Stjörnukonur halda í við Fram | Grótta upp í fjórða sætið Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. mars 2017 15:30 Helena var markahæst í liði Stjörnunnar í Eyjum í dag. vísir/andri marinó Stjarnan heldur í við topplið Fram þegar skammt er eftir af Olís-deild kvenna en eins marka sigur Garðbæinga 24-23 gegn ÍBV þýðir að Stjarnan er áfram aðeins tveimur stigum á eftir Fram þegar tvær umferðir eru eftir. Eftir sigur Fram í Valshöllinni í gær máttu Garðbæingar varla við því að misstíga sig í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Þrátt fyrir það voru það Eyjakonur sem voru með frumkvæðið framan af og náðu þegar mest var þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik og leiddu 9-8 í hálfleik. Leikurinn snerist í seinni hálfleik, Stjarnan jafnaði fljótlega metin og hélt forskotinu nánast allan seinni hálfleikinn en ÍBV tókst að jafna metin skömmu fyrir leikslok í stöðunni 23-23 en Stjarnan átti eina góða lokasókn eftir. Náðu þær að skora sigurmarkið þegar tuttugu sekúndur voru eftir á klukkunni en lokasókn ÍBV skilaði ekki marki og fögnuðu Stjörnukonur því kærkomnum sigri sem þýðir að það gæti enn farið svo að Stjarnan mæti Fram í hreinum úrslitaleik upp á deildarmeistaratitilinn í lokaumferðinni. Helena Rut Örvarsdóttir var atkvæðamest í liði Stjörnunnar með sex mörk en Sólveig Lára Kjærnested og Hanna G. Stefánsdóttir bættu við fimm mörkum hvor. Í liði ÍBV voru það sandra Dís Sigurðardóttir og Ester Óskarsdóttir sem voru markahæstar með fimm mörk. Í seinni leik dagsins tóku ríkjandi deildar- og Íslandsmeistarar Gróttu á móti vængbrotnum Selfyssingum sem léku án bestu skyttu sinnar, Hrafnhildar Hönnu Þrastardóttur og unnu góðan fimm marka sigur. Líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í vikunni sleit Hrafnhildur Hanna krossband í æfingarleik íslenska landsliðsins á dögunum og hefur hún því lokið leik á þessu ári. Jafnræði var með liðunum framan af og leiddu Seltirningar með einu marki í hálfleik í stöðunni 9-8 en í seinni hálfleik settu þær í gír og kláruðu gestina á heimavelli og komust um leið upp í fjórða sæti Olís-deildarinnar. Laufey Ásta Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með fimm mörk en í liði Selfyssinga voru það Kristrún Steinþórsdóttir og Dijana Radojevic sem voru atkvæðamestar með sex mörk hvor. Olís-deild kvenna Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Stjarnan heldur í við topplið Fram þegar skammt er eftir af Olís-deild kvenna en eins marka sigur Garðbæinga 24-23 gegn ÍBV þýðir að Stjarnan er áfram aðeins tveimur stigum á eftir Fram þegar tvær umferðir eru eftir. Eftir sigur Fram í Valshöllinni í gær máttu Garðbæingar varla við því að misstíga sig í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Þrátt fyrir það voru það Eyjakonur sem voru með frumkvæðið framan af og náðu þegar mest var þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik og leiddu 9-8 í hálfleik. Leikurinn snerist í seinni hálfleik, Stjarnan jafnaði fljótlega metin og hélt forskotinu nánast allan seinni hálfleikinn en ÍBV tókst að jafna metin skömmu fyrir leikslok í stöðunni 23-23 en Stjarnan átti eina góða lokasókn eftir. Náðu þær að skora sigurmarkið þegar tuttugu sekúndur voru eftir á klukkunni en lokasókn ÍBV skilaði ekki marki og fögnuðu Stjörnukonur því kærkomnum sigri sem þýðir að það gæti enn farið svo að Stjarnan mæti Fram í hreinum úrslitaleik upp á deildarmeistaratitilinn í lokaumferðinni. Helena Rut Örvarsdóttir var atkvæðamest í liði Stjörnunnar með sex mörk en Sólveig Lára Kjærnested og Hanna G. Stefánsdóttir bættu við fimm mörkum hvor. Í liði ÍBV voru það sandra Dís Sigurðardóttir og Ester Óskarsdóttir sem voru markahæstar með fimm mörk. Í seinni leik dagsins tóku ríkjandi deildar- og Íslandsmeistarar Gróttu á móti vængbrotnum Selfyssingum sem léku án bestu skyttu sinnar, Hrafnhildar Hönnu Þrastardóttur og unnu góðan fimm marka sigur. Líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í vikunni sleit Hrafnhildur Hanna krossband í æfingarleik íslenska landsliðsins á dögunum og hefur hún því lokið leik á þessu ári. Jafnræði var með liðunum framan af og leiddu Seltirningar með einu marki í hálfleik í stöðunni 9-8 en í seinni hálfleik settu þær í gír og kláruðu gestina á heimavelli og komust um leið upp í fjórða sæti Olís-deildarinnar. Laufey Ásta Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með fimm mörk en í liði Selfyssinga voru það Kristrún Steinþórsdóttir og Dijana Radojevic sem voru atkvæðamestar með sex mörk hvor.
Olís-deild kvenna Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira