Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 21-27 | Stjarnan deildarmeistari Anton Ingi Leifsson skrifar 8. apríl 2017 18:45 Helena Rut fór á kostum í dag. vísir/stefán Stjarnan er deildarmeistari í Olís-deild kvenna eftir sigur gegn Fram í lokaumferð Olís-deildarinnar, en liðin mættust í Safamýrinni í dag. Lokatölur urðu sex marka sigur Stjörnunnar, 27-21, en þær þurftu að vinna með að minnsta kosti fimm mörkum til að tryggja sér titilinn. Staðan í hálflek var 14-9, Stjörnunni í vil, en þær spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik hélt barningurinn áfram og var leikurinn æsispennandi allt til leiksloka. Að lokum vann Stjarnan eins og áður segir með sex marka mun og titillinn þeirra. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Stjarnan ætlaði ekki að gefa neitt eftir og þær komu virkilega vel stemmdar inn í leikinn. Þær skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins, spiluðu geysilegan öflugan varnarleik og Fram vissi ekki sitt rjúkandi ráð í sókninin. 10-4 eftir stundarfjórðung. Sóknarleikur Fram var á köflum vandræðalegur. Þær skoruðu sín fyrstu mörk eftir hröð upphlaup, en annars voru þær ekkert að ná að opna vörn Fram. Í þau fáu skipti sem þær opnuðu vörn Stjörnunnar þá varði Hafdís Renötudóttir vel, en mörg skotin sem Hafdís varði voru dauðafæri. Helena Rut Örvarsdóttir var stórkostleg í sóknarleik Stjörnunnar og gjörsamlega skaut Fram í kaf, en Helena var komin með sex mörk í hálfleik og mörg hver þegar Stjarnan var að spila sig í vandræði. Þegar liðin gengu til búningsherbergja leiddi Stjarnan með fimm mörkum, 14-9. Áfram hélt barningurinn í síðari hálfleik, en ekki skánaði sóknarleikur Fram, en hann var í lamasessi nær allan leikinn. Þær spiluðu þokkalegan varnarleik, en Stjarnan var komið 19-12 þegar leikmenn Fram virtust átta sig á stöðunni. Þær skoruðu þrjú næstu mörk og fjörið rétt að byrja. Helena Rut hélt uppteknum hætti frá því í fyrri hálfleik, en hún var sjóðandi heit og skoraði hvert markið á fætur öðru. Barningurinn var rosalegur, en þegar fáeinar mínútur voru eftir var munurinn fimm mörk. Stjarnan þurfti að vinna með fimm mörkum eða fleiril til að tryggja sér titilinn. Það var vel við hæfi að síðasta mark leiksins hafi verið skorað af Helenu Rut 45 sekúndum fyrir leikslok, en hún tryggði Stjörnunni deildarmeistaratitilinn eftir svakalegan leik, 27-21. Fram liðið hefur svo oftáður spilað betur en í dag, en spilamennska liðsins, sóknarlega sérstaklega, var skelfileg. Stjarnan er vel að þessum titli komnar, en sigurinn var verðskuldaður. Helena Rut var frábær og skoraði níu mörk, en næst kom Sólveig Lára Kjærnested með sjö mörk. Hanna Guðrún og Rakel Dögg bættu svo við fjórum mörkum hvor, en Stjarnan spilar við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildarinnar. Hjá Fram var það Ragnheiður Júlíusdóttir sem virtist eina með lífsmarki á köflum. Það kveiknaði of seint á Hildi Þorgeirsdóttur og Fram virtist eiga fá svör gegn gífurlega sterkri vörn Stjörnunnar, en Fram hefur átt erfitt með vörn Stjörnunnar og fékk til að mynda einungis 18 mörk á sig í bikarleik liðanna ekki fyrir alls löngu. Fram mætir Haukum í undanúrslitum Olís-deildarinnar, en úrslitakeppnin hefst 20. apríl.Helena Rut: Ég trúði þessu ekki „Þetta gerist ekkert mikið sætara. Ég horfði á Nataly í lokin og trúði nánast ekki að við værum að vinna þetta. Ég trúði þessu ekki,” sagði stórskyttan Helena Rut Örvarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Vísi í leikslok, en Helena átti frábæran leik. „Mér fannst alls ekki óþægilegt að við höfðum þurft að vinna með þessum fimm mörkum. Við höfðum engu að tapa og ég held að það sé óþægilegra fyrir Fram að mæta í svona leik og þær vita að þær mega tapa.” „Fyrst og fremst hugsuðum við að við þyrftum að vinna leikinn og svo myndum við bara sjá til hvort við gætum þessi fimm mörk sem við þurftum. Við byrjuðum vel og það skóp sigurinn.” „Þetta var mjög góður leikur. Þegar við þurfum að mæta klárar þá gerum við það til dæmis í bikarúrslitunum, í þennan leik, gegn ÍBV í bikarnum og þegar við klikkum þá klikkum við almennilega.” „Ég held þetta hafi verið með betri leikjum okkar í vetur. Ég held við verðum bara betri og betri.” Stjarnan varð deildarmeistari í dag, en áður höfðu þær unnið bikarinn og deildarbikarinn. Nú er bara sá stóri eftir og Helenu langar feykilega mikið í hann, en hún hefur aldrei unnið hann. „Það er bara einn eftir og hann er sá eini sem ég á eftir að taka. Ég ætla að gera allt til þess að ná í þann titil,” sagði Helena að lokum.Halldór Harri: Virkilega stoltur af mínu liði „Þetta var virkilega flott og virkilega vel spilaður í 60 mínútur hjá okkur. Auðvitað er þetta aðeins upp og niður, en heilt yfir er ég virkilega stoltur af mínu liði,” sagði kampakátur Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að titillinn fór á loft. „Í bikarkeppninni héldum við þeim í átján mörkum svo að gáfum aðeins eftir hvað það varðar,” grínaðist Harri og hélt áfram: „Geggjuð vörn og markverðirnir voru báðar góðar. Við erum ákveðnar í sóknarleiknum og skoruðum fullt af mörkum.” Stjarnan þurfti að vinna leikinn með fimm mörkum eða fleiri, en Halldór Harri segir að það hafi alls ekki truflað liðið hans í undirbúningi fyrir leikinn. „Mér fannst það mikill léttir. Ég get ímyndað mér að það sé erfiðara fyrir hitt liðið, en við vissum það að við hefðum engu að tapa.” „Við ætluðum bara að vinna leikinn fyrst og fremst, en við gerðum það og náðum þessum mörkum sem við þurftum.” Grótta er andstæðingur Stjörnunnar í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Maður fer aldrei í úrslitakeppni nema til að sigra, en þetta eru fjögur lið sem eru virkilega góð. Síðasti tapleikur okkar var gegn Gróttu svo við þurfum taka þær af hörku og mjög alvarlega, en við erum klár,” sagði Halldór að lokum.Stefán: Þær hentar okkur illa „Okkar styrkleiki fór úrskeiðis í dag, en það er vörnin. Einnig vorum við of staðar í sóknarleiknum. Við vorum ekki að spila þetta vel,” sagði hundfúll Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, í leikslok. Fram skoraði einungis níu mörk í fyrri hálfleik og Stefán var stuttorður um það hvað fór úrskeiðis þar: „Stjarnan spilaði betur. Það er ekkert flókið.” „Við vorum ekkert að pæla í þessum mörkum sem við áttum, en það er kannski í undirmeðvitundunni. Við fengum tækifæri til að vinna þetta á markatölu, en við klúðruðum því. Stjarnan vann þetta sanngjarnt.” Stefán leiðir nú hugann að næsta andstæðing sem er Haukar, en Stefán líst ekki nægilega vel á þann andstæðing. „Það verður mjög erfitt, því þær henta okkur illa. Þetta verða erfiðir leikir,” sagði Stefán að lokum.Leik lokið (21-27): Stjarnan er deildarmeistari í Olís-deild kvenna 2017! Þvílík dramatík. Stjörnufólk í stúkunni vel með á nótunum og fögnuðurinn, eðlilega, gífurlega mikill hjá Stjörnufólki. Nánari viðtöl og umfjöllun innan skamms.59. mín (21-27): Helena Rut skorar!!! Sex marka munur og innan við mínúta eftir. Stefán tekur leikhlé. 45 sekúndur eftir.58. mín (21-26): Áfram skora liðið á víxl. Þvílík dramatík! Liðin eru jöfn að nýju. Minni á að munurinn er fimm mörk sem Stjarnan þarf að vinna með. 1:30 eftir.57. mín (20-25): Stjarnan skoraði en spilaði með mann auka í sókninni og þær gleymdu svo að skipta svo Marthe vippaði boltanum bara í autt markið. Stjarnan með boltann.56. mín (19-24): Áfram er 19-24, en það hefur verið staðan í lengri tíma. Heiða var að verja hraðaupphlaup frá Guðrúnu Þóru, en Stefanía fékk tveggja mínútna brottvísun. Fjórar mínútur, nákvæmlega, eftir. Stjarnan er deildarmeistari ef þetta fer svona.54. mín (19-24): Sigurbjörg klúðrar víti eftir að Elena var rekin útaf með tveggja mínútna brottvísun á bakinu. Heiða varði. Sex mínútur eftir og munurinn fimm mörk. Halldór Harri tekur leikhlé.52. mín (19-24): Hanna kemur þessu aftur í fimm mörk með góðu skoti úr horninu. Annað mark Hönnu á skömmum tíma. Átta mínútur sléttar eftir. 50. mín (19-23): Mikilvægt frákast hjá Guðrúnu Þóru sem skorar.48. mín (18-22): Ragnheiður minnkar þetta í fjögur mörk með sínu sjötta marki. Verið best Fram-kvenna í dag.47. mín (17-22): Sigurbjörg minnkar muninn í fimm mörk af vítalínunni og Elena fékk tveggja mínúta brottvísun. Nær Fram að snúa þessu?46. mín (16-22): Helena kemur þessu í sex mörk aftur með sínu áttunda marki. Stefán tekur leikhlé. Nú þarf hann einhver brögð.45. mín (16-21): Svaka hraði í þessu þessar mínúturnar, en Stjarnan á enn fimm mörk. Um það snýst þetta allt.43. mín (15-19): Þrjú mörk í röð hjá Fram sem breyta stöðunni úr 19-12 í 19-15. Steinunn er svo sett í kælingu fyrir brot á Rakeli Dögg. Spurning hvernig Stjarnan nýtir sér liðsmuninn.41. mín (13-19): Rakel með geggjað skot og mark. Sjö marka munur. Stefán er hugsi á hliðarlínunni. Ragnheiður, enn og aftur, svarar með þrumufleyg.40. mín (12-18): Ótrúleg mistök á báða bóga. Spurning hvort að spennustigið sé eitthvað að verða of hátt hérna, en það er markaþurrð hérna þessar mínúturnar.36. mín (12-18): Stjarnan er bara að gefa í ef eitthvað er. Rosalegur kraftur í þeim meðan það er ekkert að frétta af sóknarleik Fram.34. mín (11-16): Stjarnan skorar einum færri en Fram svarar með marki. Sigurbjörg fær svo tvær mínútur.32. mín (10-15): Fram fær víti og tvær mínútur á Hönnu. Sigurbjörg skorar af línunni.31. mín (9-15): Stjarnan skorar fyrsta mark síðari hálfleiks, en það gerir Sólveig Lára.Hálfleikur (9-14): Fimm marka munur í hálfleik. Stjarnan verið mun sterkari aðilinn, en Fram hefur engan veginn náð sér á strik hér í fyrri hálfleik. Það verður fróðlegt að sjá síðari hálfleikinn, en ég er nokkuð viss um að Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, taki þokkalegan hárblásara í hálfleik.28. mín (8-13): Staðan enn sú sama.25. mín (8-13): Lítið skorar þessa stundina. Fram nær lítið að minnka forskotið.22. mín (7-12): Loks fær Ragnheiður flugbrautina sína og skorar. Fimm marka munur. Halldór Harri tekur leikhlé.20. mín (6-12): Vá! Þvílíkt skot frá Helenu. Hún er heldur betur í stuði, en hún raðar inn mörkunum. Vörn Fram ræður ekkert við stórskyttuna.18. mín (5-11): Hanna skorar af vítalínunni og munurinn sex mörk. Fram er í rugli, en Stjarnan er að spila frábærlega.15. mín (4-10): Geggjuð línusending frá Sólveigu og Elena skorar sitt fyrsta mark. Hafdís er að fara á kostum í marki Stjörnunnar.14. mín (3-8): Helena skorar og skorar. Sjóðheit í skyttunni.12. mín (2-7): Stefáni Arnarssyni, þjálfara Fram, er nóg boðið og tekur leikhlé. Sóknarleikurinn verið hreinasta hörmung og Helena fengið að leika lausum hala í sóknarleik Stjörnunnar.11. mín (2-6): Fram er byrjað að spila með sjö í sókninni. Taka markvörðinn útaf og Elísabet kemur inn á línuna. Stjarnan mikið sterkari aðilinn og ótrúlegt að munurinn sé ekki meiri.9. mín (2-5): Snörp sókn Fram sem endar með marki. Sóknarleikur þeirra þó enn í lamasessi.7. mín (1-5): Hanna skorar eftir frákast af víti sem hún klúðraði, en loks skorar Hildur fyrir Fram þegar rúmar sex mínútur eru búnar.4. mín (0-3): Fyrstu þrjú mörkin eru gestanna. Rakel með tvö og Sólveig eitt. Fram er í vandræðum sóknarlega.2. mín (0-1): Rakel Dögg Bragadóttir skorar fyrsta mark leiksins eftir laglegt gegnumbrot.1. mín (0-0): Leikurinn er farinn af stað og það er Ragnhildur Júlíusdóttir sem tekur fyrsta skotið. Skýtur framhjá.Fyrir leik: Tíu mínútur í leikinn! Nokkrir mættir í stúkuna, en vonandi eru fleiri á leiðinni á þennan stórleik.Fyrir leik: Hér í dag mætast tveir af bestu ef ekki þeir bestu markverðir deildarinnar, þær Guðrún Ósk Maríasdóttir og Hafdís Renötudóttir. Það mun mikið mæða á þeim og kæmi mér lítið sem ekkert á óvart ef önnur þeirra, ef ekki báðar, myndu eiga stórleik í dag.Fyrir leik: Þeir Anton Gylfi Pálsson og Jón Karl Björnsson dæma hér í dag, en eftirlitsmaður er fyrrum dómarinn Gísli Jóhannesson.Fyrir leik: Stjarnan þarf alveg að eiga dúndurleik hérna í dag ætli liðið sér deildarmeistaratitilinn, en Fram-liðið hefur einungis tapað tveimur leikjum í deildarkeppnini. Fram getur orðið deildarmeistari í fyrsta skipti eftir að mótinu var skipt upp í deildarmeistaratitil og svo úrslitakeppni.Fyrir leik: Bæði liðin eru byrjuð að hita up á fullu og Aron Can er kominn á fóninn. Þetta gæti alveg verið verra.Fyrir leik: Eins og kemur fram hér að ofan einnig þarf Stjarnan ekki bara að vinna leikinn heldur þurfa þeir að vinna með fimm mörkum eða fleiri.Fyrir leik: Liðin skildu jöfn í annari umferðinni, 21-21, en Fram vann svo leik númer tvö í TM-höllinni þann 12. nóvember, 27-22. Fyrir leik: Komiði sæl og velkomin með okkur í Safamýrina. Hér fer fram rosalegur leikur, úrslitaleikur, eins og stendur hér að ofan