Handbolti

Gunnar: Glórulaust hjá Heimi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar var vonsvikinn í leikslok.
Gunnar var vonsvikinn í leikslok. vísir/eyþór
Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, sagði að slæm byrjun hafi orðið sínum mönnum að falli í leiknum gegn FH í kvöld.

Þá hafi rauða spjaldið sem Heimir Óli Heimisson fékk á 54. mínútu reynst afar dýrt.

„Við vorum alltof passívir og flatir í byrjun og lengi í gang. Við gerðum okkur erfitt fyrir. En við vorum komnir inn í leikinn og með frumkvæðið en misstum hausinn á 54. mínútu. Í svona Hafnarfjarðarslag verðurðu að halda haus í 60 mínútur. Það var munurinn á liðunum í dag,“ sagði Gunnar.

Hann sagði að rauða spjaldið hefði verið réttur dómur og var aðallega fúll út í Heimi Óla sem gerði félögum sínum mikinn óleik með því að láta reka sig út af.

„Hárrétt, þetta var glórulaust. Deildarmeistaratitilinn var í húfi og fimm mínútur eftir. Með sigri hefðum við verið í kjörstöðu. Þú verður að halda haus,“ sagði Gunnar.

„Ég er rosalega svekktur að klára þetta ekki miðað við stöðuna sem við vorum komnir í. Þetta var svekkjandi,“ sagði þjálfarinn að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×