Faðir Lubitz vill nýja rannsókn Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2017 13:59 Günter Lubitz á blaðamannafundinum í dag. Vísir/AFP Günter Lubitz er fullur efasemda um að sonur sinn Andreas Lupitz hafi flogið vísvitandi á fjall í frönsku ölupunum fyrir tveimur árum. 150 manns voru um borð og allir létu lífið. Hann segir son sinn ekki hafa verið í sjálfsmorðshugleiðingum og kallar eftir nýrri rannsókn. Þetta kom fram á blaðamannafundi Günter Lubitz og blaðamanns í dag. Blaðamaðurinn Tim van Beveren, sem Lubitz réð til að fara yfir gögn málsins með sér, segir ekkert hafa verið sannað varðandi það af hverju flugstjóri Germanwings A320 flugsins frá Barcelona til Duesseldorf hafi ekki komist aftur inn í flugstjórnarklefann eftir að hann fór á klósettið. Hann sagði einnig að ókyrrð hafi mögulega neytt Lubitz til að lækka flugið og að ekki hafi verið sannað að Lubitz hafi verið með meðvitund þegar flugvélin lækkaði flugið. Þetta var í fyrsta sinn sem Günter Lubitz ræddi við fjölmiðla í þessi tvö ár. Hann lýsti því yfir að það hefði slegið fjölskyldu hans verulega að rannsakendur hefðu lýst því yfir, einungis nokkrum dögum eftir brotlendinguna, að sonur hans hefði flogið viljandi á fjallið. „Við höfum þurft að lifa með því að honum hefur verið stillt upp sem fjöldamorðingja í fjölmiðllum,“ sagði hann samkvæmt Reuters. Þegar hann var spurður hvort hann trúði því að sonur sinn væri saklaus, svaraði Günter á þá leið að hann væri „að leita sannleikans“. Lufthansa, móðurfélag Germanwings, segir enga ástæðu til að trúa ekki niðurstöðum rannsakenda. Saksóknarinn Christoph Kumpa slær á svipaða strengi og segir að ekki eigi að opna rannsóknina að nýju. Ekkert tilefni sé til þess. Hljóðupptökur úr flugstjórnarklefanum sýna fram á að flugstjórinn reyndi að brjóta hurðina niður með öxi áður en flugvélin lenti á fjallinu. Lubitz er sagður hafa hægt á vélinni og byrjað að lækka flugið eftir að flugstjórinn fór á klósettið, skömmu eftir flugtak. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Faðir Lubitz: Vill hreinsa mannorð sonar síns Faðir Andreas Lubitz segist ekki trúa því að hann hafi flogið viljandi á fjall í Frakklandi. 21. mars 2017 13:15 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Günter Lubitz er fullur efasemda um að sonur sinn Andreas Lupitz hafi flogið vísvitandi á fjall í frönsku ölupunum fyrir tveimur árum. 150 manns voru um borð og allir létu lífið. Hann segir son sinn ekki hafa verið í sjálfsmorðshugleiðingum og kallar eftir nýrri rannsókn. Þetta kom fram á blaðamannafundi Günter Lubitz og blaðamanns í dag. Blaðamaðurinn Tim van Beveren, sem Lubitz réð til að fara yfir gögn málsins með sér, segir ekkert hafa verið sannað varðandi það af hverju flugstjóri Germanwings A320 flugsins frá Barcelona til Duesseldorf hafi ekki komist aftur inn í flugstjórnarklefann eftir að hann fór á klósettið. Hann sagði einnig að ókyrrð hafi mögulega neytt Lubitz til að lækka flugið og að ekki hafi verið sannað að Lubitz hafi verið með meðvitund þegar flugvélin lækkaði flugið. Þetta var í fyrsta sinn sem Günter Lubitz ræddi við fjölmiðla í þessi tvö ár. Hann lýsti því yfir að það hefði slegið fjölskyldu hans verulega að rannsakendur hefðu lýst því yfir, einungis nokkrum dögum eftir brotlendinguna, að sonur hans hefði flogið viljandi á fjallið. „Við höfum þurft að lifa með því að honum hefur verið stillt upp sem fjöldamorðingja í fjölmiðllum,“ sagði hann samkvæmt Reuters. Þegar hann var spurður hvort hann trúði því að sonur sinn væri saklaus, svaraði Günter á þá leið að hann væri „að leita sannleikans“. Lufthansa, móðurfélag Germanwings, segir enga ástæðu til að trúa ekki niðurstöðum rannsakenda. Saksóknarinn Christoph Kumpa slær á svipaða strengi og segir að ekki eigi að opna rannsóknina að nýju. Ekkert tilefni sé til þess. Hljóðupptökur úr flugstjórnarklefanum sýna fram á að flugstjórinn reyndi að brjóta hurðina niður með öxi áður en flugvélin lenti á fjallinu. Lubitz er sagður hafa hægt á vélinni og byrjað að lækka flugið eftir að flugstjórinn fór á klósettið, skömmu eftir flugtak.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Faðir Lubitz: Vill hreinsa mannorð sonar síns Faðir Andreas Lubitz segist ekki trúa því að hann hafi flogið viljandi á fjall í Frakklandi. 21. mars 2017 13:15 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Faðir Lubitz: Vill hreinsa mannorð sonar síns Faðir Andreas Lubitz segist ekki trúa því að hann hafi flogið viljandi á fjall í Frakklandi. 21. mars 2017 13:15