Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. mars 2017 20:00 Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Aðeins þrír hafa greinst með sjúkdóminn á síðustu 20 árum og voru það allt óbólusettir einstaklingar. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. Barnið hafði dvalist með fjölskyldu sinn í Taílandi og kom til landsins 2. mars en veiktist 14. mars síðastliðinn með hita, útbrotum og öndunarfæraeinkennum. Leitað var með barnið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins þann 19. mars síðastliðinn og voru tekin sýni sem staðfestu mislinga. Barnið var óbólusett vegna ungs aldurs. Mislingar er veirusjúkdómur sem er mjög smitandi og einkennist af hita og útbrotum um allan líkamann. Hann getur verið hættulegur og jafnvel valdið dauða. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þetta sé í þriðja sinn á 20 árum sem mislingar greinast á Íslandi. „Þau hafa öll smitast erlendis, allt óbólusettir einstaklingar,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknirVísir/StefánHefur embættið áhyggjur af þessu smiti?„Já, við höfum alltaf ákveðnar áhyggjur af því að mislingar geti breiðst út. Mislingar geta verið alvarlegir en ef að margir einstaklingar eru bólusettir eru litlar líkur á því að við fáum hér einhvern stóran faraldur,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að Landspítalinn og heilsugæsla höfuðborgasvæðisins muni hafa samband við foreldra óbólusettra barna sem hugsanlega gætu hafa smitast af viðkomandi barni. „Þetta níu mánaða barn hefur ekki verið á leikskóla. Það hefur verið heima þannig að það hefur verið með takmarkaðan umgang við önnur börn. Næstu skref eru að finna þá sem hafa hugsanlega komist í tæri við þetta barn meðan það var veikt, rannsaka það og bjóða því bólusetningu ef það er hægt. Og svo fylgjast með fólki vegna þess að það tekur um tólf daga að veikjast. “ Alltaf megi þó gera ráð fyrir því að óbólusettir einstaklingar geti smitast af mislingum. Umrætt barn umgangist fólk því sem minnst. „Barnið er bara heima og er þar í hálfgerðri einangrun. Það er mælst til þess að fólk sé ekki að koma að heimsækja þessa fjölskyldu á meðan veikindin standa yfir. Þetta brýnir okkur í því að hvetja fólk til þess að mæta með sín börn í bólusetningar eins og mælst er til þannig að við getum haldið þessum sjúkdómi frá Íslandi.“ Tengdar fréttir Íslenskt barn greint með mislinga Níu mánaða barn greindist með mislinga. 21. mars 2017 16:18 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira
Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Aðeins þrír hafa greinst með sjúkdóminn á síðustu 20 árum og voru það allt óbólusettir einstaklingar. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. Barnið hafði dvalist með fjölskyldu sinn í Taílandi og kom til landsins 2. mars en veiktist 14. mars síðastliðinn með hita, útbrotum og öndunarfæraeinkennum. Leitað var með barnið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins þann 19. mars síðastliðinn og voru tekin sýni sem staðfestu mislinga. Barnið var óbólusett vegna ungs aldurs. Mislingar er veirusjúkdómur sem er mjög smitandi og einkennist af hita og útbrotum um allan líkamann. Hann getur verið hættulegur og jafnvel valdið dauða. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þetta sé í þriðja sinn á 20 árum sem mislingar greinast á Íslandi. „Þau hafa öll smitast erlendis, allt óbólusettir einstaklingar,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknirVísir/StefánHefur embættið áhyggjur af þessu smiti?„Já, við höfum alltaf ákveðnar áhyggjur af því að mislingar geti breiðst út. Mislingar geta verið alvarlegir en ef að margir einstaklingar eru bólusettir eru litlar líkur á því að við fáum hér einhvern stóran faraldur,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að Landspítalinn og heilsugæsla höfuðborgasvæðisins muni hafa samband við foreldra óbólusettra barna sem hugsanlega gætu hafa smitast af viðkomandi barni. „Þetta níu mánaða barn hefur ekki verið á leikskóla. Það hefur verið heima þannig að það hefur verið með takmarkaðan umgang við önnur börn. Næstu skref eru að finna þá sem hafa hugsanlega komist í tæri við þetta barn meðan það var veikt, rannsaka það og bjóða því bólusetningu ef það er hægt. Og svo fylgjast með fólki vegna þess að það tekur um tólf daga að veikjast. “ Alltaf megi þó gera ráð fyrir því að óbólusettir einstaklingar geti smitast af mislingum. Umrætt barn umgangist fólk því sem minnst. „Barnið er bara heima og er þar í hálfgerðri einangrun. Það er mælst til þess að fólk sé ekki að koma að heimsækja þessa fjölskyldu á meðan veikindin standa yfir. Þetta brýnir okkur í því að hvetja fólk til þess að mæta með sín börn í bólusetningar eins og mælst er til þannig að við getum haldið þessum sjúkdómi frá Íslandi.“
Tengdar fréttir Íslenskt barn greint með mislinga Níu mánaða barn greindist með mislinga. 21. mars 2017 16:18 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira