Að fá ekki tækifæri til að krefjast jafnréttis Bryndís Snæbjörnsdóttir og Árni Múli Jónasson skrifar 10. mars 2017 15:17 Við getum öll verið sammála um að jafnrétti kynjanna er mjög mikilvægt mannréttindamál. Við getum líka verið stolt af því að miðað við viðurkennda alþjóðlega mælikvarða stendur Ísland í fremstu röð varðandi kynjajafnrétti. Íslenskum ráðherrum finnst eðlilega mjög gaman að tala um það við kollega sína og blaðamenn í útlöndum. Umræðan um jafnrétti kynjanna hvað varðar laun og aðgang að stjórnunarstörfum hefur verið mjög áberandi í samfélaginu að undanförnu, enda hefur félags- og jafnréttismálaráðherra lagt áherslu á þau mál og ríkisstjórnin öll. Það er að sjálfsögðu lofsvert og mjög mikilvægt. En við viljum þó minna stjórnvöld á að til að njóta þeirra sjálfsögðu réttinda að fá sömu laun og aðrir fyrir sömu störf og fá tækifæri til að gegna stjórnunarstörfum og komast í stjórnir fyrirtækja verður fólk að fá tækifæri til að komast út á vinnumarkaðinn. Sá sem ekki fær tækifæri til að afla sér launa getur ekki krafist jafnra launa sér til handa eða átt von um að fá stjórnunarstarf hjá ríki, sveitarfélögum eða einkafyrirtækjum. Og við verðum líka að minna sjórnvöld á að margt fatlað fólk með skerta starfsgetu fær alls ekki þau tækifæri á íslenskum vinnumarkaði eins og hann er. Það fólk fær því ekki einu sinni tækifæri til að krefjast jafnra launa eða jafnra tækifæra til starfsþróunar á vinnumarkaði hvað þá að njóta þeirra mannréttinda. Og það er annar hópur fólks og langoftast kvenna sem við viljum minna á og skorum á ráðherra að gleyma alls ekki þegar þeir leggja til lög og reglur og aðgerðir til að útrýma kynbundnum launamun og til að jafna tækifæri kynjanna til þátttöku í stjórnunarstörfum á vinnumarkaði. Allar rannsóknir sýna að konur gegna lykilhlutverki við að veita fötluðum börnum og fötluðu fullorðnu fólki nauðsynlega aðstoð. Og það eru mæður fatlaðra barna sem frekar minnka við sig í námi eða vinnu en feðurnir. Mjög margar þeirra þurfa að hverfa frá námi eða hætta að vinna launavinnu til lengri eða skemmri tíma til að tryggja lífsgæði barna sinna. Mjög oft er það svo að þessar konur sinna þessum ólaunuðu störfum ekki einungis meðan þau eru börn, heldur er algengt að þessar konur séu árum saman utan vinnumarkaðar eða í hlutastörfum vegna þessa. Þessar konur fara þó ekki einungis á mis við tækifæri til náms, atvinnu, launa og starfsframa, heldur hafa þær líka skert lífeyrisréttindi því að þær geta ekki greitt í lífeyrissjóð af tekjum sem engar eru fyrir umönnunarstörfin sem þær vinna. Málefni þessara kvenna virðast ekki ná inn á radar þeirra sem mest fjalla um jafnrétti kynjanna og stöðu kvenna í samfélaginu. Þær eru sjálfar heldur ekkert að trana sér fram með kröfur um réttindi sín. Þær eru miklu uppteknari af því að berjast fyrir réttindum barnanna sinna, réttindum fatlaðs fólks. Þær vita nefnilega að réttindi barnanna þeirra, fatlaðs fólks, eru mun lakari en þeirra eigin þrátt fyrir allt. Þær vita líka að með því að tryggja að fatlað fólk, þ.m.t. börn, fái þá aðstoð sem það þarf vegna fötlunar sinnar og fái möguleika til þátttöku í samfélaginu án mismununar þurfa þær ekki lengur að sinna ólaunuðum umönnunarstörfum umfram það sem eðlilegt getur talist þegar börn og foreldrar eiga í hlut. Núverandi ríkisstjórn tók við völdum 11. janúar sl., þ.e. fyrir tveimur mánuðum síðan. Landssamtökin Þroskahjálp lýsa hér með eftir metnaðarfullum yfirlýsingum frá hlutaðeigandi ráðherrum um að ríkisstjórnin ætli að tryggja að fatlað fólk og foreldrar fatlaðra barna fái tækifæri til að krefjast þeirra réttinda til jafnra launa og tækifæra sem félags- og jafnréttismálaráðherra og ríkisstjórnin ætlar sem betur fer að tryggja konum á vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við getum öll verið sammála um að jafnrétti kynjanna er mjög mikilvægt mannréttindamál. Við getum líka verið stolt af því að miðað við viðurkennda alþjóðlega mælikvarða stendur Ísland í fremstu röð varðandi kynjajafnrétti. Íslenskum ráðherrum finnst eðlilega mjög gaman að tala um það við kollega sína og blaðamenn í útlöndum. Umræðan um jafnrétti kynjanna hvað varðar laun og aðgang að stjórnunarstörfum hefur verið mjög áberandi í samfélaginu að undanförnu, enda hefur félags- og jafnréttismálaráðherra lagt áherslu á þau mál og ríkisstjórnin öll. Það er að sjálfsögðu lofsvert og mjög mikilvægt. En við viljum þó minna stjórnvöld á að til að njóta þeirra sjálfsögðu réttinda að fá sömu laun og aðrir fyrir sömu störf og fá tækifæri til að gegna stjórnunarstörfum og komast í stjórnir fyrirtækja verður fólk að fá tækifæri til að komast út á vinnumarkaðinn. Sá sem ekki fær tækifæri til að afla sér launa getur ekki krafist jafnra launa sér til handa eða átt von um að fá stjórnunarstarf hjá ríki, sveitarfélögum eða einkafyrirtækjum. Og við verðum líka að minna sjórnvöld á að margt fatlað fólk með skerta starfsgetu fær alls ekki þau tækifæri á íslenskum vinnumarkaði eins og hann er. Það fólk fær því ekki einu sinni tækifæri til að krefjast jafnra launa eða jafnra tækifæra til starfsþróunar á vinnumarkaði hvað þá að njóta þeirra mannréttinda. Og það er annar hópur fólks og langoftast kvenna sem við viljum minna á og skorum á ráðherra að gleyma alls ekki þegar þeir leggja til lög og reglur og aðgerðir til að útrýma kynbundnum launamun og til að jafna tækifæri kynjanna til þátttöku í stjórnunarstörfum á vinnumarkaði. Allar rannsóknir sýna að konur gegna lykilhlutverki við að veita fötluðum börnum og fötluðu fullorðnu fólki nauðsynlega aðstoð. Og það eru mæður fatlaðra barna sem frekar minnka við sig í námi eða vinnu en feðurnir. Mjög margar þeirra þurfa að hverfa frá námi eða hætta að vinna launavinnu til lengri eða skemmri tíma til að tryggja lífsgæði barna sinna. Mjög oft er það svo að þessar konur sinna þessum ólaunuðu störfum ekki einungis meðan þau eru börn, heldur er algengt að þessar konur séu árum saman utan vinnumarkaðar eða í hlutastörfum vegna þessa. Þessar konur fara þó ekki einungis á mis við tækifæri til náms, atvinnu, launa og starfsframa, heldur hafa þær líka skert lífeyrisréttindi því að þær geta ekki greitt í lífeyrissjóð af tekjum sem engar eru fyrir umönnunarstörfin sem þær vinna. Málefni þessara kvenna virðast ekki ná inn á radar þeirra sem mest fjalla um jafnrétti kynjanna og stöðu kvenna í samfélaginu. Þær eru sjálfar heldur ekkert að trana sér fram með kröfur um réttindi sín. Þær eru miklu uppteknari af því að berjast fyrir réttindum barnanna sinna, réttindum fatlaðs fólks. Þær vita nefnilega að réttindi barnanna þeirra, fatlaðs fólks, eru mun lakari en þeirra eigin þrátt fyrir allt. Þær vita líka að með því að tryggja að fatlað fólk, þ.m.t. börn, fái þá aðstoð sem það þarf vegna fötlunar sinnar og fái möguleika til þátttöku í samfélaginu án mismununar þurfa þær ekki lengur að sinna ólaunuðum umönnunarstörfum umfram það sem eðlilegt getur talist þegar börn og foreldrar eiga í hlut. Núverandi ríkisstjórn tók við völdum 11. janúar sl., þ.e. fyrir tveimur mánuðum síðan. Landssamtökin Þroskahjálp lýsa hér með eftir metnaðarfullum yfirlýsingum frá hlutaðeigandi ráðherrum um að ríkisstjórnin ætli að tryggja að fatlað fólk og foreldrar fatlaðra barna fái tækifæri til að krefjast þeirra réttinda til jafnra launa og tækifæra sem félags- og jafnréttismálaráðherra og ríkisstjórnin ætlar sem betur fer að tryggja konum á vinnumarkaði.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun