Einu víti frá því að missa stigatitilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2017 08:00 Enginn skoraði meira en Amin Stevens í vetur. vísir/anton Keflvíkingurinn Amin Stevens varð stigahæsti leikmaður Domino’s-deildar karla í körfubolta á þessu tímabili en hann skorað 29,5 stig að meðaltali í 22 leikjum Keflavíkur í deildinni. Það munaði þó ótrúlega litlu að Stevens missti stigakóngstitilinn til Flenards Whitfield í Skallagrími í lokaumferðinni. Flenard Whitfield skoraði nefnilega 50 stig í lokaleik sínum og þegar leik Skallagríms lauk í Grindavík var Whitfield kominn yfir Amin Stevens. Amin Stevens átti hins vegar lokaorðið. Hann komst á vítalínuna í lokin á leiknum við ÍR í Seljaskóla og tókst ekki aðeins að tryggja Keflavík framlengingu heldur gaf sér einnig tækifæri til að endurheimta efsta sætið á listanum yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar. Flenard Whitfield var fyrir vítin með tveggja stiga forskot á Stevens og miðherji Keflavíkurliðins var nýbúinn að klikka á tveimur vítaskotum. Stevens setti hins vegar bæði vítin niður, jafnaði leikinn og um leið við Whitfield. Stevens tryggði sér síðan stigakóngstitilinn með því að skora þrjú stig í framlengingunni. Amin tók einnig flest fráköst í deildinni í vetur (15,3) og var með langhæsta framlagið (37,0) af öllum leikmönnum deildarinnar. Stevens var líka með bestu skotnýtinguna í deildinni en 61 prósent skota hans rataði rétta leið. Tobin Carberry hjá Þór var þriðji stigahæstur með 27,3 stig í leik en hann var ennfremur á topp tíu í stigum, fráköstum (11,1, – 5. sæti) og stoðsendingum (4,4 – 10. sæti). Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson var stigahæsti íslenski leikmaður deildarinnar en hann skoraði 19,95 stig í leik í vetur. Logi var rétt á undan ÍR-ingnum Matthíasi Orra Sigurðarsyni sem var með 19,5 stig í leik.Hörður Axel Vilhjálmsson gaf flestar stoðsendingar að meðaltali í leik í Domino's deild karla 2016-17.vísir/antonTopplistar í Domino’s-deild karla 2016-17:Flest stig í leik: 1. Amin Stevens, Keflavík - 29,5 2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 29,4 3. Tobin Carberry, Þór Þ. - 27,3 4. Sherrod Nigel Wright, Haukar - 27,1 5. Antonio Hester, Tindastóll - 23,5 6. George Beamon, Þór Ak. - 21,8 7. Lewis Clinch Jr., Grindavík - 21,1 8. Logi Gunnarsson, Njarðvík - 19,9 9. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 19,8 10. Darrel Keith Lewis, Þór Ak. - 18,3Flest fráköst í leik: 1. Amin Khalil Stevens, Keflavík - 15,3 2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 14,6 3. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 12,8 4. Tobin Carberry, Þór Þ. - 11,1 5. Antonio Hester, Tindastóll - 10,7 6. Pavel Ermolinskij, KR - 9,3Flestar stoðsendingar í leik: 1. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík - 6,8 2. Pavel Ermolinskij, KR - 6,6 3. Pétur Birgisson, Tindastóll - 6,2 4. Emil Barja, Haukar - 5,6 5. S. Arnar Björnsson, Skallagrímur - 5,3 6. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 5,2Flestir stolnir boltar í leik: 1. Pétur Birgisson, Tindastóll - 2,82 2. Danero Thomas, ÍR/Þór Ak. - 2,15 3. Ólafur Ólafsson, Grindavík - 2,09 4. Amin Stevens, Keflavík - 2,05 5. Björgvin Ríkharðsson, Tindastóli - 1,95Flest varin skot í leik: 1. Tryggvi Hlinason, Þór Ak. - 2,73 2. Quincy Hankins-Cole, ÍR - 1,71 3. Finnur Atli Magnússon, Haukar - 1,36 4. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 1,32 5. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 1,27Hæsta framlag í leik: 1. Amin Stevens, Keflavík - 37,0 2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 32,5 3. Tobin Carberry, Þór Þ. - 31,3 4. Antonio Hester, Tindastóll - 26,9 5. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 25,8 6. Sherrod Nigel Wright, Haukar - 24,9 7. George Beamon, Þór Ak. - 20,4 8. Darrel Keith Lewis, Þór Ak. - 19,9 9. Ólafur Ólafsson, Grindavík - 19,7 10. Lewis Clinch Jr., Grindavík - 19,1 11. Pétur Birgisson, Tindastóll - 19,0 12. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík - 18,1 13. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 18,0 14. Pavel Ermolinskij, KR - 17,4 15. Danero Thomas, ÍR/Þór Ak. - 17,2 16. Tryggvi Hlinason, Þór Ak. - 17,18 17. Jeremy Atkinson, Njarðvík - 16,4 18. S. Arnar Björnsson, Skallagrímur - 16,2 18. Finnur Atli Magnúss., Haukar - 16,2 20. Logi Gunnarsson, Njarðvík - 15,9 Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Keflvíkingurinn Amin Stevens varð stigahæsti leikmaður Domino’s-deildar karla í körfubolta á þessu tímabili en hann skorað 29,5 stig að meðaltali í 22 leikjum Keflavíkur í deildinni. Það munaði þó ótrúlega litlu að Stevens missti stigakóngstitilinn til Flenards Whitfield í Skallagrími í lokaumferðinni. Flenard Whitfield skoraði nefnilega 50 stig í lokaleik sínum og þegar leik Skallagríms lauk í Grindavík var Whitfield kominn yfir Amin Stevens. Amin Stevens átti hins vegar lokaorðið. Hann komst á vítalínuna í lokin á leiknum við ÍR í Seljaskóla og tókst ekki aðeins að tryggja Keflavík framlengingu heldur gaf sér einnig tækifæri til að endurheimta efsta sætið á listanum yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar. Flenard Whitfield var fyrir vítin með tveggja stiga forskot á Stevens og miðherji Keflavíkurliðins var nýbúinn að klikka á tveimur vítaskotum. Stevens setti hins vegar bæði vítin niður, jafnaði leikinn og um leið við Whitfield. Stevens tryggði sér síðan stigakóngstitilinn með því að skora þrjú stig í framlengingunni. Amin tók einnig flest fráköst í deildinni í vetur (15,3) og var með langhæsta framlagið (37,0) af öllum leikmönnum deildarinnar. Stevens var líka með bestu skotnýtinguna í deildinni en 61 prósent skota hans rataði rétta leið. Tobin Carberry hjá Þór var þriðji stigahæstur með 27,3 stig í leik en hann var ennfremur á topp tíu í stigum, fráköstum (11,1, – 5. sæti) og stoðsendingum (4,4 – 10. sæti). Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson var stigahæsti íslenski leikmaður deildarinnar en hann skoraði 19,95 stig í leik í vetur. Logi var rétt á undan ÍR-ingnum Matthíasi Orra Sigurðarsyni sem var með 19,5 stig í leik.Hörður Axel Vilhjálmsson gaf flestar stoðsendingar að meðaltali í leik í Domino's deild karla 2016-17.vísir/antonTopplistar í Domino’s-deild karla 2016-17:Flest stig í leik: 1. Amin Stevens, Keflavík - 29,5 2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 29,4 3. Tobin Carberry, Þór Þ. - 27,3 4. Sherrod Nigel Wright, Haukar - 27,1 5. Antonio Hester, Tindastóll - 23,5 6. George Beamon, Þór Ak. - 21,8 7. Lewis Clinch Jr., Grindavík - 21,1 8. Logi Gunnarsson, Njarðvík - 19,9 9. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 19,8 10. Darrel Keith Lewis, Þór Ak. - 18,3Flest fráköst í leik: 1. Amin Khalil Stevens, Keflavík - 15,3 2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 14,6 3. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 12,8 4. Tobin Carberry, Þór Þ. - 11,1 5. Antonio Hester, Tindastóll - 10,7 6. Pavel Ermolinskij, KR - 9,3Flestar stoðsendingar í leik: 1. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík - 6,8 2. Pavel Ermolinskij, KR - 6,6 3. Pétur Birgisson, Tindastóll - 6,2 4. Emil Barja, Haukar - 5,6 5. S. Arnar Björnsson, Skallagrímur - 5,3 6. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 5,2Flestir stolnir boltar í leik: 1. Pétur Birgisson, Tindastóll - 2,82 2. Danero Thomas, ÍR/Þór Ak. - 2,15 3. Ólafur Ólafsson, Grindavík - 2,09 4. Amin Stevens, Keflavík - 2,05 5. Björgvin Ríkharðsson, Tindastóli - 1,95Flest varin skot í leik: 1. Tryggvi Hlinason, Þór Ak. - 2,73 2. Quincy Hankins-Cole, ÍR - 1,71 3. Finnur Atli Magnússon, Haukar - 1,36 4. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 1,32 5. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 1,27Hæsta framlag í leik: 1. Amin Stevens, Keflavík - 37,0 2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 32,5 3. Tobin Carberry, Þór Þ. - 31,3 4. Antonio Hester, Tindastóll - 26,9 5. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 25,8 6. Sherrod Nigel Wright, Haukar - 24,9 7. George Beamon, Þór Ak. - 20,4 8. Darrel Keith Lewis, Þór Ak. - 19,9 9. Ólafur Ólafsson, Grindavík - 19,7 10. Lewis Clinch Jr., Grindavík - 19,1 11. Pétur Birgisson, Tindastóll - 19,0 12. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík - 18,1 13. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 18,0 14. Pavel Ermolinskij, KR - 17,4 15. Danero Thomas, ÍR/Þór Ak. - 17,2 16. Tryggvi Hlinason, Þór Ak. - 17,18 17. Jeremy Atkinson, Njarðvík - 16,4 18. S. Arnar Björnsson, Skallagrímur - 16,2 18. Finnur Atli Magnúss., Haukar - 16,2 20. Logi Gunnarsson, Njarðvík - 15,9
Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira