Ingunn og Katrín skammaðar fyrir að faðmast í Grafarvogslaug Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2017 18:45 Katrín Sigurbergsdóttir og Ingunn Anna Ragnarsdóttir skelltu sér í Grafarvogslaug í gær þar sem þær lentu í heldur óskemmtilegri uppákomu eftir að hafa faðmast í lauginni. Aðsend/Reykjavik.is „Auðvitað á maður ekki að þegja yfir svona hlutum,“ segir Ingunn Anna Ragnarsdóttir um sundlaugarferð hennar og Katrínar Sigurbergsdóttur í Grafarvogslaug í gær. Þar fengu þær tiltal frá starfsmanni laugarinnar fyrir að faðmast en starfsmaðurinn sagðist hafa fengið kvörtun frá sundlaugargesti sem varð svo misboðið við að sjá þær tvær faðmast að hann fór upp úr lauginni. Þær greindu frá málinu á Facebook í gær og fengu í kjölfarið afsökunarbeiðni frá Þórgný Thoroddsen, formanni íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Um eitt og hálft ár er síðan þær Ingunn Anna og Katrín fóru að vera saman sem par en þær segja þessa uppákomu hafa dregið þær heldur harkalega af því bleika skýi sem þær hafa verið á síðan þær byrjuðu saman.Katrín og Ingunn hafa verið saman í um eitt og hálft ár.AðsendSkammaðar fyrir framan alla „Við erum að faðmast og erum að hlæja og tala saman. Jú, við erum nálægt hvor annarri en það er allt of sumt. Svo eftir einhvern tíma kemur þessi starfsmaður til okkar og segir að hann hafi fengið kvörtun frá sundlaugargesti sem sagði að hann gæti ekki setið þarna og horft á okkur káfa á hvor annarri og að þetta væri rosalegt og honum þætti þetta ógeðslegt og að hann hefði farið upp úr lauginni út af okkur,“ segir Ingunn þegar hún lýsir atvikinu í samtali við Vísi. „Svo kom starfsmaðurinn með ásökunartón og byrjaði bara að skamma okkur fyrir framan alla,“ segir Ingunn.Sagðist hafa unnið lengi að mannréttindum fólks Sundlaugarvörðurinn hafði tekið fram að maðurinn sem kvartaði hefði tilkynnt sér að hann hefði lengi unnið að mannréttindum fólks en það væri ekki í boði að horfa á fólk káfa hvort á öðru fyrir framan hann. Ingunn segir þær hafa tekið þessu illa. „Katrín reiddist og fór að spyrja nánar út í þetta og hvað hann ætti við með þessu og hvort hann sæi ekki sjálfur að við værum ekki að káfa á hvor annarri þarna ofan í og sagði honum til. Hann endaði á að bakka með þetta og sagði að hann hefði kannski átt að bregðast öðruvísi við,“ segir Ingunn.Sú sem var við hlið þeirra sagði þessa uppákomu fáránlega Hún segir að við hliðina á þeim hafi verið stelpa sem gaf sig á tal við þær eftir að sundlaugarvörðurinn hafði horfið á braut. „Hún sagðist sjálf hafa næstum því farið að skipta sér af því henni fannst þessi framkoma sundlaugarvarðarins fáránleg.“ Eftir að hafa greint frá atvikinu á Facebook hafði Þórgnýr Thoroddsen samband við þær og bað þær afsökunar. „Við þökkuðum honum fyrir það og okkur fannst það mjög vel gert af honum.“ Þá hafði Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna 78, samband við þær og sagði þær Katrínu og Ingunni njóta stuðnings frá þeim í þessu máli.Þórgnýr Thoroddsen, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.VísirSjálfsagt mál að fólk faðmist Þórgnýr segist í samtali við Vísi hafa sent þeim Katrínu og Ingunni skeyti á Facebook þar sem hann kom því á hreint að fólk má faðmast í sundlaugum Reykjavíkurborgar. „Það er alveg sjálfsagt mál að fólk faðmist, hvort sem það er í sundlaug eða úti á næsta götuhorni,“ segir Þórgnýr. Hann segist vita til þess að forstöðufólk taki mark á svona umfjöllun og að hann hafi haft fregnir af því að þau hafi skoðað málið.Draga lærdóm af þessu Þórgnýr segir það sama gilda um alla þegar þeir fara í sund, ákveðin viðmið og reglur gilda. Höfð eru afskipti af fólki ef það gerist of náið í sundlaug. „En það virðist ekki hafa verið í þetta skiptið,“ segir Þórgnýr sem segir að svona lagað eigi ekki að eiga sér stað líkt og þær Katrín og Ingunn urðu fyrir. „Við gerum okkar besta að draga lærdóm af þessu.“ Reykjavík Sundlaugar Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
