Tímamót á bankamarkaði Stjórnarmaðurinn skrifar 26. mars 2017 11:00 Tilkynnt var í vikunni að bandarískir fjárfestingarsjóðir, ásamt fjárfestingarbankanum Goldman Sachs, hefðu komist að samkomulagi um kaup á um þrjátíu prósenta hlut í Arion banka. Ljóst er að um stórfrétt er að ræða í íslenskri efnahagssögu og stóran áfanga í uppgjörinu við eftirmál hrunsins. Hitt er þó ekki síður merkilegt að hér er komin stærsta fjárfesting erlendra aðila á Íslandi fyrr og síðar. Þetta er ekki stóriðjufjárfesting og ekki ævintýramennska sem tengist íslensku vatni eða orku. Í grunninn eru þetta því tímamót sem ber að fagna. Reyndir bandarískir fjárfestar eru í reynd að gefa það í skyn með fótunum að þeir hafi trú á íslensku efnahagslífi, og láta meira að segja ofursterka krónu ekki trufla sig. Þetta fylgir í kjölfar aðkomu Bandaríkjamanna að farsímafélaginu Nova og aukinnar þátttöku erlendra fjárfesta á íslenskum hlutabréfamarkaði. Íslenskur markaður er að verða alþjóðlegri, sem er nokkuð sem við aldrei náðum á árunum fyrir hrun. Í þessu samhengi er athyglisvert að heyra umræður á Alþingi um málið. Sumir þingmenn leggja á það alla áherslu að fá upplýst um endanlega eigendur sjóðanna. Væntanlega er það hægara sagt en gert en fjárfestar í sjóðum sem þessum geta numið þúsundum. Skynsamlegri nálgun væri að einblína á þá sem eru í fararbroddi sjóðanna. Aðrir virðast sannfærðir um að þarna sé um einhvers konar leppviðskipti að ræða. Slíkar hugmyndir eru í besta falli kjánalegar. Goldman Sachs og Hauck & Aufhauser eiga lítið sameiginlegt. Á meðan sitja lífeyrissjóðirnir eftir með sárt ennið en þeir höfðu borið víurnar í bankann. Fyrir þá sem eru hrifnir af fjölbreytni er fagnaðarefni að sú umleitan hafi ekki gengið eftir. Það var ekki spennandi tilhugsun að láta sjóðunum eftir bankakerfið í ofanálag við nánast öll skráð félög í landinu. Salan á Arion er vafalaust ekki fullkomin, og raunar er margt sem bendir til að tiltölulega lágt verð hafi fengist fyrir hlutinn í bankanum. Tækifærin eru í ofanálag æpandi. Vafalaust er hægt að lækka rekstrarkostnað verulega með einu pennastriki og ljóst er að svigrúm er til verulegra arðgreiðslna. Þangað til annað kemur í ljós er hins vegar ekki ástæða til annars en bjartsýni. Íslendingar hafa gott af samskiptum við útlendinga. Það á við um bankamenn sem aðra.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira
Tilkynnt var í vikunni að bandarískir fjárfestingarsjóðir, ásamt fjárfestingarbankanum Goldman Sachs, hefðu komist að samkomulagi um kaup á um þrjátíu prósenta hlut í Arion banka. Ljóst er að um stórfrétt er að ræða í íslenskri efnahagssögu og stóran áfanga í uppgjörinu við eftirmál hrunsins. Hitt er þó ekki síður merkilegt að hér er komin stærsta fjárfesting erlendra aðila á Íslandi fyrr og síðar. Þetta er ekki stóriðjufjárfesting og ekki ævintýramennska sem tengist íslensku vatni eða orku. Í grunninn eru þetta því tímamót sem ber að fagna. Reyndir bandarískir fjárfestar eru í reynd að gefa það í skyn með fótunum að þeir hafi trú á íslensku efnahagslífi, og láta meira að segja ofursterka krónu ekki trufla sig. Þetta fylgir í kjölfar aðkomu Bandaríkjamanna að farsímafélaginu Nova og aukinnar þátttöku erlendra fjárfesta á íslenskum hlutabréfamarkaði. Íslenskur markaður er að verða alþjóðlegri, sem er nokkuð sem við aldrei náðum á árunum fyrir hrun. Í þessu samhengi er athyglisvert að heyra umræður á Alþingi um málið. Sumir þingmenn leggja á það alla áherslu að fá upplýst um endanlega eigendur sjóðanna. Væntanlega er það hægara sagt en gert en fjárfestar í sjóðum sem þessum geta numið þúsundum. Skynsamlegri nálgun væri að einblína á þá sem eru í fararbroddi sjóðanna. Aðrir virðast sannfærðir um að þarna sé um einhvers konar leppviðskipti að ræða. Slíkar hugmyndir eru í besta falli kjánalegar. Goldman Sachs og Hauck & Aufhauser eiga lítið sameiginlegt. Á meðan sitja lífeyrissjóðirnir eftir með sárt ennið en þeir höfðu borið víurnar í bankann. Fyrir þá sem eru hrifnir af fjölbreytni er fagnaðarefni að sú umleitan hafi ekki gengið eftir. Það var ekki spennandi tilhugsun að láta sjóðunum eftir bankakerfið í ofanálag við nánast öll skráð félög í landinu. Salan á Arion er vafalaust ekki fullkomin, og raunar er margt sem bendir til að tiltölulega lágt verð hafi fengist fyrir hlutinn í bankanum. Tækifærin eru í ofanálag æpandi. Vafalaust er hægt að lækka rekstrarkostnað verulega með einu pennastriki og ljóst er að svigrúm er til verulegra arðgreiðslna. Þangað til annað kemur í ljós er hins vegar ekki ástæða til annars en bjartsýni. Íslendingar hafa gott af samskiptum við útlendinga. Það á við um bankamenn sem aðra.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira