Enn skal á það reyna Gunnlaugur Stefánsson skrifar 6. apríl 2017 07:00 Nú gera áætlanir laxeldisiðjunnar ráð fyrir allt að 200 þúsund tonna ársframleiðslu með laxeldi í opnum kvíum við íslenskar strendur og þar af 90 þúsund tonnum á Austfjörðum. Útlendingar standa að útrásinni og hvergi í stjórnkerfinu er spurt um uppruna framkvæmdafjárins. Það virðist mikill munur á því hvort fjárfest er í bönkum eða sjó á Íslandi. Og allt fæst þetta nánast ókeypis á sama tíma og íslenskur sjávarútvegur greiðir veiðigjöld og strangar takmarkanir eru í gildi á eignarheimildum útlendinga í útveginum. Reynslan af laxeldisiðjunni í nágrannalöndum er svo slæm, að víðast er hætt að gefa út ný leyfi fyrir opnu sjókvíaeldi. Það staðfesti t.d. hæstiréttur land-og umhverfisverndar í Svíþjóð í nýlegum dómum. En hér á landi virðist flest leyfilegt. Engin ný tækni hefur komið fram í opnu sjókvíaeldi með kynbættan norskan laxfisk sem kemur í veg fyrir umhverfistjón. Fiskur sleppur í umtalsverðum mæli og blandast villtum stofnum, sjúkdómar og lús grassera í mergðinni í kvíunum með óhjákvæmilegri lyfjanotkun, og mengun vegna úrgangs er hrikaleg. Þetta blasir við af reynslunni í nágrannalöndum. Umræðan erlendis um skaðann af eldinu er nú að þyngjast og líklegt að eldisfiskur muni eiga undir högg að sækja á matvælamörkuðum í framtíðinni. Ísland á hér mikilla hagsmuna að gæta, enda þekkt af því að bjóða ferskar afurðir úr náttúrlegu og vistvænu umhverfi. Sama ímynd vegur þungt fyrir ferðaþjónustuna og verið styrkur Íslendinga í alþjóðasamstarfi um umhverfismál. Vegið er að þessum hagsmunum vegna leiftursóknar útlendinga með risalaxeldi í íslenskum sjó af því að lokað hefur verið á frekari útþenslu þeirra í nágrannalöndunum. Svo þegar tjónið blasir við hér á landi, þá liggur ekkert fyrir um það hverjir bera ábyrgðina og hvernig bæta eigi fyrir skaðann. Við erum þegar farin að kynnast því í ítrekuðum slysasleppingum fiska úr eldiskvíum. Allar þessar staðreyndir liggja fyrir. Íslendingar hafa sára reynslu af því að láta skammtímagróða glepja sýn og fá hrunið í bakið. Enn skal á það reyna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Nú gera áætlanir laxeldisiðjunnar ráð fyrir allt að 200 þúsund tonna ársframleiðslu með laxeldi í opnum kvíum við íslenskar strendur og þar af 90 þúsund tonnum á Austfjörðum. Útlendingar standa að útrásinni og hvergi í stjórnkerfinu er spurt um uppruna framkvæmdafjárins. Það virðist mikill munur á því hvort fjárfest er í bönkum eða sjó á Íslandi. Og allt fæst þetta nánast ókeypis á sama tíma og íslenskur sjávarútvegur greiðir veiðigjöld og strangar takmarkanir eru í gildi á eignarheimildum útlendinga í útveginum. Reynslan af laxeldisiðjunni í nágrannalöndum er svo slæm, að víðast er hætt að gefa út ný leyfi fyrir opnu sjókvíaeldi. Það staðfesti t.d. hæstiréttur land-og umhverfisverndar í Svíþjóð í nýlegum dómum. En hér á landi virðist flest leyfilegt. Engin ný tækni hefur komið fram í opnu sjókvíaeldi með kynbættan norskan laxfisk sem kemur í veg fyrir umhverfistjón. Fiskur sleppur í umtalsverðum mæli og blandast villtum stofnum, sjúkdómar og lús grassera í mergðinni í kvíunum með óhjákvæmilegri lyfjanotkun, og mengun vegna úrgangs er hrikaleg. Þetta blasir við af reynslunni í nágrannalöndum. Umræðan erlendis um skaðann af eldinu er nú að þyngjast og líklegt að eldisfiskur muni eiga undir högg að sækja á matvælamörkuðum í framtíðinni. Ísland á hér mikilla hagsmuna að gæta, enda þekkt af því að bjóða ferskar afurðir úr náttúrlegu og vistvænu umhverfi. Sama ímynd vegur þungt fyrir ferðaþjónustuna og verið styrkur Íslendinga í alþjóðasamstarfi um umhverfismál. Vegið er að þessum hagsmunum vegna leiftursóknar útlendinga með risalaxeldi í íslenskum sjó af því að lokað hefur verið á frekari útþenslu þeirra í nágrannalöndunum. Svo þegar tjónið blasir við hér á landi, þá liggur ekkert fyrir um það hverjir bera ábyrgðina og hvernig bæta eigi fyrir skaðann. Við erum þegar farin að kynnast því í ítrekuðum slysasleppingum fiska úr eldiskvíum. Allar þessar staðreyndir liggja fyrir. Íslendingar hafa sára reynslu af því að láta skammtímagróða glepja sýn og fá hrunið í bakið. Enn skal á það reyna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun