Erlent

Auðga úran sem aldrei fyrr

Samúel Karl Ólason skrifar
Nú um helgina var nýr eldflaugarhreyfill prófaður og fyrr í mánuðinum var fjórum eldflaugum skotið langleiðina að Japan og sagðist Norður-Kórea hafa verið að æfa kjarnorkuárás á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan.
Nú um helgina var nýr eldflaugarhreyfill prófaður og fyrr í mánuðinum var fjórum eldflaugum skotið langleiðina að Japan og sagðist Norður-Kórea hafa verið að æfa kjarnorkuárás á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan. Vísir/EPA
Stjórnvöld Norður-Kóreu auðga nú úran sem aldrei fyrr og hefur þess til gerð verksmiðja þeirra tvöfaldast að stærð á undanförnum árum. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu vera komna á nýtt stig. Yukiya Amano, yfirmaður stofnunarinnar, segir allt benda til þess að ríkið sé að ná árangri, eins og þeir halda fram.

Amano ræddi við Wall Street Journal um ástandið í Norður-Kóreu og kjarnorkuvopnaáætlun þeirra. Mikil spenna er á svæðinu í kringum Kóreuskagann vegna eldflauga- og kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu á undanförnum misserum.

Nú um helgina var nýr eldflaugarhreyfill prófaður og fyrr í mánuðinum var fjórum eldflaugum skotið langleiðina að Japan og sagðist Norður-Kórea hafa verið að æfa kjarnorkuárás á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan.

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að fyrirbyggjandi hernaðaraðgerðir gegn Norður-Kóreu komi nú til greina. Hann sagði núverandi stefnu viðskiptaþvingana ekki hafa skilað tilætluðum árangri.

Í viðtali sínu dró Amano í efa að hægt væri að leysa málið með pólitísku samkomulagi. Engin ástæða væri til að vera bjartsýnn á að slíkt myndi takast. Þrír síðustu forsetar Bandaríkjanna hafa reynt að semja við Pyongyang án árangurs.

Starfsmenn kjarnorkumálastofnunarinnar voru reknir frá Norður-Kóreu árið 2009 en þeir fylgjast enn náið með landinu með gervihnöttum og öðrum fáanlegum upplýsingum. Sérstaklega fylgjast þeir með auðgunarverksmiðjunni í YongbyonAmano vildi ekki giska á hve mörg kjarnorkuvopn Norður-Kórea hefði smíðað.

Bandaríkin og Kína áætla hins vegar að þau geti verið allt að 40 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×