Erlent

Enn eitt eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá tilraunaskoti Norður-Kóreu fyrr í mánuðinum.
Frá tilraunaskoti Norður-Kóreu fyrr í mánuðinum. Vísir/EPA
Yfirvöld einræðisríkisins Norður-Kóreu skutu í nótt enn einni eldflauginni á loft. Enn er óljóst hvort fleiri en einni eldflaug var skotið á loft og út á hvað tilraunaskotið gekk, en minnst ein eldflaug sprakk skömmu eftur flugtak, samkvæmt Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu og Bandaríkjunum

Sameinuðu þjóðirnar hafa meinað Norður-Kóreu að gera tilraunir með eldflaugar eða kjarnorkuvopn, en þrátt fyrir það hefur ríkið gert ítrekaðar tilraunir með eldflaugar og sprengt minnst fimm kjarnorkusprengjur á síðustu árum.

Erindreki frá ríkinu segir stjórnvöld ekki óttast frekari viðskiptaþvinganir og að Norður-Kórea muni leitast við að hraða tilraunum sínum. Markmiðið er að þróa svokallaðar ICBM eldflaugar sem þeir gætu notað til að skjóta kjarnorkuvopnum að Bandaríkjunum.

Sérfræðingar segja þó að Norður-Kórea eigi langt í land með þá þróun.

Sjá einnig: Auðga úran sem aldrei fyrr.

Bandaríkin íhuga nú að herða enn frekar viðskiptaþvínganir gegn Norður-Kóreu og nýlega sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að fyrirbyggjandi hernaðaraðgerðir gegn ríkinu.

Aðstoðarsendiherra Norður-Kóreu til Sameinuðu þjóðanna í Genf segir ríkisstjórn sína ekki óttast slíkar aðgerðir.

Í samtali við Reuters sagði Choe Myong Nam að viðskiptaþvinganir hræði Norður-Kóreu ekki. Þá sagði hann viðskiptaþvinganir gegn ríkinu vera ómannúðlegar.


Tengdar fréttir

Auðga úran sem aldrei fyrr

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu vera komna á nýtt stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×