Samþykktu einróma tillögur um Sundabraut og gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2017 17:47 Frá gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Ja.is Borgarstjórn samþykkti í dag tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er varða Sundabraut og gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg.Tillaga borgarfulltrúa er varðar Sundabraut var á þá leið að borgarstjórn samþykki að hefja viðræður við innanríkisráðuneytið um Sundabraut. Markmið þess er að vinna að arðsemismati og kostnaðargreiningu, ákvarða endanlega útfærslu og legu brautarinnar og tímasetja framkvæmdina. Í tillögunni er varðar gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg var orðalagið upphaflega á þá leið að borgarstjórn samþykki að teknar verði upp viðræður við Vegagerðina um gerð mislægra gatnamóta við Reykjanesbraut-Bústaðaveg í því skyni að auka umferðaröryggi, draga úr mengun og greiða fyrir umferð. Þessu orðalagi var breytt á þá leið að borgarstjórn samþykki að taka upp viðræður við Vegagerðina um útfærslu gatnamóta við Reykjanesbraut-Bústaðaveg í því skyni að auka umferðaröryggi, draga úr mengun og greiða fyrir umferð. Voru báðar tillögurnar samþykktar einróma á fundi borgarstjórnar í dag en flutningsmaður tillögunnar var Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Gert ráð fyrir Sundabraut frá árinu 1975 Í greinargerð sem fylgdi tillögunni um Sundabraut kemur fram að gert hafi verið ráð fyrir Sundabraut í aðalskipulagsuppdráttum Reykjavíkur frá árinu 1975. Var lagning Sundabrautar talin ein megin forsendan fyrir byggð í Grafarvogi þegar verið var að hefja uppbyggingu þar á fyrri helmingi níunda áratugarins. „Auk þess var Sundabraut talin ein meginforsendan fyrir sameiningu Reykjavíkur og Kjalarneshrepps á sínum tíma. Allt bendir til þess að arðsemi af slíkum framkvæmdum verði mikil. Brautin yrði mikilvæg tenging við Grafarvog, eitt fjölmennasta hverfi borgarinnar. við iðnaðarsvæðið á Esjumelum og mikilvægt öryggisatriði ef kæmi til þess að rýma þyrfti stóran hluta borgarinnar á skömmum tíma,“ segir í greinargerðinni. Þar kemur einnig fram að Sundabraut hafi síðast verið slegið á frest með samgöngusamningi Reykjavíkurborgar og ríkisins árið 2012 en þá var fyrirhugaðri lagningu frestað um heilan áratug, eða til ársins 2022. „Engu að síður er enn gert ráð fyrir Sundabraut í núverandi aðalskipulagi. Nú á síðustu misserum hefur farið fram mikil skipulagsvinna í Elliðavogi og í Gufunesi og því er nauðsynlegt og löngu tímabært að ákveða endanlega legu og útfærslu brautarinnar svo aðrar skipulagsákvarðanir útiloki ekki hugsanlega besta kost í þeim efnum,“ segir í greinargerðinni.Sérstaklega gætt að gangandi og hjólandi vegfarendum Í tillögunni um gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg er tekið fram að sérstaklega verði gætt að leggja áherslu á öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda sem og greiða fyrir umferð strætisvagna um gatnamótin. Áhersla verði jafnframt lögð á að mannvirkið fari sem best í umhverfinu og að ríkulegt tillit verði tekið til náttúru Elliðaárdalsins við hönnun þess. Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í dag tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er varða Sundabraut og gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg.Tillaga borgarfulltrúa er varðar Sundabraut var á þá leið að borgarstjórn samþykki að hefja viðræður við innanríkisráðuneytið um Sundabraut. Markmið þess er að vinna að arðsemismati og kostnaðargreiningu, ákvarða endanlega útfærslu og legu brautarinnar og tímasetja framkvæmdina. Í tillögunni er varðar gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg var orðalagið upphaflega á þá leið að borgarstjórn samþykki að teknar verði upp viðræður við Vegagerðina um gerð mislægra gatnamóta við Reykjanesbraut-Bústaðaveg í því skyni að auka umferðaröryggi, draga úr mengun og greiða fyrir umferð. Þessu orðalagi var breytt á þá leið að borgarstjórn samþykki að taka upp viðræður við Vegagerðina um útfærslu gatnamóta við Reykjanesbraut-Bústaðaveg í því skyni að auka umferðaröryggi, draga úr mengun og greiða fyrir umferð. Voru báðar tillögurnar samþykktar einróma á fundi borgarstjórnar í dag en flutningsmaður tillögunnar var Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Gert ráð fyrir Sundabraut frá árinu 1975 Í greinargerð sem fylgdi tillögunni um Sundabraut kemur fram að gert hafi verið ráð fyrir Sundabraut í aðalskipulagsuppdráttum Reykjavíkur frá árinu 1975. Var lagning Sundabrautar talin ein megin forsendan fyrir byggð í Grafarvogi þegar verið var að hefja uppbyggingu þar á fyrri helmingi níunda áratugarins. „Auk þess var Sundabraut talin ein meginforsendan fyrir sameiningu Reykjavíkur og Kjalarneshrepps á sínum tíma. Allt bendir til þess að arðsemi af slíkum framkvæmdum verði mikil. Brautin yrði mikilvæg tenging við Grafarvog, eitt fjölmennasta hverfi borgarinnar. við iðnaðarsvæðið á Esjumelum og mikilvægt öryggisatriði ef kæmi til þess að rýma þyrfti stóran hluta borgarinnar á skömmum tíma,“ segir í greinargerðinni. Þar kemur einnig fram að Sundabraut hafi síðast verið slegið á frest með samgöngusamningi Reykjavíkurborgar og ríkisins árið 2012 en þá var fyrirhugaðri lagningu frestað um heilan áratug, eða til ársins 2022. „Engu að síður er enn gert ráð fyrir Sundabraut í núverandi aðalskipulagi. Nú á síðustu misserum hefur farið fram mikil skipulagsvinna í Elliðavogi og í Gufunesi og því er nauðsynlegt og löngu tímabært að ákveða endanlega legu og útfærslu brautarinnar svo aðrar skipulagsákvarðanir útiloki ekki hugsanlega besta kost í þeim efnum,“ segir í greinargerðinni.Sérstaklega gætt að gangandi og hjólandi vegfarendum Í tillögunni um gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg er tekið fram að sérstaklega verði gætt að leggja áherslu á öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda sem og greiða fyrir umferð strætisvagna um gatnamótin. Áhersla verði jafnframt lögð á að mannvirkið fari sem best í umhverfinu og að ríkulegt tillit verði tekið til náttúru Elliðaárdalsins við hönnun þess.
Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira