Styrkur koltvísýrings setur áfram met Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2017 12:15 Sólin skín yfir Mauna Loa þar sem mælingar á styrk koltvísýrings í andrúmslofti fara fram. Vísir/Getty Sú aukning sem hefur orðið á styrk koltvísýrings í lofthjúpi jarðar síðustu tvö árin er fordæmalaus í tæplega sextíu ára sögu beinna mælinga, að sögn bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA). Hraði aukningar gróðurhúsalofttegundarinnar síðasta áratuginn er nú hundrað til tvö hundruð sinnum meiri en þeirrar sem átti sér stað þegar jörðin kom út úr síðustu ísöld fyrir um 12.000 árum. Mælingar NOAA á Mauna Loa-fjalli á Havaí sýna að styrkur koltvísýrings óx um þrjá hluta af milljón (ppm) í fyrra og var 405,1 ppm. Aukningin í fyrra jafnaði met sem sett var árið áður samkvæmt frétt á vef NOAA. Þessi aukning um 6 ppm frá 2015 til 2017 hefur aldrei sést áður frá því að mælingar á Mauna Loa hófust fyrir 59 árum. Árið í fyrra var það fimmta í röð sem styrkur koltvísýrings jókst um 2 ppm eða meira. Gróðurhúsalofttegundir sem menn hafa dælt út í lofthjúpinn með notkun sinni á jarðefnaeldsneyti valda þeirri hnattrænu hlýnun sem nú á sér stað á jörðinni. Styrkur koltvísýrings að heimsmeðaltali náði 400 ppm í fyrsta skipti árið 2015. Það er 43% aukning á styrk hans frá því fyrir iðnbyltingu. Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar var um 280 ppm að meðaltali frá því fyrir um 10.000 árum þangað til iðnbyltingin hófst í kringum árið 1760.Súlurit sem sýnir árlegan vöxt koltvísýrings á Mauna Loa-athugunarstöð NOAA á Havaí.Mynd/NOAA Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ Sjá meira
Sú aukning sem hefur orðið á styrk koltvísýrings í lofthjúpi jarðar síðustu tvö árin er fordæmalaus í tæplega sextíu ára sögu beinna mælinga, að sögn bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA). Hraði aukningar gróðurhúsalofttegundarinnar síðasta áratuginn er nú hundrað til tvö hundruð sinnum meiri en þeirrar sem átti sér stað þegar jörðin kom út úr síðustu ísöld fyrir um 12.000 árum. Mælingar NOAA á Mauna Loa-fjalli á Havaí sýna að styrkur koltvísýrings óx um þrjá hluta af milljón (ppm) í fyrra og var 405,1 ppm. Aukningin í fyrra jafnaði met sem sett var árið áður samkvæmt frétt á vef NOAA. Þessi aukning um 6 ppm frá 2015 til 2017 hefur aldrei sést áður frá því að mælingar á Mauna Loa hófust fyrir 59 árum. Árið í fyrra var það fimmta í röð sem styrkur koltvísýrings jókst um 2 ppm eða meira. Gróðurhúsalofttegundir sem menn hafa dælt út í lofthjúpinn með notkun sinni á jarðefnaeldsneyti valda þeirri hnattrænu hlýnun sem nú á sér stað á jörðinni. Styrkur koltvísýrings að heimsmeðaltali náði 400 ppm í fyrsta skipti árið 2015. Það er 43% aukning á styrk hans frá því fyrir iðnbyltingu. Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar var um 280 ppm að meðaltali frá því fyrir um 10.000 árum þangað til iðnbyltingin hófst í kringum árið 1760.Súlurit sem sýnir árlegan vöxt koltvísýrings á Mauna Loa-athugunarstöð NOAA á Havaí.Mynd/NOAA
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ Sjá meira