Krefjast rannsóknar á sölu Landsbankans Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. mars 2017 06:00 Samson-hópurinn samanstóð af þeim Björgólfi Guðmundssyni, Magnúsi Þorsteinssyni og Björgólfi Thor Björgólfssyni. Þeir keyptu kjölfestuhlut í Landsbankanum. vísir/ÞÖK Þingmenn gagnrýndu framkvæmdanefnd um einkavæðingu harðlega í umræðum um einkavæðingu Búnaðarbankans á Alþingi í gær. Rannsóknarnefnd hefur komist að því að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur fyrir aðra kaupendur í bankanum. Fjárfestirinn Ólafur Ólafsson hafi blekkt stjórnvöld og almenning í viðskiptunum. Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sem skipti mestu máli sé að fara yfir aðkomu stjórnvalda að viðskiptunum. „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvort stjórnvöld hafi verið blekkt. Ég ætla ekki að hafa skoðun á því núna hvort stjórnvöld hafi staðið sig illa. Ég vil fara vandlega yfir þessi atriði, staðreyndir og gögn,“ sagði Brynjar Níelsson. Hann ítrekaði þá skoðun sína að ekki ætti að rannsaka einkavæðingu Landsbankans nema ný gögn gæfu tilefni til þess. Bjarni Benediktsson hefur tekið undir þá skoðun. „Skýrslan vekur spurningar um hverjir vissu hvað og verður að teljast í hæsta máta ólíklegt að fleiri í S-hópnum hafi ekki vitað hvers kyns var og þar með einhverjir ráðamenn,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, sem segir nýju skýrsluna gefa fullt tilefni til þess að sala Landsbankans og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins verði skoðuð. Sagðist hún telja að það væri meirihluti fyrir því á Alþingi að ráðast í slíka rannsókn. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi störf einkavæðingarnefndarinnar harðlega. Hún hafi breytt leikreglum eftir að lagt var af stað í söluna. „Þeir sættu sig við hálfkveðna vísu erlendra ráðgjafa. Þeir gengu ekki á eftir frekari upplýsingum. Þeir gáfu viðbótarfresti ofan á viðbótarfresti og bera svo enga ábyrgð á neinu þegar upp er staðið,“ sagði hún. Samson-hópurinn keypti 46 prósenta hlut í Landsbankanum þegar hann var einkavæddur. Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson var hluti af hópnum ásamt Björgólfi föður sínum og Magnúsi Þorsteinssyni. Hann tekur undir kröfu um að fram fari rannsókn á sölunni. „Ég hef alltaf verið hlynntur ítarlegri rannsókn á einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans 2002 og 2003 og ítreka það nú. Það er löngu tímabært að sú saga verði öll sögð, svo þeir beri skömmina sem eiga hana og aðrir fái uppreist æru,“ sagði Björgólfur í færslu á vef sínum. Hann kvaðst reiðubúinn til að mæta fyrir hvaða nefnd sem er og fara ítarlega yfir einkavæðingu Landsbankans.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Þingmenn gagnrýndu framkvæmdanefnd um einkavæðingu harðlega í umræðum um einkavæðingu Búnaðarbankans á Alþingi í gær. Rannsóknarnefnd hefur komist að því að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur fyrir aðra kaupendur í bankanum. Fjárfestirinn Ólafur Ólafsson hafi blekkt stjórnvöld og almenning í viðskiptunum. Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sem skipti mestu máli sé að fara yfir aðkomu stjórnvalda að viðskiptunum. „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvort stjórnvöld hafi verið blekkt. Ég ætla ekki að hafa skoðun á því núna hvort stjórnvöld hafi staðið sig illa. Ég vil fara vandlega yfir þessi atriði, staðreyndir og gögn,“ sagði Brynjar Níelsson. Hann ítrekaði þá skoðun sína að ekki ætti að rannsaka einkavæðingu Landsbankans nema ný gögn gæfu tilefni til þess. Bjarni Benediktsson hefur tekið undir þá skoðun. „Skýrslan vekur spurningar um hverjir vissu hvað og verður að teljast í hæsta máta ólíklegt að fleiri í S-hópnum hafi ekki vitað hvers kyns var og þar með einhverjir ráðamenn,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, sem segir nýju skýrsluna gefa fullt tilefni til þess að sala Landsbankans og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins verði skoðuð. Sagðist hún telja að það væri meirihluti fyrir því á Alþingi að ráðast í slíka rannsókn. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi störf einkavæðingarnefndarinnar harðlega. Hún hafi breytt leikreglum eftir að lagt var af stað í söluna. „Þeir sættu sig við hálfkveðna vísu erlendra ráðgjafa. Þeir gengu ekki á eftir frekari upplýsingum. Þeir gáfu viðbótarfresti ofan á viðbótarfresti og bera svo enga ábyrgð á neinu þegar upp er staðið,“ sagði hún. Samson-hópurinn keypti 46 prósenta hlut í Landsbankanum þegar hann var einkavæddur. Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson var hluti af hópnum ásamt Björgólfi föður sínum og Magnúsi Þorsteinssyni. Hann tekur undir kröfu um að fram fari rannsókn á sölunni. „Ég hef alltaf verið hlynntur ítarlegri rannsókn á einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans 2002 og 2003 og ítreka það nú. Það er löngu tímabært að sú saga verði öll sögð, svo þeir beri skömmina sem eiga hana og aðrir fái uppreist æru,“ sagði Björgólfur í færslu á vef sínum. Hann kvaðst reiðubúinn til að mæta fyrir hvaða nefnd sem er og fara ítarlega yfir einkavæðingu Landsbankans.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira