsborg með aldagamla og rótgróna banka- og fjármálamenningu. Þar er líka töluð enska, sem eins og allir vita er tungumál viðskiptanna. Þeir hafa forskot þegar af þessum ástæðum. Sennilega halda hjólin áfram að snúast í Bretlandi, þótt tímabundið hægist aðeins á ferðinni. Því fyrr sem Theresu May tekst að marka trúverðuga stefnu í útgöngumálum, því fyrr fara hjólin að snúast fyrir alvöru.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Í dag stendur til að Bretar virki formlega 50. gr. Lissabonsáttmálans, en það er samningsákvæði sem markar upphaf tveggja ára útgönguferlis úr Evrópusambandinu. Hlutabréfamarkaðir í Bretlandi hafa í upphafi viku verið óvissir í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, og pundið veiktist lítillega í gær eftir stutta styrkingarhrinu. Pundið hefur veikst um 10 til 20% gagnvart helstu viðmiðunarmyntum frá Brexit síðastliðið sumar. Fasteignamarkaðurinn hefur sömuleiðis legið í nokkrum dvala. Varla þarf að fjölyrða um þá staðreynd að útganga Breta hefur haft fremur neikvæð áhrif á breskt efnahagslíf til skemmri tíma. Hvað áhrif til lengri tíma varðar á hins vegar eftir að koma í ljós. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar heyrðust ýmsar bölsýnis- og dómsdagsspár. Við Íslendingar þekkjum það hins vegar að hið alþjóðlega fjármálakerfi þjáist af gullfiskaminni á hæsta stigi. Íslendingar áttu að verða holdsveikisjúklingar í fjármálalegu tilliti eftir hrunið og síðan aftur þegar Icesave-samningunum var hafnað. Sumir, og sá sem þetta ritar þar með talinn, voru þá ef til vill helst til svartsýnir á íslenskar framtíðarhorfur. Aðeins örfáum árum síðar eru útlendingar ekki bara farnir að fjárfesta í íslenskum skuldabréfum, heldur einnig orðnir fyrirferðarmeiri en áður á hlutabréfamarkaði og kjölfestueigendur stærsta banka landsins. Hvern hefði grunað það fyrir örfáum árum? Alþjóðlegir fjárfestar vilja einfaldlega ávaxta sitt pund og leita í þeim efnum þangað sem ávöxtun er að finna hverju sinni. Bretar hafa nú þegar dregið í land með sínar stórkarlalegustu yfirlýsingar um Brexit-ferlið. Þannig herma fregnir að ólíklegt sé að þeir sleppi alveg hendinni af ESB-aðild án þess að fá í staðinn einhvers konar fríverslunarsamning við sambandið. Bölsýnisspár um að bankar og fjármálafyrirtæki myndu yfirgefa London í stórum stíl hafa heldur ekki alveg gengið eftir. Hvernig sem því verður háttað er líklegt að Bretar muni að endingu ná vopnum sínum. London er heimsborg með aldagamla og rótgróna banka- og fjármálamenningu. Þar er líka töluð enska, sem eins og allir vita er tungumál viðskiptanna. Þeir hafa forskot þegar af þessum ástæðum. Sennilega halda hjólin áfram að snúast í Bretlandi, þótt tímabundið hægist aðeins á ferðinni. Því fyrr sem Theresu May tekst að marka trúverðuga stefnu í útgöngumálum, því fyrr fara hjólin að snúast fyrir alvöru.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent