Hrafnar reyndu að vara við Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. apríl 2017 08:45 Krummi er vísdómsfugl að mati Gerðar. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég var stödd á Ísafirði þegar hringt var í mig og sagt: „Veistu það Gerður, það er farið að sjást í húsið þitt.“ Mér brá og tók fyrstu ferð til Eyja,“ segir Gerður Sigurðardóttir sem átti húsið að Gerðisbraut 10 sem nú er til sýnis í Eldheimum. Í því bjó hún með manni sínum, Guðna Ólafssyni, sem nú er látinn, og sonunum Agnari, Sigurði Óla og Bjarka. Hún kveðst hafa þurft að hugsa sig vel um áður en hún gaf leyfi fyrir uppgreftri þess. „Ástæða þess að ég sagði já var sú að unga fólkið vissi svo lítið um Heimaeyjargosið og ég vildi gera mitt til að varðveita sögu þess því hún má ekki gleymast.“ Það var tilfinningaþrungið að sjá í húsið að sögn Gerðar. „Áfallið rifjaðist upp þegar allt var tekið frá okkur sem við áttum, nema auðvitað það dýrmætasta sem var lífið. „Mér fannst líka erfitt að hafa ekki manninn minn með mér. Það var hann sem byggði þetta hús af mikilli vandvirkni, enda sagði hann: „Ég byggi bara einu sinni.“ Við áttum heima í húsinu í tvö ár.“ Tvö af börnum Gerðar skriðu með henni inn um þvottahúsglugga hússins, yfir hvöss rúðubrot. „Allt var svart inni en ég var með stórt vasaljós og við fórum fet fyrir fet. Askan var víða upp á miðja veggi en þó var margt að skoða, arinn í stofunni, ljósakrónur í lofti og skartgripaskrín með úri og hálsfestum. Svo fann ég hálfprjónaða peysu á litla drenginn minn sem var tæpra tveggja mánaða þegar gosið kom og fleiri ungbarnaföt í öskunni, enda var ég að strauja og ganga frá þvotti þegar ég fann fyrsta jarðskjálftann og heyrði rosalegar drunur undir húsinu.“ Gerður segir þau hjón hafa verið búin að fá viðvörun um gosið – eftir á að hyggja. „Tveir hrafnar létu alltaf svo ófriðlega þegar ég fór út á snúru. Voru greinilega að reyna að koma einhverju til skila. Byrjuðu í lok nóvember, um það leyti sem drengurinn okkar fæddist og ég óttaðist að eitthvað kæmi fyrir hann. En um áramótin hurfu þeir. Svo var straumur af hagamúsum niður Helgafellið nokkrum vikum áður en gaus og eitt sinn horfði Guðni yfir eyjuna utan af hafi, hún var hvít af snjó nema hvað auð rönd var niður Helgafellið. Okkur datt samt ekki eldgos í hug.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl 2017 Lífið Heimaeyjargosið 1973 Fuglar Vestmannaeyjar Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
„Ég var stödd á Ísafirði þegar hringt var í mig og sagt: „Veistu það Gerður, það er farið að sjást í húsið þitt.“ Mér brá og tók fyrstu ferð til Eyja,“ segir Gerður Sigurðardóttir sem átti húsið að Gerðisbraut 10 sem nú er til sýnis í Eldheimum. Í því bjó hún með manni sínum, Guðna Ólafssyni, sem nú er látinn, og sonunum Agnari, Sigurði Óla og Bjarka. Hún kveðst hafa þurft að hugsa sig vel um áður en hún gaf leyfi fyrir uppgreftri þess. „Ástæða þess að ég sagði já var sú að unga fólkið vissi svo lítið um Heimaeyjargosið og ég vildi gera mitt til að varðveita sögu þess því hún má ekki gleymast.“ Það var tilfinningaþrungið að sjá í húsið að sögn Gerðar. „Áfallið rifjaðist upp þegar allt var tekið frá okkur sem við áttum, nema auðvitað það dýrmætasta sem var lífið. „Mér fannst líka erfitt að hafa ekki manninn minn með mér. Það var hann sem byggði þetta hús af mikilli vandvirkni, enda sagði hann: „Ég byggi bara einu sinni.“ Við áttum heima í húsinu í tvö ár.“ Tvö af börnum Gerðar skriðu með henni inn um þvottahúsglugga hússins, yfir hvöss rúðubrot. „Allt var svart inni en ég var með stórt vasaljós og við fórum fet fyrir fet. Askan var víða upp á miðja veggi en þó var margt að skoða, arinn í stofunni, ljósakrónur í lofti og skartgripaskrín með úri og hálsfestum. Svo fann ég hálfprjónaða peysu á litla drenginn minn sem var tæpra tveggja mánaða þegar gosið kom og fleiri ungbarnaföt í öskunni, enda var ég að strauja og ganga frá þvotti þegar ég fann fyrsta jarðskjálftann og heyrði rosalegar drunur undir húsinu.“ Gerður segir þau hjón hafa verið búin að fá viðvörun um gosið – eftir á að hyggja. „Tveir hrafnar létu alltaf svo ófriðlega þegar ég fór út á snúru. Voru greinilega að reyna að koma einhverju til skila. Byrjuðu í lok nóvember, um það leyti sem drengurinn okkar fæddist og ég óttaðist að eitthvað kæmi fyrir hann. En um áramótin hurfu þeir. Svo var straumur af hagamúsum niður Helgafellið nokkrum vikum áður en gaus og eitt sinn horfði Guðni yfir eyjuna utan af hafi, hún var hvít af snjó nema hvað auð rönd var niður Helgafellið. Okkur datt samt ekki eldgos í hug.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl 2017
Lífið Heimaeyjargosið 1973 Fuglar Vestmannaeyjar Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira