Hamilton: Ferrari bílarnir virkuðu hraðir í dag Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. apríl 2017 21:30 Þrír hröðustu menn dagsins: Sebastian Vettel, Lewis Hamilton og Valtteri Bottas. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í dag. Hann náði sínum sjötta ráspól í röð, sem jafnar met Ayrton Senna, átrúnaðargoðs Hamilton. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Þetta hefur verið áhugaverð helgi, því það hefur verið lítið um æfingar. Ferrari bílarnir virkuðu svo hraðir í dag. Mér tókst að bæta mig í hverri lotu. Ég er mjög ánægður að hafa Ferrari að keppa við, það er nauðsynlegt að hækka staðalinn í hvert skipti sem maður fer af stað,“ sagði Hamilton. „Morgundagurinn verður óvenjulegur dagur. Mér skilst það eigi að rigna og ég hef ekki ekið neitt á regndekkjunum í ár. Það verður afar áhugaverð reynsla fyrir mig. Hvernig sem aðstæður verða þá verður munurinn lítill á milli okkar og Ferrari,“ bætti Hamilton við. „Ég var nokkuð sáttur við minn hraðasta hring. Ég var kannski gunga á bremsunum í síðustu beygjunni, það dugði til að vera fljótari en Valtteri [Bottas]. Ég veit ekki hvort við erum með betri kepnisbíl en tímatöku bíl,“ sagði Sebastian Vettel sem varð annar á Ferrari. „Það eru margir staðir hér til að tapa einum þúsundasta úr sekúndu sem var munurinn í Sebastian. Veðrið gæti spilað stóra rullu á morgun,“ sagði Valtteri Bottas sem varð þriðji á Mercedes.Max Verstappen var á fjórum strokkum í dag í stað sex. Hann sagði að hann vildi bara reyna að njóta akstursins á morgun og reyna að taka fram úr.Vísir/Getty„Einn þúsundasti er 5,9 sentimetrar hér. Við erum að leita í myrkri að réttri uppstillingu þegar við fáum nánast engar æfingar og svo eru aðstæðurnar allt aðrar, 10 gráðum kaldara og líklegast blautt. Þannig að það verður áhugavert að sjá hvernig keppnin þróast á morgun,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Ég er frekar vonsvikinn. Við vorum í ágætum málum í morgun á æfingunni en við vorum af einhverjum ástæðum lengi að komast af stað og tilfinningin í bílnum hvarf þegar komið var í tímatökuna,“ sagði Stoffel Vandoorne sem endaði 16. á McLaren bílnum í tímatökunni. „Ég held að hringurinn hafi verið nógu góður til að komast í aðra lotu en svo vissi ég að það var eitthvað að þegar ég gat ekki opnað afturvænginn á fyrri beinakaflanum. Þá heyrði ég að það væri eitthvað að í síðustu beygjunni og ég hægði nægilega á mér, svo ég held að dómararnir finni ekkert að þessu,“ sagði Jolyon Palmer sem varð 18. á Renault bílnum. „Ég er í lagi, ég var að leita takmarkana bílsins og ég fór aðeins út á gervigrasið og það endaði svona. Ég þarf að biðja liðið afsökunar og vona að morgundagurinn verði betri,“ sagði Antonio Giovinazzi sem endaði 15. í tímatökunni þrátt fyrir að hafa sett Sauber bílinn á varnarvegg í síðustu beygju brautarinnar. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég var á pari við Sergio [Perez] en gat ekki klárað á fullum krafti út af gulum flöggum [vegna Giovinazzi],“ sagði Esteban Ocon sam varð 20. í tímatökunni á Force India bílnum. Formúla Tengdar fréttir Verstappen var fljótastur á fyrri æfingu í Kína | Seinni æfingu aflýst Fyrri æfingin var stöðvuð tvisvar í langan tíma en Max Verstappen tókst að fara hraðast á Red Bull bílnum á blautri brautinni. Seinni æfingunni var aflýst. 7. apríl 2017 12:30 Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30 Lewis Hamilton á ráspól í Kína Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir kínverska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji, einum þúsundasta á eftir Vettel. 8. apríl 2017 08:05 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í dag. Hann náði sínum sjötta ráspól í röð, sem jafnar met Ayrton Senna, átrúnaðargoðs Hamilton. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Þetta hefur verið áhugaverð helgi, því það hefur verið lítið um æfingar. Ferrari bílarnir virkuðu svo hraðir í dag. Mér tókst að bæta mig í hverri lotu. Ég er mjög ánægður að hafa Ferrari að keppa við, það er nauðsynlegt að hækka staðalinn í hvert skipti sem maður fer af stað,“ sagði Hamilton. „Morgundagurinn verður óvenjulegur dagur. Mér skilst það eigi að rigna og ég hef ekki ekið neitt á regndekkjunum í ár. Það verður afar áhugaverð reynsla fyrir mig. Hvernig sem aðstæður verða þá verður munurinn lítill á milli okkar og Ferrari,“ bætti Hamilton við. „Ég var nokkuð sáttur við minn hraðasta hring. Ég var kannski gunga á bremsunum í síðustu beygjunni, það dugði til að vera fljótari en Valtteri [Bottas]. Ég veit ekki hvort við erum með betri kepnisbíl en tímatöku bíl,“ sagði Sebastian Vettel sem varð annar á Ferrari. „Það eru margir staðir hér til að tapa einum þúsundasta úr sekúndu sem var munurinn í Sebastian. Veðrið gæti spilað stóra rullu á morgun,“ sagði Valtteri Bottas sem varð þriðji á Mercedes.Max Verstappen var á fjórum strokkum í dag í stað sex. Hann sagði að hann vildi bara reyna að njóta akstursins á morgun og reyna að taka fram úr.Vísir/Getty„Einn þúsundasti er 5,9 sentimetrar hér. Við erum að leita í myrkri að réttri uppstillingu þegar við fáum nánast engar æfingar og svo eru aðstæðurnar allt aðrar, 10 gráðum kaldara og líklegast blautt. Þannig að það verður áhugavert að sjá hvernig keppnin þróast á morgun,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Ég er frekar vonsvikinn. Við vorum í ágætum málum í morgun á æfingunni en við vorum af einhverjum ástæðum lengi að komast af stað og tilfinningin í bílnum hvarf þegar komið var í tímatökuna,“ sagði Stoffel Vandoorne sem endaði 16. á McLaren bílnum í tímatökunni. „Ég held að hringurinn hafi verið nógu góður til að komast í aðra lotu en svo vissi ég að það var eitthvað að þegar ég gat ekki opnað afturvænginn á fyrri beinakaflanum. Þá heyrði ég að það væri eitthvað að í síðustu beygjunni og ég hægði nægilega á mér, svo ég held að dómararnir finni ekkert að þessu,“ sagði Jolyon Palmer sem varð 18. á Renault bílnum. „Ég er í lagi, ég var að leita takmarkana bílsins og ég fór aðeins út á gervigrasið og það endaði svona. Ég þarf að biðja liðið afsökunar og vona að morgundagurinn verði betri,“ sagði Antonio Giovinazzi sem endaði 15. í tímatökunni þrátt fyrir að hafa sett Sauber bílinn á varnarvegg í síðustu beygju brautarinnar. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég var á pari við Sergio [Perez] en gat ekki klárað á fullum krafti út af gulum flöggum [vegna Giovinazzi],“ sagði Esteban Ocon sam varð 20. í tímatökunni á Force India bílnum.
Formúla Tengdar fréttir Verstappen var fljótastur á fyrri æfingu í Kína | Seinni æfingu aflýst Fyrri æfingin var stöðvuð tvisvar í langan tíma en Max Verstappen tókst að fara hraðast á Red Bull bílnum á blautri brautinni. Seinni æfingunni var aflýst. 7. apríl 2017 12:30 Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30 Lewis Hamilton á ráspól í Kína Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir kínverska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji, einum þúsundasta á eftir Vettel. 8. apríl 2017 08:05 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Verstappen var fljótastur á fyrri æfingu í Kína | Seinni æfingu aflýst Fyrri æfingin var stöðvuð tvisvar í langan tíma en Max Verstappen tókst að fara hraðast á Red Bull bílnum á blautri brautinni. Seinni æfingunni var aflýst. 7. apríl 2017 12:30
Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30
Lewis Hamilton á ráspól í Kína Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir kínverska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji, einum þúsundasta á eftir Vettel. 8. apríl 2017 08:05