Viðskipti innlent

Búið að ákveða hvenær Costco opnar í Kauptúni

Atli Ísleifsson skrifar
Knowles segir að 190 manns hafi þegar verið ráðnir til starfa hér á landi.
Knowles segir að 190 manns hafi þegar verið ráðnir til starfa hér á landi. Vísir/ernir
Costco er nú búið að ákveða hvenær verslun fyrirtækisins verður opnuð í Kauptúni. Verslunin verður opnuð að morgni þriðjudagsins 23. maí næstkomandi, klukkan 9:00. Þetta kemur fram í auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Mbl hefur eftir Sue Knowles, upplýsingafulltrúa Costco, að undirbúningur opnunar gangi samkvæmt áætlun. 190 manns hafi verið ráðnir til starfa hér á landi en verslunarstjórinn er Breti, Brett Vigelskas. Ráðningar standi þó enn yfir.

Fyrr á árinu var greint frá því að ársaðild að Costco á Íslandi fyrir einstaklinga verði 4.800 krónur á ári. Fyrirtækjaaðild verði 3.800 krónur en aðgangur að vöruhúsi Costco verður einungis opinn meðlimum. Gjaldið tryggir þeim einnig aðgang að Costco um allan heim en bandaríski smásölurisinn rekur alls 725 vöruhús.

Costco verður rekið af Costco Wholesale Iceland ehf., dótturfélagi Costco Wholesale Corporation.


Tengdar fréttir

Costco byrjað að ráða starfsfólk

Verslunarrisinn leitar að starfsfólki í 9 deildir fyrirtækisins, allt frá bakaríinu til hjólbarðaverkstæðisins.

Costco opnar skráningarstöð í Kauptúni

Costco á Íslandi opnaði skráningarstöð á lóð fyrirtækisins í Kauptúni í Garðabæ um síðustu helgi. Einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja geta þar keypt aðild að vöruhúsinu og var talsverð umferð inn á svæðið á sunnudag þegar blaðamaður átti leið framhjá.

Heildsalar lækka verð vegna komu Costco

Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×