Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. mars 2017 11:56 Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar.Niðurstöður nefndarinnar eru þær að Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Það er því afdráttarlaus niðurstaða að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar. Mennirnir sem nefndin vildi taka skýrslu af eru Ólafur Ólafsson, fyrrverandi stjórnrformaður Eglu hf., Guðmundur Hjaltason fyrrverandi framkvæmdastjóri sama félags, Sigurður Einarsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings hf. og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri sama fyrirtækis. Frá blaðamannafundi rannsóknarnefndar í Iðnó í dag.Vísir/VilhelmEfuðust um að þeir þyrftu að svara spurningum nefndarinnar Rannsóknarnefndin beindi því þar af leiðandi til Héraðsdóms Reykjavíkur að tekin yrði skýrsla af fjórmenningunum fyrir dómi en Ólafur og Guðmundur efuðust um að þeim væri skylt að svara spurningum nefndarinnar. Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á þann málatilbúnað tvímenninganna en Hæstiréttur sneri þeim úrskurði héraðsdóms við og heimilaði að taka skýrslur í tengslum við rannsóknina fyrir dómi. Skýrsla var tekin af Ólafi Ólafssyni þann 30. janúar síðastliðinn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er vitnisburður Ólafs rakin. Sagði hann meðal annars með öllu ótækt að „stóla á minnið um viðfangsefni rannsóknarinnar án þess að honum yrðu veittar upplýsingar fyrirfram um hvað rannsóknarnefnd hygðist spyrja hann um.“ Ólafur kvaðst til að mynda ekki muna nákvæmlega hvar hann hefði starfað á umræddum tíma og þá gat hann heldur ekki lýst því hver þáttur hans hafi verið í „tilboðsgerð S-hópsins og samningaviðræðum við íslensk stjórnvöld um kaup hópsins á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum.“Ekkert bendir til þess að Geir Haarde og Valgerður Sverrisdóttir, lykilráðherrar við sölu bankans 2003, hafi vitað af fléttunni að sögn nefndarmanna.vísir/gva„Ég man ekki hvort er“ Eftirfarandi tilvitnun í Ólaf er birt í skýrslu rannsóknarnefndarinnar: „Hauck & Aufhäuser fjárfesti í Eglu hf. eða ehf., ég man ekki hvort það er. Öll gögn, allir pappírar, allar innborganir hlutafjár liggja fyrir. Allar fundargerðir sem þú hefur liggja fyrir. Fundarseta hans eða fulltrúa hans í stjórnum liggja fyrir, öll umboð hans til athafna innan við Eglu liggja fyrir og meira hef ég ekki nú ekkert um málið að segja. Ég, þú getur ekki ætlast til þess að ég sé hérna, 15 árum síðar, að svara getgátum fjölmiðla. Bara I‘m sorry.“ Í máli Ólafs kom þó fram að hann hefði talið það „vera óðs manns æði fyrir Íslendinga að taka þátt í kaupum á banka án þess að fá erlenda sérfræðiað- stoð og því hefði Société Générale verið fenginn til að vera hópnum innan handar. Þá kom fram að hann sjálfur og Guðmundur Hjaltason hefðu verið helst í samskiptum við starfsmenn Société Générale fyrir hönd S-hópsins en hann myndi það ekki nákvæmlega. Ólafur staðfesti að starfsmenn Société Générale hefðu átt virkan þátt í að tengja Hauck & Aufhäuser inn í S-hópinn og að Michael Sautter, starfsmaður franska bankans og ráðgjafi S-hópsins, hefði átti í mestum samskiptum við þýska bankann en hann hefði sjálfur ekki heyrt bankans getið áður.“Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður nefndarinnar og Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður nefndarinnar.Vísir/VilhelmMundi lítið sem ekkert Þá sagði Ólafur jafnframt „að eftir því sem hann best vissi, en hann þyrfti þó að fara í gegnum alla samninga í því sambandi til að staðfesta, væru allar þær upplýsingar sem íslenska ríkinu voru veittar á þessum tíma, eða annars sú aðkoma Hauck & Aufhäuser sem bæði kaupsamningurinn og fylgigögn hans kváðu á um, og kynnt voru í fjölmiðlum samhliða kaupunum, réttar og nákvæmar varðandi aðkomu Hauck & Aufhäuser. Ólafur sagðist ekki muna hvort einhverjar ráðstafanir hefðu verið gerðar, t.d. með samningum, til að draga úr eða girða fyrir fjárhagslega áhættu Hauck & Aufhäuser af viðskiptunum. Þá kvaðst Ólafur ekki muna hvort einhverjir aðrir aðilar en þeir sem stóðu að kaupsamningnum við íslenska ríkið hefðu komið að kaupum S-hópsins, t.d. með samningum. Í framburði sínum kvaðst Ólafur ekki hafa hugmynd um og að hann myndi ekki eftir því hvort Kaupþing hf. hafi komið að fjármögnun kaupa einhvers þeirra sem tilgreindir voru sem kaupendur að hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Aðspurður um hvort rétt væri að Hauck & Aufhäuser hefði tekið „fullan þátt í kaupunum á kjölfestuhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. í gegnum kaup sín í Eglu hf.“ svaraði Ólafur að þeir hefðu verið „að fullu hluthafar í Eglu hf.“ og hann hefði „ekki verið upplýstur um annað af þeim“. Þá kvaðst Ólafur ekki geta varpað ljósi á hvort fullyrðingar Guðmundar Hjaltasonar, framkvæmdastjóra Eglu hf., í fjölmiðlum um að hann vissi ekki til þess að Hauck & Aufhäuser hefði verið „leppur fyrir aðra aðila“, væru réttar og nákvæmar. Enn fremur sagðist Ólafur ekki muna eftir því hvort með þessum staðhæfingum Guðmundar hefði verið eitthvað látið ósagt sem þýðingu gat hafa talist um aðkomu þýska bankans að einkavæðingu Búnaðarbankans“. Aðspurður um fullyrðingar Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans og framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Búnaðarbankans, í skýrslu hjá Rannsóknarnefnd Alþingis árið 2009, að Hauck & Aufhäuser hafi verið fulltrúi fyrir aðra aðila og að það hafi verið gerður einhvers konar framvirkur samningur um viðskipti bankans, sagði Ólafur að honum vitanlega ætti það ekki við rök að styðjast og að hann myndi „ekki eftir neinu svona,““ að því er segir í skýrslunni sem nálgast má í heild sinni hér. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar.Niðurstöður nefndarinnar eru þær að Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Það er því afdráttarlaus niðurstaða að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar. Mennirnir sem nefndin vildi taka skýrslu af eru Ólafur Ólafsson, fyrrverandi stjórnrformaður Eglu hf., Guðmundur Hjaltason fyrrverandi framkvæmdastjóri sama félags, Sigurður Einarsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings hf. og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri sama fyrirtækis. Frá blaðamannafundi rannsóknarnefndar í Iðnó í dag.Vísir/VilhelmEfuðust um að þeir þyrftu að svara spurningum nefndarinnar Rannsóknarnefndin beindi því þar af leiðandi til Héraðsdóms Reykjavíkur að tekin yrði skýrsla af fjórmenningunum fyrir dómi en Ólafur og Guðmundur efuðust um að þeim væri skylt að svara spurningum nefndarinnar. Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á þann málatilbúnað tvímenninganna en Hæstiréttur sneri þeim úrskurði héraðsdóms við og heimilaði að taka skýrslur í tengslum við rannsóknina fyrir dómi. Skýrsla var tekin af Ólafi Ólafssyni þann 30. janúar síðastliðinn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er vitnisburður Ólafs rakin. Sagði hann meðal annars með öllu ótækt að „stóla á minnið um viðfangsefni rannsóknarinnar án þess að honum yrðu veittar upplýsingar fyrirfram um hvað rannsóknarnefnd hygðist spyrja hann um.“ Ólafur kvaðst til að mynda ekki muna nákvæmlega hvar hann hefði starfað á umræddum tíma og þá gat hann heldur ekki lýst því hver þáttur hans hafi verið í „tilboðsgerð S-hópsins og samningaviðræðum við íslensk stjórnvöld um kaup hópsins á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum.“Ekkert bendir til þess að Geir Haarde og Valgerður Sverrisdóttir, lykilráðherrar við sölu bankans 2003, hafi vitað af fléttunni að sögn nefndarmanna.vísir/gva„Ég man ekki hvort er“ Eftirfarandi tilvitnun í Ólaf er birt í skýrslu rannsóknarnefndarinnar: „Hauck & Aufhäuser fjárfesti í Eglu hf. eða ehf., ég man ekki hvort það er. Öll gögn, allir pappírar, allar innborganir hlutafjár liggja fyrir. Allar fundargerðir sem þú hefur liggja fyrir. Fundarseta hans eða fulltrúa hans í stjórnum liggja fyrir, öll umboð hans til athafna innan við Eglu liggja fyrir og meira hef ég ekki nú ekkert um málið að segja. Ég, þú getur ekki ætlast til þess að ég sé hérna, 15 árum síðar, að svara getgátum fjölmiðla. Bara I‘m sorry.“ Í máli Ólafs kom þó fram að hann hefði talið það „vera óðs manns æði fyrir Íslendinga að taka þátt í kaupum á banka án þess að fá erlenda sérfræðiað- stoð og því hefði Société Générale verið fenginn til að vera hópnum innan handar. Þá kom fram að hann sjálfur og Guðmundur Hjaltason hefðu verið helst í samskiptum við starfsmenn Société Générale fyrir hönd S-hópsins en hann myndi það ekki nákvæmlega. Ólafur staðfesti að starfsmenn Société Générale hefðu átt virkan þátt í að tengja Hauck & Aufhäuser inn í S-hópinn og að Michael Sautter, starfsmaður franska bankans og ráðgjafi S-hópsins, hefði átti í mestum samskiptum við þýska bankann en hann hefði sjálfur ekki heyrt bankans getið áður.“Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður nefndarinnar og Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður nefndarinnar.Vísir/VilhelmMundi lítið sem ekkert Þá sagði Ólafur jafnframt „að eftir því sem hann best vissi, en hann þyrfti þó að fara í gegnum alla samninga í því sambandi til að staðfesta, væru allar þær upplýsingar sem íslenska ríkinu voru veittar á þessum tíma, eða annars sú aðkoma Hauck & Aufhäuser sem bæði kaupsamningurinn og fylgigögn hans kváðu á um, og kynnt voru í fjölmiðlum samhliða kaupunum, réttar og nákvæmar varðandi aðkomu Hauck & Aufhäuser. Ólafur sagðist ekki muna hvort einhverjar ráðstafanir hefðu verið gerðar, t.d. með samningum, til að draga úr eða girða fyrir fjárhagslega áhættu Hauck & Aufhäuser af viðskiptunum. Þá kvaðst Ólafur ekki muna hvort einhverjir aðrir aðilar en þeir sem stóðu að kaupsamningnum við íslenska ríkið hefðu komið að kaupum S-hópsins, t.d. með samningum. Í framburði sínum kvaðst Ólafur ekki hafa hugmynd um og að hann myndi ekki eftir því hvort Kaupþing hf. hafi komið að fjármögnun kaupa einhvers þeirra sem tilgreindir voru sem kaupendur að hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Aðspurður um hvort rétt væri að Hauck & Aufhäuser hefði tekið „fullan þátt í kaupunum á kjölfestuhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. í gegnum kaup sín í Eglu hf.“ svaraði Ólafur að þeir hefðu verið „að fullu hluthafar í Eglu hf.“ og hann hefði „ekki verið upplýstur um annað af þeim“. Þá kvaðst Ólafur ekki geta varpað ljósi á hvort fullyrðingar Guðmundar Hjaltasonar, framkvæmdastjóra Eglu hf., í fjölmiðlum um að hann vissi ekki til þess að Hauck & Aufhäuser hefði verið „leppur fyrir aðra aðila“, væru réttar og nákvæmar. Enn fremur sagðist Ólafur ekki muna eftir því hvort með þessum staðhæfingum Guðmundar hefði verið eitthvað látið ósagt sem þýðingu gat hafa talist um aðkomu þýska bankans að einkavæðingu Búnaðarbankans“. Aðspurður um fullyrðingar Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans og framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Búnaðarbankans, í skýrslu hjá Rannsóknarnefnd Alþingis árið 2009, að Hauck & Aufhäuser hafi verið fulltrúi fyrir aðra aðila og að það hafi verið gerður einhvers konar framvirkur samningur um viðskipti bankans, sagði Ólafur að honum vitanlega ætti það ekki við rök að styðjast og að hann myndi „ekki eftir neinu svona,““ að því er segir í skýrslunni sem nálgast má í heild sinni hér.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21