Kolefnisbinding er náttúruvernd Pétur Halldórsson skrifar 7. apríl 2017 10:00 Um þetta erum við sammála, Tómas Grétar Gunnarsson, sem skrifar grein á visir.is 3. apríl með fyrirsögninni „Að samræma kolefnisbindingu og aðra náttúruvernd“. Kolefnisbinding er náttúruvernd og ber að þakka Tómasi fyrir að vekja máls á því. Að heimsbyggðinni steðja hættur sem eru sjálfskaparvíti okkar sjálfra, hröð losun kolefnis út í andrúmsloftið sem tók milljónir ára að bindast með hjálp ljóstillífandi lífvera. Skógrækt er ein öflugasta aðgerð sem Íslendingum stendur til boða til að ná markmiðum sínum í Parísarsamkomulaginu. Ráðast þarf í miklu fleiri aðgerðir og leggja áherslu á að draga úr losun. Það nægir þó ekki að draga úr losun því minnka þarf þann koltvísýring sem þegar hefur verið losaður út í andrúmsloftið og enn á eftir að bætast við á komandi árum. Skógrækt er besta og öruggasta leiðin sem við höfum til þess. Aðrar leiðir, svo sem að bleyta aftur upp í framræstu landi eða að græða upp land án skógræktar, geta vafalaust verið góðar loftslagsaðgerðir í mörgum tilvikum. Enn er þó ekki er til vöktunarkerfi til að mæla ávinninginn og nokkuð vantar upp á þekkinguna svo við getum spáð fyrir um árangur einstakra aðgerða. Miklar rannsóknir eru aftur á móti til um bindingu í skógi á Íslandi og Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá rekur vöktunarkerfi sem mælir bindingu alls skóglendis á Íslandi og skilar til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Skógrækt á Íslandi ógnar ekki náttúrugæðum landsins. Í skógræktaráætlunum er ávallt sneitt hjá votlendi, fornleifum og öðrum verndarsvæðum. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að skógrækt spilli fyrir því að Íslendingar geti staðið við Ramsarsáttmálann um vernd votlendis, Ríósamninginn um vernd líffjölbreytni eða Bernarsamninginn um vernd evrópskra dýra, plantna og lífsvæða. Yfirleitt eykur skógrækt líffjölbreytni, ekki síst þar sem skógur er ræktaður á nær líflausum auðnum og gildir þá einu hvaða trjátegundir eru notaðar. Á slíkum svæðum er vonast til að aukið samstarf Skógræktarinnar og Landgræðslu ríkisins beri mikinn ávöxt á komandi árum með ræktun öflugra skóga þeirra trjátegunda sem best henta til að ná settum markmiðum. Með því er jafnframt tryggt að gróður, jarðvegur og uppsafnað kolefni landgræðslusvæða haldist við til frambúðar og eigi ekki á hættu að eyðast snögglega, til dæmis í einu öskugosi.Engin ógn af skógrækt Þetta þýðir þó ekki að skógrækt eigi að vera án takmarkana og hömlulaus. Langt er frá því að svo sé. Miklar skorður eru settar við skógrækt á Íslandi og skýrar reglur sem fylgja þarf við gerð skógræktaráætlana. Skógrækt fer að langmestu leyti fram á landbúnaðarlandi annars vegar og auðnum hins vegar. Þegar tekið er tillit til þess að ræktaður skógur nær ekki hálfu prósenti flatarmáls Íslands er óhætt að fullyrða að af skógrækt standi engin ógn. Jafnvel þótt við tífölduðum flatarmál ræktaðra skóga yrðu þeir ekki nema á 5 hundraðshlutum landsins, sem er lítið miðað við allt það villta birkiskóglendi sem á landinu var við landnám. Í nýjum lögum um skóga og skógrækt sem umhverfis og auðlindaráðherra hefur lagt fram á Alþingi er gert ráð fyrir að ráðherra leggi fram landsáætlun í skógrækt til tíu ára í senn. Hafa skuli víðtækt samráð við gerð áætlunarinnar, til dæmis um forsendur fyrir vali á landi til skógræktar með tilliti til náttúruverndar, minjaverndar og landslags. Sú áætlun minnkar áreiðanlega núning milli hagaðila um nýtingu lands. Áhugavert er að skoða þær plöntutegundir sem eru friðaðar samkvæmt íslenskum lögum. Þá kemur í ljós að á listanum eru ýmsar tegundir sem í öðrum löndum þrífast helst í skógi svo sem súrsmæra, skógfjóla, ferlaufungur og eggtvíblaðka. Fleiri íslenskar tegundir ættu að geta breiðst út með auknum skógum, til dæmis burknategundir sem nú finnast eingöngu í dimmum klettaskorum og giljum. Ástæða væri til að dreifa slíkum tegundum í skógum landsins til að auðga flóru skóganna og tryggja viðgang tegundanna. Skógrækt á Íslandi er stunduð með varfærnum og vönduðum hætti. Auðvitað má þó alltaf gera betur og að því er stefnt. Upplýsingar og rannsóknir hjálpa þar mjög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Halldórsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Um þetta erum við sammála, Tómas Grétar Gunnarsson, sem skrifar grein á visir.is 3. apríl með fyrirsögninni „Að samræma kolefnisbindingu og aðra náttúruvernd“. Kolefnisbinding er náttúruvernd og ber að þakka Tómasi fyrir að vekja máls á því. Að heimsbyggðinni steðja hættur sem eru sjálfskaparvíti okkar sjálfra, hröð losun kolefnis út í andrúmsloftið sem tók milljónir ára að bindast með hjálp ljóstillífandi lífvera. Skógrækt er ein öflugasta aðgerð sem Íslendingum stendur til boða til að ná markmiðum sínum í Parísarsamkomulaginu. Ráðast þarf í miklu fleiri aðgerðir og leggja áherslu á að draga úr losun. Það nægir þó ekki að draga úr losun því minnka þarf þann koltvísýring sem þegar hefur verið losaður út í andrúmsloftið og enn á eftir að bætast við á komandi árum. Skógrækt er besta og öruggasta leiðin sem við höfum til þess. Aðrar leiðir, svo sem að bleyta aftur upp í framræstu landi eða að græða upp land án skógræktar, geta vafalaust verið góðar loftslagsaðgerðir í mörgum tilvikum. Enn er þó ekki er til vöktunarkerfi til að mæla ávinninginn og nokkuð vantar upp á þekkinguna svo við getum spáð fyrir um árangur einstakra aðgerða. Miklar rannsóknir eru aftur á móti til um bindingu í skógi á Íslandi og Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá rekur vöktunarkerfi sem mælir bindingu alls skóglendis á Íslandi og skilar til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Skógrækt á Íslandi ógnar ekki náttúrugæðum landsins. Í skógræktaráætlunum er ávallt sneitt hjá votlendi, fornleifum og öðrum verndarsvæðum. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að skógrækt spilli fyrir því að Íslendingar geti staðið við Ramsarsáttmálann um vernd votlendis, Ríósamninginn um vernd líffjölbreytni eða Bernarsamninginn um vernd evrópskra dýra, plantna og lífsvæða. Yfirleitt eykur skógrækt líffjölbreytni, ekki síst þar sem skógur er ræktaður á nær líflausum auðnum og gildir þá einu hvaða trjátegundir eru notaðar. Á slíkum svæðum er vonast til að aukið samstarf Skógræktarinnar og Landgræðslu ríkisins beri mikinn ávöxt á komandi árum með ræktun öflugra skóga þeirra trjátegunda sem best henta til að ná settum markmiðum. Með því er jafnframt tryggt að gróður, jarðvegur og uppsafnað kolefni landgræðslusvæða haldist við til frambúðar og eigi ekki á hættu að eyðast snögglega, til dæmis í einu öskugosi.Engin ógn af skógrækt Þetta þýðir þó ekki að skógrækt eigi að vera án takmarkana og hömlulaus. Langt er frá því að svo sé. Miklar skorður eru settar við skógrækt á Íslandi og skýrar reglur sem fylgja þarf við gerð skógræktaráætlana. Skógrækt fer að langmestu leyti fram á landbúnaðarlandi annars vegar og auðnum hins vegar. Þegar tekið er tillit til þess að ræktaður skógur nær ekki hálfu prósenti flatarmáls Íslands er óhætt að fullyrða að af skógrækt standi engin ógn. Jafnvel þótt við tífölduðum flatarmál ræktaðra skóga yrðu þeir ekki nema á 5 hundraðshlutum landsins, sem er lítið miðað við allt það villta birkiskóglendi sem á landinu var við landnám. Í nýjum lögum um skóga og skógrækt sem umhverfis og auðlindaráðherra hefur lagt fram á Alþingi er gert ráð fyrir að ráðherra leggi fram landsáætlun í skógrækt til tíu ára í senn. Hafa skuli víðtækt samráð við gerð áætlunarinnar, til dæmis um forsendur fyrir vali á landi til skógræktar með tilliti til náttúruverndar, minjaverndar og landslags. Sú áætlun minnkar áreiðanlega núning milli hagaðila um nýtingu lands. Áhugavert er að skoða þær plöntutegundir sem eru friðaðar samkvæmt íslenskum lögum. Þá kemur í ljós að á listanum eru ýmsar tegundir sem í öðrum löndum þrífast helst í skógi svo sem súrsmæra, skógfjóla, ferlaufungur og eggtvíblaðka. Fleiri íslenskar tegundir ættu að geta breiðst út með auknum skógum, til dæmis burknategundir sem nú finnast eingöngu í dimmum klettaskorum og giljum. Ástæða væri til að dreifa slíkum tegundum í skógum landsins til að auðga flóru skóganna og tryggja viðgang tegundanna. Skógrækt á Íslandi er stunduð með varfærnum og vönduðum hætti. Auðvitað má þó alltaf gera betur og að því er stefnt. Upplýsingar og rannsóknir hjálpa þar mjög.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun