„Finnst þér líklegt að alþjóðlegur banki standi í slíku?“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2017 14:15 Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra, seðlabankastjóri og forstjóri VÍS. Vísir „Finnst þér líklegt að alþjóðlegur banki standi í slíku?“ spurði Finnur Ingólfsson þegar Fréttablaðið spurði hann fyrir tæpu ári hvort þýski bankinn Hauck & Aufhäusher hafi verið leppur fyrir annan aðila þegar S-hópurinn svokallaði keypti hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi.Sjá einnig: Finnur Ingólfsson kannast ekki við að þýski bankinn hafi verið leppurÞað er afdráttarlaus niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar. Skýrslan var afhent forseta Alþingis klukkan 10 í dag. „Það er mér algjörlega ókunnugt um og veit ekki til að það hafi verið,“ sagði Finnur enn fremur við Fréttablaðið í maí í fyrra þegar fjallað var um málið.Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, og Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhäuser, handsala kaupin á Búnaðarbankanum árið 2003. FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÞekkti engan sem taldi þýska bankann vera lepp Finnur, sem er fyrrverandi seðlabankastjóri og ráðherra, var forstjóri VÍS þegar félagið keypti hlut í Búnaðarbankanum en hann sagði við Fréttablaðið að hann þekkti engan sem teldi þýska bankann hafa verið lepp. Vitnaði hann í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2006 þar sem sagt var frá staðfestingu sem stofnunin hafði fengið frá þýska bankanum um að hann hafi átt hlut í Eglu sem keypti í Búnaðarbankanum og frá KPMG í Þýskalandi um að hlutinn hafi verið færður í bækur Hauck og Aufhäsuer í samræmi við þýsk lög og reglur. „Þær staðreyndir liggja þarna fyrir, staðfestar af endurskoðendum hans sem er alþjóðlegt endurskoðunarfyrirtæki, er líklegt að það hafi staðið í miklum svikum? Er líklegt að stjórnendur bankans hafi staðið í miklum svikum og blekkingum? Er líklegt að skattalög í Þýskalandi eða reikningsskilalög í Þýskalandi hafi með einhverjum hætti heimilað slíkt?“ spurði Finnur. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Finni í dag.Eignarhaldið aðeins til málamynda og tímabundið Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að Hauck & Aufhäuser hafi í raun verið leppur fyrir eignarhlut aflandsfélagsins Welling & Partners í Búnaðarbankanum. „Eignarhald Hauck & Aufhäuser í Eglu hf., og þar með eignarhald á hlutum í Búnaðarbankanum en síðar Kaupþingi Búnaðarbanka hf. og KB banka hf. í gegnum það félag, var aðeins til málamynda og tímabundið. Aðrir aðilar fjármögnuðu í reynd, báru alla áhættu og áttu alla hagnaðarvon af þessum viðskiptum í nafni þýska bankans. Þýska bankanum var tryggt algert skaðleysi af þátttöku sinni í þeim, hann tók enga fjárhagslega áhættu með þeim og fjárhagslegir hagsmunir bankans af þeim takmörkuðust við umsamda þóknun sem kveðið var á um í baksamningunum,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar.Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans.Vísir/Vilhelm„Hefði alveg eins getað hafa verið að kaupa ísbúð“ Í umfjöllun Fréttablaðsins í fyrra um málið voru rifjuð upp ummæli Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, sem var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Búnaðarbankans við einkavæðingu, þess efnis að hann hafi litið svo á að Hauck & Afhäuser hafi verið fulltrúi fyrir aðra aðila eftir að hafa fundað með fulltrúa þýska bankans. „...maður hitti hann og maður upplifði það að hann hefði alveg eins getað hafa verið að kaupa ísbúð, hann vissi ekkert hvað hann var að kaupa. Það var algjörlega sénslaust að hann haf verið að leggja svo mikla peninga undir.“Guðmundur Hjaltason.Guðmundur sagðist ekkert vitaFréttablaðið ræddi við Guðmund Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eglu, í fyrra vegna málsins sem sagðist ekki vita til þess að þýski bankinn hafi verið leppur fyrir aðra aðila. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að af gögnum verði ekki annað ráðið en að vitneskja um baksamninganna tengdum þessum kaupum hafi takmarkast við fámennan hóp einstaklinga sem ýmist stóðu að eða fylgdust með gerð samninganna í upphafi, önnuðust síðan framkvæmd þeirra eða nutu að lokum ávinnings á grundvelli þeirra. Guðmundur Hjaltason, sem var einnig starfsmaður Samskipa hf, var einn þeirra sem var í þessum fámenna hópi. Aðrir í þessu hópi voru Ralf Darpe og Michael Sautter, báðir starfsmenn bankans Société Générale. Bjarki Diego, sem starfaði sem lögfræðingur í Kaupþingi á þessum tíma, Hreiðar Már Sigurðsson, þáverandi aðstoðarforstjóri Kaupþings, Steingrímur Kárason, yfirmaður áhættustýringar Kaupþings, Kristín Pétursdóttir, forstöðumaður fjárstýringar Kaupþings, Magnús Guðmundsson, annar framkvæmdastjóri Kaupthing Bank Luxembourg, Eggert J. Hilmarsson, lögfræðingur hjá sama banka, Karim Van den Ende, lögfræðingur hjá félaginu KV Associates og Ólafur Ólafsson. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ekki hægt að sækja neinn til saka fyrir bankablekkinguna Brot sem áttu sér stað fyrir meira en tíu árum síðar eru fyrnd. 29. mars 2017 12:22 Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03 Gerðu mikið úr aðkomu þýska bankans Forsvarsmenn S-hópsins svokallaða lögðu mikla áherslu á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum hópsins á tæplega fimmtíu prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Ný gögn benda hins vegar til þess að um málamyndagjörning hafi verið að ræða og að bankinn hafi aldrei tekið neina fjárhagslega áhættu í málinu. 27. mars 2017 19:30 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Rannsóknarnefnd Alþingis: Aðkoma Hauck & Aufhäuser aðeins til málamynda við kaup á Búnaðarbanka Þátttaka þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka var „aðeins til málamynda“. Kaupin voru fjármögnuð í gegnum aflandsfélag á vegum Kaupþings. 27. mars 2017 04:00 Finnur Ingólfsson kannast ekki við að þýski bankinn hafi verið leppur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vinnur að skipun rannsóknarnefndar vegna aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum. Aðilar innan S-hópsins kannast ekki við að bankinn hafi verið leppur. 26. maí 2016 07:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Sjá meira
„Finnst þér líklegt að alþjóðlegur banki standi í slíku?“ spurði Finnur Ingólfsson þegar Fréttablaðið spurði hann fyrir tæpu ári hvort þýski bankinn Hauck & Aufhäusher hafi verið leppur fyrir annan aðila þegar S-hópurinn svokallaði keypti hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi.Sjá einnig: Finnur Ingólfsson kannast ekki við að þýski bankinn hafi verið leppurÞað er afdráttarlaus niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar. Skýrslan var afhent forseta Alþingis klukkan 10 í dag. „Það er mér algjörlega ókunnugt um og veit ekki til að það hafi verið,“ sagði Finnur enn fremur við Fréttablaðið í maí í fyrra þegar fjallað var um málið.Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, og Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhäuser, handsala kaupin á Búnaðarbankanum árið 2003. FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÞekkti engan sem taldi þýska bankann vera lepp Finnur, sem er fyrrverandi seðlabankastjóri og ráðherra, var forstjóri VÍS þegar félagið keypti hlut í Búnaðarbankanum en hann sagði við Fréttablaðið að hann þekkti engan sem teldi þýska bankann hafa verið lepp. Vitnaði hann í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2006 þar sem sagt var frá staðfestingu sem stofnunin hafði fengið frá þýska bankanum um að hann hafi átt hlut í Eglu sem keypti í Búnaðarbankanum og frá KPMG í Þýskalandi um að hlutinn hafi verið færður í bækur Hauck og Aufhäsuer í samræmi við þýsk lög og reglur. „Þær staðreyndir liggja þarna fyrir, staðfestar af endurskoðendum hans sem er alþjóðlegt endurskoðunarfyrirtæki, er líklegt að það hafi staðið í miklum svikum? Er líklegt að stjórnendur bankans hafi staðið í miklum svikum og blekkingum? Er líklegt að skattalög í Þýskalandi eða reikningsskilalög í Þýskalandi hafi með einhverjum hætti heimilað slíkt?“ spurði Finnur. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Finni í dag.Eignarhaldið aðeins til málamynda og tímabundið Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að Hauck & Aufhäuser hafi í raun verið leppur fyrir eignarhlut aflandsfélagsins Welling & Partners í Búnaðarbankanum. „Eignarhald Hauck & Aufhäuser í Eglu hf., og þar með eignarhald á hlutum í Búnaðarbankanum en síðar Kaupþingi Búnaðarbanka hf. og KB banka hf. í gegnum það félag, var aðeins til málamynda og tímabundið. Aðrir aðilar fjármögnuðu í reynd, báru alla áhættu og áttu alla hagnaðarvon af þessum viðskiptum í nafni þýska bankans. Þýska bankanum var tryggt algert skaðleysi af þátttöku sinni í þeim, hann tók enga fjárhagslega áhættu með þeim og fjárhagslegir hagsmunir bankans af þeim takmörkuðust við umsamda þóknun sem kveðið var á um í baksamningunum,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar.Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans.Vísir/Vilhelm„Hefði alveg eins getað hafa verið að kaupa ísbúð“ Í umfjöllun Fréttablaðsins í fyrra um málið voru rifjuð upp ummæli Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, sem var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Búnaðarbankans við einkavæðingu, þess efnis að hann hafi litið svo á að Hauck & Afhäuser hafi verið fulltrúi fyrir aðra aðila eftir að hafa fundað með fulltrúa þýska bankans. „...maður hitti hann og maður upplifði það að hann hefði alveg eins getað hafa verið að kaupa ísbúð, hann vissi ekkert hvað hann var að kaupa. Það var algjörlega sénslaust að hann haf verið að leggja svo mikla peninga undir.“Guðmundur Hjaltason.Guðmundur sagðist ekkert vitaFréttablaðið ræddi við Guðmund Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eglu, í fyrra vegna málsins sem sagðist ekki vita til þess að þýski bankinn hafi verið leppur fyrir aðra aðila. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að af gögnum verði ekki annað ráðið en að vitneskja um baksamninganna tengdum þessum kaupum hafi takmarkast við fámennan hóp einstaklinga sem ýmist stóðu að eða fylgdust með gerð samninganna í upphafi, önnuðust síðan framkvæmd þeirra eða nutu að lokum ávinnings á grundvelli þeirra. Guðmundur Hjaltason, sem var einnig starfsmaður Samskipa hf, var einn þeirra sem var í þessum fámenna hópi. Aðrir í þessu hópi voru Ralf Darpe og Michael Sautter, báðir starfsmenn bankans Société Générale. Bjarki Diego, sem starfaði sem lögfræðingur í Kaupþingi á þessum tíma, Hreiðar Már Sigurðsson, þáverandi aðstoðarforstjóri Kaupþings, Steingrímur Kárason, yfirmaður áhættustýringar Kaupþings, Kristín Pétursdóttir, forstöðumaður fjárstýringar Kaupþings, Magnús Guðmundsson, annar framkvæmdastjóri Kaupthing Bank Luxembourg, Eggert J. Hilmarsson, lögfræðingur hjá sama banka, Karim Van den Ende, lögfræðingur hjá félaginu KV Associates og Ólafur Ólafsson.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ekki hægt að sækja neinn til saka fyrir bankablekkinguna Brot sem áttu sér stað fyrir meira en tíu árum síðar eru fyrnd. 29. mars 2017 12:22 Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03 Gerðu mikið úr aðkomu þýska bankans Forsvarsmenn S-hópsins svokallaða lögðu mikla áherslu á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum hópsins á tæplega fimmtíu prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Ný gögn benda hins vegar til þess að um málamyndagjörning hafi verið að ræða og að bankinn hafi aldrei tekið neina fjárhagslega áhættu í málinu. 27. mars 2017 19:30 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Rannsóknarnefnd Alþingis: Aðkoma Hauck & Aufhäuser aðeins til málamynda við kaup á Búnaðarbanka Þátttaka þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka var „aðeins til málamynda“. Kaupin voru fjármögnuð í gegnum aflandsfélag á vegum Kaupþings. 27. mars 2017 04:00 Finnur Ingólfsson kannast ekki við að þýski bankinn hafi verið leppur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vinnur að skipun rannsóknarnefndar vegna aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum. Aðilar innan S-hópsins kannast ekki við að bankinn hafi verið leppur. 26. maí 2016 07:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Sjá meira
Ekki hægt að sækja neinn til saka fyrir bankablekkinguna Brot sem áttu sér stað fyrir meira en tíu árum síðar eru fyrnd. 29. mars 2017 12:22
Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21
„Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54
Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03
Gerðu mikið úr aðkomu þýska bankans Forsvarsmenn S-hópsins svokallaða lögðu mikla áherslu á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum hópsins á tæplega fimmtíu prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Ný gögn benda hins vegar til þess að um málamyndagjörning hafi verið að ræða og að bankinn hafi aldrei tekið neina fjárhagslega áhættu í málinu. 27. mars 2017 19:30
Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56
Rannsóknarnefnd Alþingis: Aðkoma Hauck & Aufhäuser aðeins til málamynda við kaup á Búnaðarbanka Þátttaka þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka var „aðeins til málamynda“. Kaupin voru fjármögnuð í gegnum aflandsfélag á vegum Kaupþings. 27. mars 2017 04:00
Finnur Ingólfsson kannast ekki við að þýski bankinn hafi verið leppur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vinnur að skipun rannsóknarnefndar vegna aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum. Aðilar innan S-hópsins kannast ekki við að bankinn hafi verið leppur. 26. maí 2016 07:00