Upp úr sauð eftir útgáfu Fréttatímans Benedikt Bóas skrifar 8. apríl 2017 06:00 Við skrifstofu Fréttatímans standa nú tómir blaðastandar. vísir/ernir Til átaka kom á ritstjórnarskrifstofu Fréttatímans eftir að blaðið var sent í prentun á fimmtudag.Starfsmaður sem hafði ekki fengið greidd laun fyrir marsmánuð og taldi sig hafa fengið loforð frá framkvæmdastjóra blaðsins, Valdimari Birgissyni, um að fá laun sín greidd eftir helgi, reiddist eftir að í ljós kom að framkvæmdastjórinn sagðist ekki treysta sér til að lofa neinu þar um. Þegar starfsmaðurinn áttaði sig á því að ekki væri hægt að tryggja greiðslu launa eftir helgi sauð upp úr á gólfi Fréttatímans.Valdimar segir það ömurlega stöðu að geta ekki greitt öllum laun á réttum tíma. „Markmið okkar er að sjálfsögðu að greiða öllum laun og vinnum við að því öllum árum ásamt því að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins.“Þeir starfsmenn fréttatímans sem Fréttablaðið ræddi við segja með ólíkindum að starfsmaðurinn hafi náð að halda ró sinni í þessum aðstæðum. Starfsmaðurinn sé fyrirvinna fjölskyldunnar og geti ekki greitt húsaleigu eða gefið fjölskyldu sinni að borða. „Örvænting þeirra sem ekki hafa fengið borgað minnkar ekki þó að blaðið hafi farið í prentun. Það verður einhver að horfast í augu við það fólk strax, því það er ekki hægt að bíða,“ segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Fréttatímans. Þóra vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðu blaðsins enda vissi hún ekki hver framtíðin yrði. Hún vonaðist til að það myndi þó halda áfram. Starfsmenn Fréttatímans segja að Þóra hafi staðið sem klettur með starfsfólki sínu en hún var milliliður á milli stjórnenda og starfsfólksins. Eftir að blaðið var sent í prentsmiðjuna gekk starfsfólkið frá og hélt í miðborgina þar sem það borðaði saman. Þau mættu ekki í vinnu í gær og vita lítið um framhaldið. Gunnar Smári sendi starfsmönnum blaðsins bréf í gærmorgun þar sem kom fram að svör myndu fást um framtíð blaðsins um helgina. Þeir starfsmenn sem Fréttablaðið ræddi við voru ekki bjartsýnir á framhaldið. Enginn hefur þó fengið uppsagnarbréf. Ekki hefur náðst í Gunnar Smára en hann sagði á Facebook-síðu sinni að stærstu lánardrottnar félagsins hefðu viljað freista þess að treysta áframhaldandi rekstur blaðsins og óskuðu eftir að hann léti af störfum. „Ég gat því ekki greint starfsfólkinu frá stöðu fyrirtækisins. Ég hafði enga stöðu til þess, þekkti ekki atburðarásina og kunni engin svör,“ segir hann ennfremur.Frétt uppfærð klukkan 17:09 Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira
Til átaka kom á ritstjórnarskrifstofu Fréttatímans eftir að blaðið var sent í prentun á fimmtudag.Starfsmaður sem hafði ekki fengið greidd laun fyrir marsmánuð og taldi sig hafa fengið loforð frá framkvæmdastjóra blaðsins, Valdimari Birgissyni, um að fá laun sín greidd eftir helgi, reiddist eftir að í ljós kom að framkvæmdastjórinn sagðist ekki treysta sér til að lofa neinu þar um. Þegar starfsmaðurinn áttaði sig á því að ekki væri hægt að tryggja greiðslu launa eftir helgi sauð upp úr á gólfi Fréttatímans.Valdimar segir það ömurlega stöðu að geta ekki greitt öllum laun á réttum tíma. „Markmið okkar er að sjálfsögðu að greiða öllum laun og vinnum við að því öllum árum ásamt því að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins.“Þeir starfsmenn fréttatímans sem Fréttablaðið ræddi við segja með ólíkindum að starfsmaðurinn hafi náð að halda ró sinni í þessum aðstæðum. Starfsmaðurinn sé fyrirvinna fjölskyldunnar og geti ekki greitt húsaleigu eða gefið fjölskyldu sinni að borða. „Örvænting þeirra sem ekki hafa fengið borgað minnkar ekki þó að blaðið hafi farið í prentun. Það verður einhver að horfast í augu við það fólk strax, því það er ekki hægt að bíða,“ segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Fréttatímans. Þóra vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðu blaðsins enda vissi hún ekki hver framtíðin yrði. Hún vonaðist til að það myndi þó halda áfram. Starfsmenn Fréttatímans segja að Þóra hafi staðið sem klettur með starfsfólki sínu en hún var milliliður á milli stjórnenda og starfsfólksins. Eftir að blaðið var sent í prentsmiðjuna gekk starfsfólkið frá og hélt í miðborgina þar sem það borðaði saman. Þau mættu ekki í vinnu í gær og vita lítið um framhaldið. Gunnar Smári sendi starfsmönnum blaðsins bréf í gærmorgun þar sem kom fram að svör myndu fást um framtíð blaðsins um helgina. Þeir starfsmenn sem Fréttablaðið ræddi við voru ekki bjartsýnir á framhaldið. Enginn hefur þó fengið uppsagnarbréf. Ekki hefur náðst í Gunnar Smára en hann sagði á Facebook-síðu sinni að stærstu lánardrottnar félagsins hefðu viljað freista þess að treysta áframhaldandi rekstur blaðsins og óskuðu eftir að hann léti af störfum. „Ég gat því ekki greint starfsfólkinu frá stöðu fyrirtækisins. Ég hafði enga stöðu til þess, þekkti ekki atburðarásina og kunni engin svör,“ segir hann ennfremur.Frétt uppfærð klukkan 17:09
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira