Bretar klesstu Rollsinn Stjórnarmaðurinn skrifar 12. mars 2017 11:00 Hópur þingmanna á breska þinginu hefur nú, þvert á flokkslínur, sett fram þá tillögu að Bretar gangi að nýju í Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu. Bretar myndu með því hverfa aftur til þeirrar stöðu sem þeir voru í árið 1973 áður en þeir gengu í ESB. Fyrir þá sem ekki muna þá eru Íslendingar meðlimir í EFTA, ásamt Norðmönnum, Liechtenstein og Sviss. Öll aðildarlöndin nema Sviss eru síðan aftur meðlimir að Evrópska efnahagssvæðinu sem veitir aðgang að innri markaði Evrópu, en sneiðir hjá ýmsum öðrum þáttum ESB á borð við tollabandalag og myntbandalag. Þótt Bretar myndu ganga í EFTA myndu þeir sennilega ekki geta fengið aðgang að innri markaðnum, til þess hafa bresk stjórnvöld einfaldlega lagt of mikla áherslu á takmarkanir á innflytjendur og á að tryggja að Bretar heyri ekki undir lögsögu Evrópudómstólsins. Erfitt er að ímynda sér að ESB myndi fallast á miklar málamiðlanir í þeim efnum eftir það sem á undan er gengið. Þingmennirnir telja hins vegar að til einhvers væri að vinna í að nýta sér tiltekna viðskipta- og tollasamninga milli ESB og EFTA, sem draga myndu úr skriffinnsku við tollafgreiðslu og flýta för ferðamanna yfir landamæri í einhverjum mæli. Fríverslun yrði þess utan tryggð við EFTA-þjóðirnar fjórar. Þessi hugmynd þingmannanna lýsir um margt þeirri stöðu sem Bretar hafa komið sér í með útgöngu sinni úr ESB. Um leið og því ferli öllu saman lýkur verða þeir ein sex þjóða í heiminum sem ekki tilheyra fríverslunarbandalagi í einhverri mynd. Hinar þjóðirnar eru varla stórveldi á alþjóðamælikvarða, Máritanía og Sómalía sennilega þeirra þekktastar. Bretar þurfa að finna sér nýjan alþjóðlegan félagsskap nú þegar hillir undir lok aðildar þeirra að Evrópusambandinu. Þingmennirnir sjá þar EFTA sem fyrsta skrefið, en síðan þurfi samninga við Bandaríkin, Japan, Kína og Ástralíu, og ESB í fyllingu tímans. Með þessu verði til samningssamband við lönd sem kaupa um 90% af útflutningi Breta. Einfalt er það hins vegar ekki. Eins og Angus McNeil, formaður Alþjóðaviðskiptanefndar breska þingsins og þingmaður skoskra þjóðernissinna, sagði: „Þetta er eins og við höfum klesst Rollsinn okkar og séum að leita að úr sér gengnum notuðum bíl í staðinn.“Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Hópur þingmanna á breska þinginu hefur nú, þvert á flokkslínur, sett fram þá tillögu að Bretar gangi að nýju í Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu. Bretar myndu með því hverfa aftur til þeirrar stöðu sem þeir voru í árið 1973 áður en þeir gengu í ESB. Fyrir þá sem ekki muna þá eru Íslendingar meðlimir í EFTA, ásamt Norðmönnum, Liechtenstein og Sviss. Öll aðildarlöndin nema Sviss eru síðan aftur meðlimir að Evrópska efnahagssvæðinu sem veitir aðgang að innri markaði Evrópu, en sneiðir hjá ýmsum öðrum þáttum ESB á borð við tollabandalag og myntbandalag. Þótt Bretar myndu ganga í EFTA myndu þeir sennilega ekki geta fengið aðgang að innri markaðnum, til þess hafa bresk stjórnvöld einfaldlega lagt of mikla áherslu á takmarkanir á innflytjendur og á að tryggja að Bretar heyri ekki undir lögsögu Evrópudómstólsins. Erfitt er að ímynda sér að ESB myndi fallast á miklar málamiðlanir í þeim efnum eftir það sem á undan er gengið. Þingmennirnir telja hins vegar að til einhvers væri að vinna í að nýta sér tiltekna viðskipta- og tollasamninga milli ESB og EFTA, sem draga myndu úr skriffinnsku við tollafgreiðslu og flýta för ferðamanna yfir landamæri í einhverjum mæli. Fríverslun yrði þess utan tryggð við EFTA-þjóðirnar fjórar. Þessi hugmynd þingmannanna lýsir um margt þeirri stöðu sem Bretar hafa komið sér í með útgöngu sinni úr ESB. Um leið og því ferli öllu saman lýkur verða þeir ein sex þjóða í heiminum sem ekki tilheyra fríverslunarbandalagi í einhverri mynd. Hinar þjóðirnar eru varla stórveldi á alþjóðamælikvarða, Máritanía og Sómalía sennilega þeirra þekktastar. Bretar þurfa að finna sér nýjan alþjóðlegan félagsskap nú þegar hillir undir lok aðildar þeirra að Evrópusambandinu. Þingmennirnir sjá þar EFTA sem fyrsta skrefið, en síðan þurfi samninga við Bandaríkin, Japan, Kína og Ástralíu, og ESB í fyllingu tímans. Með þessu verði til samningssamband við lönd sem kaupa um 90% af útflutningi Breta. Einfalt er það hins vegar ekki. Eins og Angus McNeil, formaður Alþjóðaviðskiptanefndar breska þingsins og þingmaður skoskra þjóðernissinna, sagði: „Þetta er eins og við höfum klesst Rollsinn okkar og séum að leita að úr sér gengnum notuðum bíl í staðinn.“Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira