Keypti Ásbyrgi fyrir séreignarsparnað Íslandsbanki kynnir 9. apríl 2017 21:00 Veglega húsið Ásbyrgi var einu sinni prestbústaður og offiseraklúbbur. Állistamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson er fæddur og uppalinn í Reykjavík, en flutti með barnsmóður sinni til heimabæjar hennar Eskifjarðar. Hann byrjaði að vinna í álverinu og fasteignakaup voru ekki á dagskrá þegar hann flutti. Í dag er hann orðinn heimakær fyrir austan og unir hag sínum vel í fyrsta húsinu sínu, fyrrum prestbústað Eskifjarðar.Oddur Eysteinn Friðriksson unir hag sínum vel á Austfjörðum.„Ég var ekki með neitt plan fyrst þegar ég flutti,“ segir Oddur. „Bara vinna í álverinu og safna pening. Svo er maður orðinn heimakær hérna fyrir austan. Og það er hægt að hafa það ansi fínt hér, ódýrt bæði að leigja og kaupa miðað við Reykjavík og lítið sem hægt er að eyða peningunum í.“ Oddur og barnsmóðir hans voru ekki búin að búa lengi á Eskifirði þegar þau sáu að þeim leið vel þar. „Okkur langaði í okkar eigið húsnæði, við vorum búin að vera í leiguíbúðum í einhver 4 – 5 ár og við vorum búin að lenda á tveimur mygluíbúðum og orðin bara geðveik á því heilsufarslega séð og hörð á því að komast í eigið húsnæði þar sem við gátum stjórnað aðstæðum betur sjálf,“ segir Oddur. „Við höfðum miklar áhyggjur af myglu og grandskoðuðum hús með tilliti til þess.“Séreignasparnaður og fyrstu kaupa lán gerðu gæfumuninn Oddur ákvað að fara í fasteignaleit á þeim tíma sem lög um séreignarsparnað voru samþykkt, en lögin veita heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar iðgjalda séreignasparnaðar inn á húsnæðislán eða til húsnæðiskaupa. „Við fórum og fengum mjög góða ráðgjöf hjá Íslandsbanka og sáum fram á að þurfa að safna ákveðinni upphæð. Við ákváðum að nýta úrræðið sem boðið var upp á með séreignarsparnaðinn, skráðum okkur í lífeyrissparnað og létum sparnaðinn safnast hratt upp og unnum mikið, auk þess sem við áttum sparnað fyrir,“ segir Oddur.Barnaherbergin eru björt, rúmgóð og litrík.Oddur fann draumahúsið, 100 ára gamalt hús sem fyrri eigandi hafði gert upp 10 – 15 árum áður. „Þegar við ákváðum að byrja að safna okkur fyrir fasteign, var svo sem ekki mikið af húsnæði í boði, en þegar við vorum búin að finna okkar hús þá voru fimm til sex eignir seldar í sama mánuði, sem er dálítið mikið á þessu svæði. Þannig að greinilega voru aðrir að nýta sér séreignarsparnaðinn og mörg góð hús fóru á þessum tíma. Við vorum ótrúlega heppin að finna okkar hús. Ég var í miklum samskiptum við pabba sem lánaði okkur það sem vantaði upp á svo við gátum drifið okkur í húsakaupum svo við myndum ekki missa af þessari fasteign,“ segir Oddur. „Það voru eiginlega engar myndir af húsinu á netinu, þannig að við urðum að fara á staðinn til að skoða það og þetta er bara mjög veglegt hús.“Oddur þarf ekki að leita langt til að fegra heimili sitt, hans eigin listaverk prýða veggina.Sumt gerir maður sjálfur og öðru safnar maður fyrir Það þurfti ekki að gera mikið fyrir húsið þegar flutt var inn, enda hafði fyrri eigandi unnið mikið í húsinu á meðan hann bjó þar. Þá var bætt við tveimur viðbyggingum, önnur hýsir forstofu og gestasalerni og hin gestaherbergi og þvottahús. „Það var samt ýmislegt sem var eftir þegar við fluttum inn, það vantaði til dæmis handrið á stigann sem var vafasamt þar sem við vorum með lítil börn, þannig að við réðum smið í það verk,“ segir Oddur. „Við máluðum hins vegar barnaherbergi og fleira sjálf. Sumt gerir maður sjálfur og öðru safnar maður fyrir og greiðir öðrum til að vinna, ég hef meira að segja hef nýtt vöruskipti og greitt með listaverki eftir mig.“Séreignasparnaðurinn var eins og guðsgjöf „Það var fyrst og fremst þessi lagabreyting með séreignasparnaðinn, sem gerði mér kleift að eignast eigin fasteign,“ segir Oddur. „Við náðum að spara 1 milljón og ég fékk pening frá pabba upp á það sem vantaði, gátum svo nýtt séreignarsparnað og hann gerir helling fyrir mig í dag líka, þar sem að það má nýta viðbótargreiðslur frá vinnuveitanda til að greiða inn á íbúðalánið.“Úr vinnustofunni. Oddur selur verk sín undir listamannsnafninu OdeeOddur er búinn að ákveða að láta börnin sín greiða honum leigu þegar þau verða eldri. „Ef að þau ætla að búa áfram heima þegar þau verða fullorðin, þá verða þau að greiða mér leigu, sem ég mun síðan setja á sparnaðarrreikning fyrir þau. Í Ásbyrgi er allt til alls og vel fer um Odd og börnin hans. „Ég er með vinnustofuna mína í kjallaranum, með herbergi fyrir börnin, gestaherbergi og meira að segja fataherbergi,“ segir Oddur. „Það má endilega einhver innanhússarkitekt hafa samband við mig,“ segir Oddur og hlær, „svo ég viti hvað ég eigi að kaupa og innrétta.“ „Svo finnst mér mjög gaman þegar hús heita eitthvað og húsið mitt heitir Ásbyrgi, sem smellpassar við mig þar sem ég er í Ásatrúarfélaginu. Húsið er líka fyrrum prestbústaður og í kjallaranum var á sínum tíma offiseraklúbbur og eina billjardborð bæjarins. Það er gaman að eiga fasteign með skemmtilega sögu.“Þetta var saga Odds Eysteins, hvernig viltu að þín saga verði? Pantaðu ráðgjöf og komdu til okkar og gerðu þitt plan.Greinin er kostuð af Íslandsbanka en hún er hluti af Það er hægt, verkefni bankans um fyrstu kaup á fasteign. Það er hægt Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Sjá meira
Állistamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson er fæddur og uppalinn í Reykjavík, en flutti með barnsmóður sinni til heimabæjar hennar Eskifjarðar. Hann byrjaði að vinna í álverinu og fasteignakaup voru ekki á dagskrá þegar hann flutti. Í dag er hann orðinn heimakær fyrir austan og unir hag sínum vel í fyrsta húsinu sínu, fyrrum prestbústað Eskifjarðar.Oddur Eysteinn Friðriksson unir hag sínum vel á Austfjörðum.„Ég var ekki með neitt plan fyrst þegar ég flutti,“ segir Oddur. „Bara vinna í álverinu og safna pening. Svo er maður orðinn heimakær hérna fyrir austan. Og það er hægt að hafa það ansi fínt hér, ódýrt bæði að leigja og kaupa miðað við Reykjavík og lítið sem hægt er að eyða peningunum í.“ Oddur og barnsmóðir hans voru ekki búin að búa lengi á Eskifirði þegar þau sáu að þeim leið vel þar. „Okkur langaði í okkar eigið húsnæði, við vorum búin að vera í leiguíbúðum í einhver 4 – 5 ár og við vorum búin að lenda á tveimur mygluíbúðum og orðin bara geðveik á því heilsufarslega séð og hörð á því að komast í eigið húsnæði þar sem við gátum stjórnað aðstæðum betur sjálf,“ segir Oddur. „Við höfðum miklar áhyggjur af myglu og grandskoðuðum hús með tilliti til þess.“Séreignasparnaður og fyrstu kaupa lán gerðu gæfumuninn Oddur ákvað að fara í fasteignaleit á þeim tíma sem lög um séreignarsparnað voru samþykkt, en lögin veita heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar iðgjalda séreignasparnaðar inn á húsnæðislán eða til húsnæðiskaupa. „Við fórum og fengum mjög góða ráðgjöf hjá Íslandsbanka og sáum fram á að þurfa að safna ákveðinni upphæð. Við ákváðum að nýta úrræðið sem boðið var upp á með séreignarsparnaðinn, skráðum okkur í lífeyrissparnað og létum sparnaðinn safnast hratt upp og unnum mikið, auk þess sem við áttum sparnað fyrir,“ segir Oddur.Barnaherbergin eru björt, rúmgóð og litrík.Oddur fann draumahúsið, 100 ára gamalt hús sem fyrri eigandi hafði gert upp 10 – 15 árum áður. „Þegar við ákváðum að byrja að safna okkur fyrir fasteign, var svo sem ekki mikið af húsnæði í boði, en þegar við vorum búin að finna okkar hús þá voru fimm til sex eignir seldar í sama mánuði, sem er dálítið mikið á þessu svæði. Þannig að greinilega voru aðrir að nýta sér séreignarsparnaðinn og mörg góð hús fóru á þessum tíma. Við vorum ótrúlega heppin að finna okkar hús. Ég var í miklum samskiptum við pabba sem lánaði okkur það sem vantaði upp á svo við gátum drifið okkur í húsakaupum svo við myndum ekki missa af þessari fasteign,“ segir Oddur. „Það voru eiginlega engar myndir af húsinu á netinu, þannig að við urðum að fara á staðinn til að skoða það og þetta er bara mjög veglegt hús.“Oddur þarf ekki að leita langt til að fegra heimili sitt, hans eigin listaverk prýða veggina.Sumt gerir maður sjálfur og öðru safnar maður fyrir Það þurfti ekki að gera mikið fyrir húsið þegar flutt var inn, enda hafði fyrri eigandi unnið mikið í húsinu á meðan hann bjó þar. Þá var bætt við tveimur viðbyggingum, önnur hýsir forstofu og gestasalerni og hin gestaherbergi og þvottahús. „Það var samt ýmislegt sem var eftir þegar við fluttum inn, það vantaði til dæmis handrið á stigann sem var vafasamt þar sem við vorum með lítil börn, þannig að við réðum smið í það verk,“ segir Oddur. „Við máluðum hins vegar barnaherbergi og fleira sjálf. Sumt gerir maður sjálfur og öðru safnar maður fyrir og greiðir öðrum til að vinna, ég hef meira að segja hef nýtt vöruskipti og greitt með listaverki eftir mig.“Séreignasparnaðurinn var eins og guðsgjöf „Það var fyrst og fremst þessi lagabreyting með séreignasparnaðinn, sem gerði mér kleift að eignast eigin fasteign,“ segir Oddur. „Við náðum að spara 1 milljón og ég fékk pening frá pabba upp á það sem vantaði, gátum svo nýtt séreignarsparnað og hann gerir helling fyrir mig í dag líka, þar sem að það má nýta viðbótargreiðslur frá vinnuveitanda til að greiða inn á íbúðalánið.“Úr vinnustofunni. Oddur selur verk sín undir listamannsnafninu OdeeOddur er búinn að ákveða að láta börnin sín greiða honum leigu þegar þau verða eldri. „Ef að þau ætla að búa áfram heima þegar þau verða fullorðin, þá verða þau að greiða mér leigu, sem ég mun síðan setja á sparnaðarrreikning fyrir þau. Í Ásbyrgi er allt til alls og vel fer um Odd og börnin hans. „Ég er með vinnustofuna mína í kjallaranum, með herbergi fyrir börnin, gestaherbergi og meira að segja fataherbergi,“ segir Oddur. „Það má endilega einhver innanhússarkitekt hafa samband við mig,“ segir Oddur og hlær, „svo ég viti hvað ég eigi að kaupa og innrétta.“ „Svo finnst mér mjög gaman þegar hús heita eitthvað og húsið mitt heitir Ásbyrgi, sem smellpassar við mig þar sem ég er í Ásatrúarfélaginu. Húsið er líka fyrrum prestbústaður og í kjallaranum var á sínum tíma offiseraklúbbur og eina billjardborð bæjarins. Það er gaman að eiga fasteign með skemmtilega sögu.“Þetta var saga Odds Eysteins, hvernig viltu að þín saga verði? Pantaðu ráðgjöf og komdu til okkar og gerðu þitt plan.Greinin er kostuð af Íslandsbanka en hún er hluti af Það er hægt, verkefni bankans um fyrstu kaup á fasteign.
Það er hægt Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Sjá meira