um deildarmeistaratitilinn. Olís-deild kvenna Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Stjarnan er deildarmeistari í Olís-deild kvenna eftir sigur gegn Fram í lokaumferð Olís-deildarinnar, en liðin mættust í Safamýrinni í dag. Lokatölur urðu sex marka sigur Stjörnunnar, 27-21, en þær þurftu að vinna með að minnsta kosti fimm mörkum til að tryggja sér titilinn. Staðan í hálflek var 14-9, Stjörnunni í vil, en þær spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik hélt barningurinn áfram og var leikurinn æsispennandi allt til leiksloka. Að lokum vann Stjarnan eins og áður segir með sex marka mun og titillinn þeirra. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Stjarnan ætlaði ekki að gefa neitt eftir og þær komu virkilega vel stemmdar inn í leikinn. Þær skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins, spiluðu geysilegan öflugan varnarleik og Fram vissi ekki sitt rjúkandi ráð í sókninin. 10-4 eftir stundarfjórðung. Sóknarleikur Fram var á köflum vandræðalegur. Þær skoruðu sín fyrstu mörk eftir hröð upphlaup, en annars voru þær ekkert að ná að opna vörn Fram. Í þau fáu skipti sem þær opnuðu vörn Stjörnunnar þá varði Hafdís Renötudóttir vel, en mörg skotin sem Hafdís varði voru dauðafæri. Helena Rut Örvarsdóttir var stórkostleg í sóknarleik Stjörnunnar og gjörsamlega skaut Fram í kaf, en Helena var komin með sex mörk í hálfleik og mörg hver þegar Stjarnan var að spila sig í vandræði. Þegar liðin gengu til búningsherbergja leiddi Stjarnan með fimm mörkum, 14-9. Áfram hélt barningurinn í síðari hálfleik, en ekki skánaði sóknarleikur Fram, en hann var í lamasessi nær allan leikinn. Þær spiluðu þokkalegan varnarleik, en Stjarnan var komið 19-12 þegar leikmenn Fram virtust átta sig á stöðunni. Þær skoruðu þrjú næstu mörk og fjörið rétt að byrja. Helena Rut hélt uppteknum hætti frá því í fyrri hálfleik, en hún var sjóðandi heit og skoraði hvert markið á fætur öðru. Barningurinn var rosalegur, en þegar fáeinar mínútur voru eftir var munurinn fimm mörk. Stjarnan þurfti að vinna með fimm mörkum eða fleiril til að tryggja sér titilinn. Það var vel við hæfi að síðasta mark leiksins hafi verið skorað af Helenu Rut 45 sekúndum fyrir leikslok, en hún tryggði Stjörnunni deildarmeistaratitilinn eftir svakalegan leik, 27-21. Fram liðið hefur svo oftáður spilað betur en í dag, en spilamennska liðsins, sóknarlega sérstaklega, var skelfileg. Stjarnan er vel að þessum titli komnar, en sigurinn var verðskuldaður. Helena Rut var frábær og skoraði níu mörk, en næst kom Sólveig Lára Kjærnested með sjö mörk. Hanna Guðrún og Rakel Dögg bættu svo við fjórum mörkum hvor, en Stjarnan spilar við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildarinnar. Hjá Fram var það Ragnheiður Júlíusdóttir sem virtist eina með lífsmarki á köflum. Það kveiknaði of seint á Hildi Þorgeirsdóttur og Fram virtist eiga fá svör gegn gífurlega sterkri vörn Stjörnunnar, en Fram hefur átt erfitt með vörn Stjörnunnar og fékk til að mynda einungis 18 mörk á sig í bikarleik liðanna ekki fyrir alls löngu. Fram mætir Haukum í undanúrslitum Olís-deildarinnar, en úrslitakeppnin hefst 20. apríl.Helena Rut: Ég trúði þessu ekki „Þetta gerist ekkert mikið sætara. Ég horfði á Nataly í lokin og trúði nánast ekki að við værum að vinna þetta. Ég trúði þessu ekki,” sagði stórskyttan Helena Rut Örvarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Vísi í leikslok, en Helena átti frábæran leik. „Mér fannst alls ekki óþægilegt að við höfðum þurft að vinna með þessum fimm mörkum. Við höfðum engu að tapa og ég held að það sé óþægilegra fyrir Fram að mæta í svona leik og þær vita að þær mega tapa.” „Fyrst og fremst hugsuðum við að við þyrftum að vinna leikinn og svo myndum við bara sjá til hvort við gætum þessi fimm mörk sem við þurftum. Við byrjuðum vel og það skóp sigurinn.” „Þetta var mjög góður leikur. Þegar við þurfum að mæta klárar þá gerum við það til dæmis í bikarúrslitunum, í þennan leik, gegn ÍBV í bikarnum og þegar við klikkum þá klikkum við almennilega.” „Ég held þetta hafi verið með betri leikjum okkar í vetur. Ég held við verðum bara betri og betri.” Stjarnan varð deildarmeistari í dag, en áður höfðu þær unnið bikarinn og deildarbikarinn. Nú er bara sá stóri eftir og Helenu langar feykilega mikið í hann, en hún hefur aldrei unnið hann. „Það er bara einn eftir og hann er sá eini sem ég á eftir að taka. Ég ætla að gera allt til þess að ná í þann titil,” sagði Helena að lokum.Halldór Harri: Virkilega stoltur af mínu liði „Þetta var virkilega flott og virkilega vel spilaður í 60 mínútur hjá okkur. Auðvitað er þetta aðeins upp og niður, en heilt yfir er ég virkilega stoltur af mínu liði,” sagði kampakátur Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að titillinn fór á loft. „Í bikarkeppninni héldum við þeim í átján mörkum svo að gáfum aðeins eftir hvað það varðar,” grínaðist Harri og hélt áfram: „Geggjuð vörn og markverðirnir voru báðar góðar. Við erum ákveðnar í sóknarleiknum og skoruðum fullt af mörkum.” Stjarnan þurfti að vinna leikinn með fimm mörkum eða fleiri, en Halldór Harri segir að það hafi alls ekki truflað liðið hans í undirbúningi fyrir leikinn. „Mér fannst það mikill léttir. Ég get ímyndað mér að það sé erfiðara fyrir hitt liðið, en við vissum það að við hefðum engu að tapa.” „Við ætluðum bara að vinna leikinn fyrst og fremst, en við gerðum það og náðum þessum mörkum sem við þurftum.” Grótta er andstæðingur Stjörnunnar í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Maður fer aldrei í úrslitakeppni nema til að sigra, en þetta eru fjögur lið sem eru virkilega góð. Síðasti tapleikur okkar var gegn Gróttu svo við þurfum taka þær af hörku og mjög alvarlega, en við erum klár,” sagði Halldór að lokum.Stefán: Þær hentar okkur illa „Okkar styrkleiki fór úrskeiðis í dag, en það er vörnin. Einnig vorum við of staðar í sóknarleiknum. Við vorum ekki að spila þetta vel,” sagði hundfúll Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, í leikslok. Fram skoraði einungis níu mörk í fyrri hálfleik og Stefán var stuttorður um það hvað fór úrskeiðis þar: „Stjarnan spilaði betur. Það er ekkert flókið.” „Við vorum ekkert að pæla í þessum mörkum sem við áttum, en það er kannski í undirmeðvitundunni. Við fengum tækifæri til að vinna þetta á markatölu, en við klúðruðum því. Stjarnan vann þetta sanngjarnt.” Stefán leiðir nú hugann að næsta andstæðing sem er Haukar, en Stefán líst ekki nægilega vel á þann andstæðing. „Það verður mjög erfitt, því þær henta okkur illa. Þetta verða erfiðir leikir,” sagði Stefán að lokum.Leik lokið (21-27): Stjarnan er deildarmeistari í Olís-deild kvenna 2017! Þvílík dramatík. Stjörnufólk í stúkunni vel með á nótunum og fögnuðurinn, eðlilega, gífurlega mikill hjá Stjörnufólki. Nánari viðtöl og umfjöllun innan skamms.59. mín (21-27): Helena Rut skorar!!! Sex marka munur og innan við mínúta eftir. Stefán tekur leikhlé. 45 sekúndur eftir.58. mín (21-26): Áfram skora liðið á víxl. Þvílík dramatík! Liðin eru jöfn að nýju. Minni á að munurinn er fimm mörk sem Stjarnan þarf að vinna með. 1:30 eftir.57. mín (20-25): Stjarnan skoraði en spilaði með mann auka í sókninni og þær gleymdu svo að skipta svo Marthe vippaði boltanum bara í autt markið. Stjarnan með boltann.56. mín (19-24): Áfram er 19-24, en það hefur verið staðan í lengri tíma. Heiða var að verja hraðaupphlaup frá Guðrúnu Þóru, en Stefanía fékk tveggja mínútna brottvísun. Fjórar mínútur, nákvæmlega, eftir. Stjarnan er deildarmeistari ef þetta fer svona.54. mín (19-24): Sigurbjörg klúðrar víti eftir að Elena var rekin útaf með tveggja mínútna brottvísun á bakinu. Heiða varði. Sex mínútur eftir og munurinn fimm mörk. Halldór Harri tekur leikhlé.52. mín (19-24): Hanna kemur þessu aftur í fimm mörk með góðu skoti úr horninu. Annað mark Hönnu á skömmum tíma. Átta mínútur sléttar eftir. 50. mín (19-23): Mikilvægt frákast hjá Guðrúnu Þóru sem skorar.48. mín (18-22): Ragnheiður minnkar þetta í fjögur mörk með sínu sjötta marki. Verið best Fram-kvenna í dag.47. mín (17-22): Sigurbjörg minnkar muninn í fimm mörk af vítalínunni og Elena fékk tveggja mínúta brottvísun. Nær Fram að snúa þessu?46. mín (16-22): Helena kemur þessu í sex mörk aftur með sínu áttunda marki. Stefán tekur leikhlé. Nú þarf hann einhver brögð.45. mín (16-21): Svaka hraði í þessu þessar mínúturnar, en Stjarnan á enn fimm mörk. Um það snýst þetta allt.43. mín (15-19): Þrjú mörk í röð hjá Fram sem breyta stöðunni úr 19-12 í 19-15. Steinunn er svo sett í kælingu fyrir brot á Rakeli Dögg. Spurning hvernig Stjarnan nýtir sér liðsmuninn.41. mín (13-19): Rakel með geggjað skot og mark. Sjö marka munur. Stefán er hugsi á hliðarlínunni. Ragnheiður, enn og aftur, svarar með þrumufleyg.40. mín (12-18): Ótrúleg mistök á báða bóga. Spurning hvort að spennustigið sé eitthvað að verða of hátt hérna, en það er markaþurrð hérna þessar mínúturnar.36. mín (12-18): Stjarnan er bara að gefa í ef eitthvað er. Rosalegur kraftur í þeim meðan það er ekkert að frétta af sóknarleik Fram.34. mín (11-16): Stjarnan skorar einum færri en Fram svarar með marki. Sigurbjörg fær svo tvær mínútur.32. mín (10-15): Fram fær víti og tvær mínútur á Hönnu. Sigurbjörg skorar af línunni.31. mín (9-15): Stjarnan skorar fyrsta mark síðari hálfleiks, en það gerir Sólveig Lára.Hálfleikur (9-14): Fimm marka munur í hálfleik. Stjarnan verið mun sterkari aðilinn, en Fram hefur engan veginn náð sér á strik hér í fyrri hálfleik. Það verður fróðlegt að sjá síðari hálfleikinn, en ég er nokkuð viss um að Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, taki þokkalegan hárblásara í hálfleik.28. mín (8-13): Staðan enn sú sama.25. mín (8-13): Lítið skorar þessa stundina. Fram nær lítið að minnka forskotið.22. mín (7-12): Loks fær Ragnheiður flugbrautina sína og skorar. Fimm marka munur. Halldór Harri tekur leikhlé.20. mín (6-12): Vá! Þvílíkt skot frá Helenu. Hún er heldur betur í stuði, en hún raðar inn mörkunum. Vörn Fram ræður ekkert við stórskyttuna.18. mín (5-11): Hanna skorar af vítalínunni og munurinn sex mörk. Fram er í rugli, en Stjarnan er að spila frábærlega.15. mín (4-10): Geggjuð línusending frá Sólveigu og Elena skorar sitt fyrsta mark. Hafdís er að fara á kostum í marki Stjörnunnar.14. mín (3-8): Helena skorar og skorar. Sjóðheit í skyttunni.12. mín (2-7): Stefáni Arnarssyni, þjálfara Fram, er nóg boðið og tekur leikhlé. Sóknarleikurinn verið hreinasta hörmung og Helena fengið að leika lausum hala í sóknarleik Stjörnunnar.11. mín (2-6): Fram er byrjað að spila með sjö í sókninni. Taka markvörðinn útaf og Elísabet kemur inn á línuna. Stjarnan mikið sterkari aðilinn og ótrúlegt að munurinn sé ekki meiri.9. mín (2-5): Snörp sókn Fram sem endar með marki. Sóknarleikur þeirra þó enn í lamasessi.7. mín (1-5): Hanna skorar eftir frákast af víti sem hún klúðraði, en loks skorar Hildur fyrir Fram þegar rúmar sex mínútur eru búnar.4. mín (0-3): Fyrstu þrjú mörkin eru gestanna. Rakel með tvö og Sólveig eitt. Fram er í vandræðum sóknarlega.2. mín (0-1): Rakel Dögg Bragadóttir skorar fyrsta mark leiksins eftir laglegt gegnumbrot.1. mín (0-0): Leikurinn er farinn af stað og það er Ragnhildur Júlíusdóttir sem tekur fyrsta skotið. Skýtur framhjá.Fyrir leik: Tíu mínútur í leikinn! Nokkrir mættir í stúkuna, en vonandi eru fleiri á leiðinni á þennan stórleik.Fyrir leik: Hér í dag mætast tveir af bestu ef ekki þeir bestu markverðir deildarinnar, þær Guðrún Ósk Maríasdóttir og Hafdís Renötudóttir. Það mun mikið mæða á þeim og kæmi mér lítið sem ekkert á óvart ef önnur þeirra, ef ekki báðar, myndu eiga stórleik í dag.Fyrir leik: Þeir Anton Gylfi Pálsson og Jón Karl Björnsson dæma hér í dag, en eftirlitsmaður er fyrrum dómarinn Gísli Jóhannesson.Fyrir leik: Stjarnan þarf alveg að eiga dúndurleik hérna í dag ætli liðið sér deildarmeistaratitilinn, en Fram-liðið hefur einungis tapað tveimur leikjum í deildarkeppnini. Fram getur orðið deildarmeistari í fyrsta skipti eftir að mótinu var skipt upp í deildarmeistaratitil og svo úrslitakeppni.Fyrir leik: Bæði liðin eru byrjuð að hita up á fullu og Aron Can er kominn á fóninn. Þetta gæti alveg verið verra.Fyrir leik: Eins og kemur fram hér að ofan einnig þarf Stjarnan ekki bara að vinna leikinn heldur þurfa þeir að vinna með fimm mörkum eða fleiri.Fyrir leik: Liðin skildu jöfn í annari umferðinni, 21-21, en Fram vann svo leik númer tvö í TM-höllinni þann 12. nóvember, 27-22. Fyrir leik: Komiði sæl og velkomin með okkur í Safamýrina. Hér fer fram rosalegur leikur, úrslitaleikur, eins og stendur hér að ofan um deildarmeistaratitilinn.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira