Viðskipti innlent

Fréttatíminn fær nýja eigendur

Andri Ólafsson skrifar
Heimildir herma að Gunnar Smári Egilsson, stærsti eigandi útgáfufélagsins, muni hætta afskiptum af blaðinu.
Heimildir herma að Gunnar Smári Egilsson, stærsti eigandi útgáfufélagsins, muni hætta afskiptum af blaðinu.
Nýir aðilar eru á leið inn í eigendahóp Fréttatímans og verður tilkynnt um breytt eignarhald á næstu dögum, samkvæmt heimildum.

Gunnar Smári Egilsson, stærsti eigandi útgáfufélagsins, mun samhliða hætta afskiptum af blaðinu.

Starfsmannafundur var haldinn í gær þar sem framtíð útgáfunnar var rædd. Rekstur Fréttatímans hefur verið þungur undanfarna mánuði og fengu sumir starfsmenn ekki greidd laun á réttum tíma um mánaðamótin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×