„Auðvitað á maður ekki að þegja yfir svona hlutum,“ segir Ingunn Anna Ragnarsdóttir um sundlaugarferð hennar og Katrínar Sigurbergsdóttur í Grafarvogslaug í gær. Þar fengu þær tiltal frá starfsmanni laugarinnar fyrir að faðmast en starfsmaðurinn sagðist hafa fengið kvörtun frá sundlaugargesti sem varð svo misboðið við að sjá þær tvær faðmast að hann fór upp úr lauginni. Þær greindu frá málinu á Facebook í gær og fengu í kjölfarið afsökunarbeiðni frá Þórgný Thoroddsen, formanni íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Um eitt og hálft ár er síðan þær Ingunn Anna og Katrín fóru að vera saman sem par en þær segja þessa uppákomu hafa dregið þær heldur harkalega af því bleika skýi sem þær hafa verið á síðan þær byrjuðu saman.Katrín og Ingunn hafa verið saman í um eitt og hálft ár.AðsendSkammaðar fyrir framan alla „Við erum að faðmast og erum að hlæja og tala saman. Jú, við erum nálægt hvor annarri en það er allt of sumt. Svo eftir einhvern tíma kemur þessi starfsmaður til okkar og segir að hann hafi fengið kvörtun frá sundlaugargesti sem sagði að hann gæti ekki setið þarna og horft á okkur káfa á hvor annarri og að þetta væri rosalegt og honum þætti þetta ógeðslegt og að hann hefði farið upp úr lauginni út af okkur,“ segir Ingunn þegar hún lýsir atvikinu í samtali við Vísi. „Svo kom starfsmaðurinn með ásökunartón og byrjaði bara að skamma okkur fyrir framan alla,“ segir Ingunn.Sagðist hafa unnið lengi að mannréttindum fólks Sundlaugarvörðurinn hafði tekið fram að maðurinn sem kvartaði hefði tilkynnt sér að hann hefði lengi unnið að mannréttindum fólks en það væri ekki í boði að horfa á fólk káfa hvort á öðru fyrir framan hann. Ingunn segir þær hafa tekið þessu illa. „Katrín reiddist og fór að spyrja nánar út í þetta og hvað hann ætti við með þessu og hvort hann sæi ekki sjálfur að við værum ekki að káfa á hvor annarri þarna ofan í og sagði honum til. Hann endaði á að bakka með þetta og sagði að hann hefði kannski átt að bregðast öðruvísi við,“ segir Ingunn.Sú sem var við hlið þeirra sagði þessa uppákomu fáránlega Hún segir að við hliðina á þeim hafi verið stelpa sem gaf sig á tal við þær eftir að sundlaugarvörðurinn hafði horfið á braut. „Hún sagðist sjálf hafa næstum því farið að skipta sér af því henni fannst þessi framkoma sundlaugarvarðarins fáránleg.“ Eftir að hafa greint frá atvikinu á Facebook hafði Þórgnýr Thoroddsen samband við þær og bað þær afsökunar. „Við þökkuðum honum fyrir það og okkur fannst það mjög vel gert af honum.“ Þá hafði Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna 78, samband við þær og sagði þær Katrínu og Ingunni njóta stuðnings frá þeim í þessu máli.Þórgnýr Thoroddsen, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.VísirSjálfsagt mál að fólk faðmist Þórgnýr segist í samtali við Vísi hafa sent þeim Katrínu og Ingunni skeyti á Facebook þar sem hann kom því á hreint að fólk má faðmast í sundlaugum Reykjavíkurborgar. „Það er alveg sjálfsagt mál að fólk faðmist, hvort sem það er í sundlaug eða úti á næsta götuhorni,“ segir Þórgnýr. Hann segist vita til þess að forstöðufólk taki mark á svona umfjöllun og að hann hafi haft fregnir af því að þau hafi skoðað málið.Draga lærdóm af þessu Þórgnýr segir það sama gilda um alla þegar þeir fara í sund, ákveðin viðmið og reglur gilda. Höfð eru afskipti af fólki ef það gerist of náið í sundlaug. „En það virðist ekki hafa verið í þetta skiptið,“ segir Þórgnýr sem segir að svona lagað eigi ekki að eiga sér stað líkt og þær Katrín og Ingunn urðu fyrir. „Við gerum okkar besta að draga lærdóm af þessu.“
Reykjavík Sundlaugar Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira