Skotsilfur Markaðarins: Bitlingum útbýtt hjá Isavia og óvissa hjá NSA Ristjórn skrifar 7. apríl 2017 15:39 Huld Magnúsdóttir var í síðustu viku valin hæfust úr hópi 57 umsækjenda um starf framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA). Hún tekur við af Helgu Valfells sem sagði upp í desember í fyrra ásamt tveimur öðrum starfsmönnum NSA og stofnuðu þær þrjár sjóðinn Crowberry Capital. Samkvæmt heimildum Markaðarins er útlit fyrir enn frekari breytingar á starfsmannahópi NSA sem taldi ekki nema sex manns áður en starfsmennirnir þrír sögðu upp. Ástæðuna megi rekja til óánægju með þá óvissu sem hafi fylgt mannabreytingunum öllum.Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FMEUnnur Gunnars segir pass Athygli hefur vakið hversu lítið hefur sést til Unnar Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), síðan fregnir bárust af kaupum þriggja vogunarsjóða og Goldman Sachs í Arion banka. Er þar um að ræða eitt umdeildasta málið sem komið hefur inn á borð FME frá hruni. Fulltrúar stofnunarinnar mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í síðasta mánuði til að ræða söluna. Unnur var þá fjarri góðu gamni og sendi Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóra FME, í sinn stað á fundinn.Bitlingum útbýtt Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis og varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1, voru kjörin ný inn í fimm manna stjórn ríkisfyrirtækisins Isavia á aðalfundi þess 23. mars. Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Bjartrar framtíðar, þáði þá einnig bitling fyrir sín störf fyrir flokkinn þegar hún tók sæti Theódóru Þorsteinsdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar. Þá voru þær Heiða Kristín Helgadóttir, einn af stofnendum Bjartrar framtíðar, sem lýsti yfir stuðningi við Viðreisn fyrir kosningarnar í haust, kjörin í varastjórn ásamt Margréti Kristínu Helgadóttur, frambjóðanda Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi. Ingveldur Sæmundsdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona Sigurðar Inga í Framsókn, var einnig kjörin í varastjórn. Skotsilfur Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Huld Magnúsdóttir var í síðustu viku valin hæfust úr hópi 57 umsækjenda um starf framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA). Hún tekur við af Helgu Valfells sem sagði upp í desember í fyrra ásamt tveimur öðrum starfsmönnum NSA og stofnuðu þær þrjár sjóðinn Crowberry Capital. Samkvæmt heimildum Markaðarins er útlit fyrir enn frekari breytingar á starfsmannahópi NSA sem taldi ekki nema sex manns áður en starfsmennirnir þrír sögðu upp. Ástæðuna megi rekja til óánægju með þá óvissu sem hafi fylgt mannabreytingunum öllum.Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FMEUnnur Gunnars segir pass Athygli hefur vakið hversu lítið hefur sést til Unnar Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), síðan fregnir bárust af kaupum þriggja vogunarsjóða og Goldman Sachs í Arion banka. Er þar um að ræða eitt umdeildasta málið sem komið hefur inn á borð FME frá hruni. Fulltrúar stofnunarinnar mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í síðasta mánuði til að ræða söluna. Unnur var þá fjarri góðu gamni og sendi Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóra FME, í sinn stað á fundinn.Bitlingum útbýtt Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis og varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1, voru kjörin ný inn í fimm manna stjórn ríkisfyrirtækisins Isavia á aðalfundi þess 23. mars. Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Bjartrar framtíðar, þáði þá einnig bitling fyrir sín störf fyrir flokkinn þegar hún tók sæti Theódóru Þorsteinsdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar. Þá voru þær Heiða Kristín Helgadóttir, einn af stofnendum Bjartrar framtíðar, sem lýsti yfir stuðningi við Viðreisn fyrir kosningarnar í haust, kjörin í varastjórn ásamt Margréti Kristínu Helgadóttur, frambjóðanda Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi. Ingveldur Sæmundsdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona Sigurðar Inga í Framsókn, var einnig kjörin í varastjórn.
Skotsilfur Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira