Jóhann: Langar að prófa KR Smári Jökull Jónsson skrifar 8. apríl 2017 18:43 Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var afar sáttur með sína menn í dag. Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var alsæll í leikslok og stuðningsmenn Grindavíkur sungu stuðningssöngva honum til heiðurs þegar leiknum var lokið. Hann var afar ánægður með frammistöðu sinna manna í einvíginu. „Þetta var bara príma, mjög gott. Ég er virkilega sáttur með niðurstöðuna. Frammistaðan var fáránlega góð. Ég reiknaði ekki með nærri 40 stiga sigri en miðað við þróunina þá vorum við mikið betri og langaði þetta miklu meira. Maður var á kafla farinn að vorkenna þeim hvað þeir voru slakir, ég viðurkenni það,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi í leikslok. „Við vorum mikið betri allt einvígið og eigum þetta fyllilega skilið. Við settum annan leikinn upp sem úrslitaleik, fyrsti leikurinn var plús. Í leik tvö voru þeir komnir í erfiða stöðu og í kvöld sást það þegar við tókum forystu að það kom örvænting í þeirra leik.“ Grindvíkingar fengu mikið framlag frá öllu liðinu og meðal annars 37 stig af bekknum í dag. „Við erum að fá hörku framlag af bekknum. Þorsteinn, Ingvi og svo Jens sem skilar flottum mínútum. Síðustu 15 mínúturnar var þetta bara vitleysa. Þá hittum við úr öllu og það gekk ekkert hjá þeim. Mínir menn eiga hrós skilið og heildarframmistaðan og holningin á liðinu er mjög góð og það er jákvætt,“ bætti Jóhann við. Að lokum langaði blaðamanni að fá að vita hvort Jóhann vildi frekar mæta KR eða Keflavík í úrslitum en þar leiðir KR 2-1 í einvíginu eftir sigur í spennuleik í gær. „Mig langar að svara sígildri spurningu með sígildu svari en það væri bara lygi. Það er eitthvað við KR-liðið sem heillar mig. Með fullri virðingu fyrir Keflavík og því sem er í gangi þar, þar sem Friðrik Ingi er að gera flotta hluti og stemmningin frábær, þá er eitthvað við KR sem heillar mig og mig langar að prófa,“ sagði Jóhann og bætti við að Jón Axel Guðmundsson myndi ekki leika með liðinu í úrslitakeppninni eins og orðrómur hefur verið um. „Það var verið að ferma bróður hans og hann fer aftur út á mánudag,“ sagði Jóhann en Jón Axel leikur í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 69-104 | Grindavík í úrslit eftir yfirburðasigur Grindavík er komið í úrslit Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir sigur á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Grindavík vann alla þrjá leiki liðanna í einvíginu og mætir KR eða Keflavík í úrslitum. 8. apríl 2017 18:30 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var alsæll í leikslok og stuðningsmenn Grindavíkur sungu stuðningssöngva honum til heiðurs þegar leiknum var lokið. Hann var afar ánægður með frammistöðu sinna manna í einvíginu. „Þetta var bara príma, mjög gott. Ég er virkilega sáttur með niðurstöðuna. Frammistaðan var fáránlega góð. Ég reiknaði ekki með nærri 40 stiga sigri en miðað við þróunina þá vorum við mikið betri og langaði þetta miklu meira. Maður var á kafla farinn að vorkenna þeim hvað þeir voru slakir, ég viðurkenni það,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi í leikslok. „Við vorum mikið betri allt einvígið og eigum þetta fyllilega skilið. Við settum annan leikinn upp sem úrslitaleik, fyrsti leikurinn var plús. Í leik tvö voru þeir komnir í erfiða stöðu og í kvöld sást það þegar við tókum forystu að það kom örvænting í þeirra leik.“ Grindvíkingar fengu mikið framlag frá öllu liðinu og meðal annars 37 stig af bekknum í dag. „Við erum að fá hörku framlag af bekknum. Þorsteinn, Ingvi og svo Jens sem skilar flottum mínútum. Síðustu 15 mínúturnar var þetta bara vitleysa. Þá hittum við úr öllu og það gekk ekkert hjá þeim. Mínir menn eiga hrós skilið og heildarframmistaðan og holningin á liðinu er mjög góð og það er jákvætt,“ bætti Jóhann við. Að lokum langaði blaðamanni að fá að vita hvort Jóhann vildi frekar mæta KR eða Keflavík í úrslitum en þar leiðir KR 2-1 í einvíginu eftir sigur í spennuleik í gær. „Mig langar að svara sígildri spurningu með sígildu svari en það væri bara lygi. Það er eitthvað við KR-liðið sem heillar mig. Með fullri virðingu fyrir Keflavík og því sem er í gangi þar, þar sem Friðrik Ingi er að gera flotta hluti og stemmningin frábær, þá er eitthvað við KR sem heillar mig og mig langar að prófa,“ sagði Jóhann og bætti við að Jón Axel Guðmundsson myndi ekki leika með liðinu í úrslitakeppninni eins og orðrómur hefur verið um. „Það var verið að ferma bróður hans og hann fer aftur út á mánudag,“ sagði Jóhann en Jón Axel leikur í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 69-104 | Grindavík í úrslit eftir yfirburðasigur Grindavík er komið í úrslit Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir sigur á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Grindavík vann alla þrjá leiki liðanna í einvíginu og mætir KR eða Keflavík í úrslitum. 8. apríl 2017 18:30 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 69-104 | Grindavík í úrslit eftir yfirburðasigur Grindavík er komið í úrslit Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir sigur á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Grindavík vann alla þrjá leiki liðanna í einvíginu og mætir KR eða Keflavík í úrslitum. 8. apríl 2017 18:30