Segir orðspor Þýskalands í hættu eftir lundafléttuna Sæunn Gísladóttir skrifar 6. apríl 2017 10:30 Geir Haarde, Valgerður Sverrisdóttir og Ólafur Ólafsson við undirritun samningsins um sölu Búnaðarbankans í janúar 2003. Vísir/Vilhelm „Álit Íslendinga á Þýskalandi hefur minnkað talsvert undanfarna daga. Þýskaland var alltaf land efnahagslegs árangurs í augum Íslendinga en sú ímynd er ekki lengur við lýði eftir að rannsóknarnefnd Alþingis sýndi fram á að gömul þýsk fjármálastofnun hafi verið leppur í kaupum á hlut í Búnaðarbankanum,“ segir í frétt Süddeutsche Zeitung um aðild Hauck & Aufhäuser að kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Süddeutsche Zeitung er eitt helsta dagblað Þýskalands, en eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun eru þýskir fjölmiðlar um þessar mundir að fjalla ítarlega um málið. Frétt Harald Freiberger sem birtist í dag greinir frá því að Hauck & Aufhäuser hafi átt djúpan þátt í hruni íslenska fjármálakerfisins. Einnig er greint frá því að Martin Zeil, fyrrum stjórnmálamaður, hafi gegnt lykilhlutverk. Greint er frá fléttunni ítarlega og sagt frá því að Hauck & Aufhauser hafa aldrei greitt kaupverðið sam nam 35 milljónum dollara og ekki tekið neina áhættu með kaupunum. Hauck & Aufhäuser hafi einungis hlotið 750 þúsund dollara greiðslu fyrir að taka þátt í samningnum. Þá er velt upp þeirri spurningu hvers vegna bankinn tók þátt. Einnig er nefnt að nafn Martin Zeil sem forstöðumanns lögfræðisviðs Hauck & Aufhäuser komi aftur og aftur upp. Martin Zeil var síðar þingmaður í Þýskalandi og ráðherra í ríkisstjórn Bæjarlands. Hann sat á þingi Bæjaralands á árunum 2008 til 2013 og var þar varaforsætisráðherra og einnig ráðherra efnahags-, innviða-, samgöngu og tæknimála. Í greininni kemur fram að Hauck & Aufhäuser var yfirtekinn af kínverska fyrirtækinu Fosun árið 2016, vegna þess hve langur tími er liðinn frá brotinu og þar sem lykilstarfsmenn sem tóku þátt í fléttunni eru hættir hjá bankanum neitar bankinn að tjá sig við þýska blaðamenn um málið. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar. 5. apríl 2017 05:00 Fátt um svör frá þýska bankanum Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þýskir blaðamenn haft samband við þýska bankann Hauck & Aufhäuser vegna hlutdeildar hans í blekkingu um raunverulegt eignarhald í Búnaðarbankanum en fá svör fengið. 6. apríl 2017 06:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
„Álit Íslendinga á Þýskalandi hefur minnkað talsvert undanfarna daga. Þýskaland var alltaf land efnahagslegs árangurs í augum Íslendinga en sú ímynd er ekki lengur við lýði eftir að rannsóknarnefnd Alþingis sýndi fram á að gömul þýsk fjármálastofnun hafi verið leppur í kaupum á hlut í Búnaðarbankanum,“ segir í frétt Süddeutsche Zeitung um aðild Hauck & Aufhäuser að kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Süddeutsche Zeitung er eitt helsta dagblað Þýskalands, en eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun eru þýskir fjölmiðlar um þessar mundir að fjalla ítarlega um málið. Frétt Harald Freiberger sem birtist í dag greinir frá því að Hauck & Aufhäuser hafi átt djúpan þátt í hruni íslenska fjármálakerfisins. Einnig er greint frá því að Martin Zeil, fyrrum stjórnmálamaður, hafi gegnt lykilhlutverk. Greint er frá fléttunni ítarlega og sagt frá því að Hauck & Aufhauser hafa aldrei greitt kaupverðið sam nam 35 milljónum dollara og ekki tekið neina áhættu með kaupunum. Hauck & Aufhäuser hafi einungis hlotið 750 þúsund dollara greiðslu fyrir að taka þátt í samningnum. Þá er velt upp þeirri spurningu hvers vegna bankinn tók þátt. Einnig er nefnt að nafn Martin Zeil sem forstöðumanns lögfræðisviðs Hauck & Aufhäuser komi aftur og aftur upp. Martin Zeil var síðar þingmaður í Þýskalandi og ráðherra í ríkisstjórn Bæjarlands. Hann sat á þingi Bæjaralands á árunum 2008 til 2013 og var þar varaforsætisráðherra og einnig ráðherra efnahags-, innviða-, samgöngu og tæknimála. Í greininni kemur fram að Hauck & Aufhäuser var yfirtekinn af kínverska fyrirtækinu Fosun árið 2016, vegna þess hve langur tími er liðinn frá brotinu og þar sem lykilstarfsmenn sem tóku þátt í fléttunni eru hættir hjá bankanum neitar bankinn að tjá sig við þýska blaðamenn um málið.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar. 5. apríl 2017 05:00 Fátt um svör frá þýska bankanum Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þýskir blaðamenn haft samband við þýska bankann Hauck & Aufhäuser vegna hlutdeildar hans í blekkingu um raunverulegt eignarhald í Búnaðarbankanum en fá svör fengið. 6. apríl 2017 06:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar. 5. apríl 2017 05:00
Fátt um svör frá þýska bankanum Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þýskir blaðamenn haft samband við þýska bankann Hauck & Aufhäuser vegna hlutdeildar hans í blekkingu um raunverulegt eignarhald í Búnaðarbankanum en fá svör fengið. 6. apríl 2017 06:00