„Hættulegt“ að þvinga lífeyrissjóðina út Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2017 14:18 Þórey S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða, og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Valli/Eyþór Þau Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórey S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða mættu í Víglínuna og ræddu stöðu lífeyrissjóða. Þá sérstaklega með tilliti til gjaldeyrishafta og til stærðar sjóðanna í íslensku atvinnulífi. Óli Björn var með sérstaka umræðu um lífeyrissjóðina á þinginu í vikunni, en hann segir það skipta Íslendinga verulega miklu máli að þeim takist vel til. Honum finnst lífeyrissjóðirnir vera orðnir of stórir í atvinnulífinu. „Það er varla til sú hugmynd í fjárfestingarverkefnum, öðruvísi en að það sé bent á lífeyrissjóðina. Það skiptir ekki máli hvort að það eru bankar til sölu, eða fara eigi í innviðafjárfestingu eða hvað sem er. Það endar allt á lífeyrissjóðunum vegna þess að það er auðvitað þar sem að mestu fjármunirnir eru til staðar.“ Hann telur það óheppilegt að lífeyrissjóðirnir séu jafn umfangsmiklir í íslensku atvinnulífi eins og þeir eru. Skýringin á því sé að þeir hafi ekki haft marga möguleika til að ávaxta peninga sína vegna fjármagnshöftunum. Óli Björn vill sjá lífeyrissjóðina taka ákveðin skref í fjárfestingum erlendis. Þórey segir sjóðina vera stóra og öfluga og að Íslendingar geti verið stoltir af kerfinu. Hún segir það það að umræða og umgjörð í kringum kerfið sé góð og vönduð skipta mjög miklu máli. Hún þurfi einnig að vera yfirveguð. Hagsmunir þjóðfélagsins og lífeyrissjóðanna fari svolítið saman. „Lífeyrissjóðirnir voru náttúrulega búnir að vera lengi í höftum. Það er gríðarlega mikilvægt til lengri tíma litið að sjóðir dreifi ávöxtun og að fara út með fjármagn í því fellst áhættudreifing. Sjóðirnir voru mjög heftir á Íslandi og þurftu eingöngu að fjárfesta hér og leita eftir fjárfestarkostum,“ sagði Þórey. Hún segist telja hættulegt að þrýsta á lífeyrissjóðina til að fjárfesta meira erlendis. Hagsmunir lífeyrissjóðina og almennings felist í stöðugleika. Víglínuna má sjá hér að neðan, en Óli og Þórey eru fyrstu gestir Heimis Más Péturssonar. Víglínan Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Þau Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórey S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða mættu í Víglínuna og ræddu stöðu lífeyrissjóða. Þá sérstaklega með tilliti til gjaldeyrishafta og til stærðar sjóðanna í íslensku atvinnulífi. Óli Björn var með sérstaka umræðu um lífeyrissjóðina á þinginu í vikunni, en hann segir það skipta Íslendinga verulega miklu máli að þeim takist vel til. Honum finnst lífeyrissjóðirnir vera orðnir of stórir í atvinnulífinu. „Það er varla til sú hugmynd í fjárfestingarverkefnum, öðruvísi en að það sé bent á lífeyrissjóðina. Það skiptir ekki máli hvort að það eru bankar til sölu, eða fara eigi í innviðafjárfestingu eða hvað sem er. Það endar allt á lífeyrissjóðunum vegna þess að það er auðvitað þar sem að mestu fjármunirnir eru til staðar.“ Hann telur það óheppilegt að lífeyrissjóðirnir séu jafn umfangsmiklir í íslensku atvinnulífi eins og þeir eru. Skýringin á því sé að þeir hafi ekki haft marga möguleika til að ávaxta peninga sína vegna fjármagnshöftunum. Óli Björn vill sjá lífeyrissjóðina taka ákveðin skref í fjárfestingum erlendis. Þórey segir sjóðina vera stóra og öfluga og að Íslendingar geti verið stoltir af kerfinu. Hún segir það það að umræða og umgjörð í kringum kerfið sé góð og vönduð skipta mjög miklu máli. Hún þurfi einnig að vera yfirveguð. Hagsmunir þjóðfélagsins og lífeyrissjóðanna fari svolítið saman. „Lífeyrissjóðirnir voru náttúrulega búnir að vera lengi í höftum. Það er gríðarlega mikilvægt til lengri tíma litið að sjóðir dreifi ávöxtun og að fara út með fjármagn í því fellst áhættudreifing. Sjóðirnir voru mjög heftir á Íslandi og þurftu eingöngu að fjárfesta hér og leita eftir fjárfestarkostum,“ sagði Þórey. Hún segist telja hættulegt að þrýsta á lífeyrissjóðina til að fjárfesta meira erlendis. Hagsmunir lífeyrissjóðina og almennings felist í stöðugleika. Víglínuna má sjá hér að neðan, en Óli og Þórey eru fyrstu gestir Heimis Más Péturssonar.
Víglínan Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun